Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 18
Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna: ,,Við teljum það ranga stefnu, að í kjarasamningum skuli vera ákvæói sem takmarki opnunartím- ann. Slíkar reglur eiga heima í reglugerðum eða lögum og það er brýnt að ákvæði kjarasamningsins samrýmist reglugerðinni." Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunarráðsins: ,,Mér þykir það óeðlilegt, að kjarasamningar skuli geta takmarkað opnunartíma verslana. Launþegafélög eiga að semja um laun umbjóöenda sinna. Ef starfsfólk og vinnuveitendur vilja breyta vinnutímanum eitt- hvað, þá á það að vera mögulegt." Neytendur Hvar standa neytendur í þessum málum? Er það til hagræðis fyrir neytendur að hafa afgreiðslutím- ann takmarkaðan? Nei, segja sum- ir. Fólk á að geta farið til innkaupa þegar því hentar, en þurfa ekki að taka sér frí í vinnutímanum til þess. Sá tími sem kaupmaðurinn hefur opið hlýtur um síðir að markast af þeim viðskiptum sem hann á von á. Andstæðingar frjáls opnunar- tíma segja hins vegar að frjáls opnunartími skapi rugling fyrir neytendur. Þeir geti aldrei verið öruggir, hvenær verslanir séu opnar og þurfi ef til vill að ferðast vítt og breitt um borgina, til þess að kaupa í matinn. Að því leytinu til er betra að hafa einn samræmdan Oþnunartíma fyrir allar verslanir. Lokaorð Nágrannasveitarfélögin hafa rýmri opnunartíma en gerist í Reykjavík. Fjöldi Reykvíkinga leit- ar því bæði til Seltjarnarness, Hafnarfjarðar eða Mosfellssveitar um helgar til innkaupa. Af því er það Ijóst að þörf er á kvöldverslun í Reykjavík. Hér má minna á skoð- anakönnun sem gerð var í Dag- blaðinu 6. apríl 1979 og voru þá 62.6% fylgjandi frjálsum af- greiðslutíma, en aðeins 37.4% á móti honum. Samkvæmt þessum tölum er breytinga á núverandi ástandi þörf. Hér má einnig geta þess að samkvæmt lögunum frá 1936 um lokunartíma sölubúða sem reglu- gerðin um afgreiðslutímann hér í Reykjavík byggir á, falla reglu- gerðir um afgreiðslutímann úr gildi hafi þær ekki verið endurnýjaðar innan tíu ára eða þeim breytt á einhvern hátt. Eins og landið virðist liggja í dag er greinilegt að vilji er fyrir ein- hverjum breytingum á reglugerð- inni og það í frjálsræðisátt. Hins vegar vilja ýmsir áhugamenn um málið vara við því að breytingarnar séu gerðar of flóknar með aðal- reglum, undantekningum og und- antekningum frá undantekning- um. Þaö sé brýnasta málið að ein- föld en fortakslaus regla verði fundin og sú lausn feli ekki í sér þvinganir gagnvart þeim sem treysta sér tii þess að vinna fyrir sínum tekjum. UNDIR VÖRUBÍLINN LYFTARANN EINKABÍLINN er heimsþekkt gæðavara Ávallt fyrirliggjandi Eigum einnig fyrirliggjandi allar stærðir af TUDOR rafgeymum Hjólbarðaverkstæðið s/f Hafnargötu 89 Keflavík Sími 92-1713 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.