Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 49
stofu félagsins. d) Sérstaka bók um yfirlýsingar stjórnarmanna og fram- kvæmdastjóra, en þessir aðilar skulu skv. nýju lögunum, er þeir gerast stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar, gefa stjórninni skýrslu um hluta- bréfaeign sína í félaginu og í félögum innan sömu hlutafé- lagasamstæðu. Þá skulu þeir síðar gefa skýrslu um kaup og sölu á slíkum hlutabréfum, þ.e. jafnan ef eitthvað slíkt á sér stað. e) Endurskoðunarbók sem ískulu skráðar ábendingar og at- hugasemdir, sem endurskoð- endur vilja koma á framfæri við stjórn eða framkvæmdastjóra. Heimilt er þó að færa ábend- ingar og athugasemdir þessar fram skriflega á annan hátt. Ein hlutafélagaskrá fyrir landið 24. Skv. nýju hlutafjárlögunum skal haldin ein hlutafélagaskrá fyrir landið allt. Hún veröur til húsa á skrifstofu borgarfógetaembætt- isins í Reykjavík og ber að tilkynna þangað eftirfarandi og varðar vanræksla refsingu: a) Stofnun hlutafélags (innan 6 mánaða frá dagsetningu stofnsamnings). b) Hækkun hlutafjár (innan árs frá töku ákvörðunar, þegar um er að ræða áskrift nýrra hluta. Sé um aö ræða hækkun hluta- fjár með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa má ekki gefa bréfin út fyrr en ákvörðunin hefur verið tilkynnt og skráð, en tímamörk eru engin tilgreind.) c) Samþykkt um töku skulda- bréfaláns er veiti lánardrottni rétt til þess að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hluti í því (innan tveggja vikna frá gerö samþykktar). f tilkynn- ingu skal greina fjárhæð þá, sem hækka má hlutaféð um og innan hvaða frests breyta verður skuldabréfi í hluti. Þeg- ar sá frestur er liðinn skal stjórn hlutafélagsins þegar í stað tilkynna hlutafélaga- skránni, hversu mörgum skuldabréfum hefurverið breytt í hluti. Ef fresturinn er lengri en eitt ár, skal stjórnin eigi síður en mánuði eftir lok hvers reikningsárs tilkynna, hversu mörgum skuldabréfum hefur verið breytt í hluti á ár- inu. d) Lækkun hlutafjár (innan mán- aðar frá ákvörðun). e) Samþykkt um breytingu á sam- þykktum hlutafélags skal til- kynnt til hlutafélagaskrár þeg- ar í stað og öðlast breytingin ekki gildi fyrr en hún hefur ver- ið skráð. f) Endurrit dóma í málum er höfð- uð hafa verið til ógildingar eða breytinga á ákvörðunum hlut- hafafunda skulu send hlutafé- lagaskrá. g) Staðfest endurrit ársreiknings ásamt endurskoöunarskýrslu skulu hafa boristtil hlutafé- lagaskrár eigi síðar en mánuði eftir samþykkt ársreikningsins en þó ekki síðar en 10 mánuð- um eftir lok reikningsárs. Með ársreikningum skulu fylgja staðfestar upplýsingar um hvenær hann var samþykktur og hvaða ákvörðun aðalfund- ur tók um ráðstöfun á hagnaði eða jöfnun á tapi. h) Ákvörðun hluthafafundar um félagsslit skal þegar í stað til- kynna hlutafélagaskrá og ákvörðun um samruna hlutafé- laga innan viku frá því að hún var gerð. 25. Þess er áður getið að í nýju lögunum eru ákvæöi um ýmis at- riði sem hlutafélögum er heimilt en ekki skylt að taka upp, en þá verður að taka inn í félagssam- þykktir bein ákvæöi þar aö lút- andi. Nefna má nokkur atriöi til við- bótar þeim er áður greinir: a) I félagssamþykktum má ákveða, að hluthafi, sem hefur eignast hluti með framsali, geti ekki farið með atkvæðisrétt að því er þá hluti varðar, fyrr en að liðn- um ákveðnum tíma, þó ekki lengri en 3 mánuði, eftir að hann hefur verið skráður í hlutaskrá eða til- kynnt og fært sönnur á eign sína aö hlut. b) Ákveða má í félagssamþykkt- um aö stjórnvöld eða aðrir (t.d. starfsmenn) hafi rétt til að tilnefna einn eða fleiri stjórnarmenn. c) Ákveða má í félagssamþykkt- um aö stjórnarmenn skuli kosnir svokallaðri hlutfalls- eða marg- feldiskosningu. d) f félagssamþykktum má ákveða að meira skuli lagt í vara- sjóð en nemur lögboðnu lágmarki skv. nýju lögunum. e) Unnt er að setja á laggirnar sérstaka fulltrúanefnd eins og áð- ur getur, en þá þarf að setja nán- ari reglur um það í félagssam- þykktir. Grein þessi hefur orðið lengri en fyrirhugað var, en fyrir því eru þær einföldu ástæður, að nýju hlutafélagalögin geyma svo veigamikil frávik og viðbætur við eldri lög, að ekki verður lýst í fá- um orðum. Samkvæmt lögunum er starf- andi hlutafélögum skylt að sam- ræma félagssamþykktir sínar ákvæðum hinna nýju laga á aðal- fundi 1980. Vegna þess hversu mismunandi félagssamþykktir starfandi hlutafélaga eru, verður að skoða það sérstaklega í hverju einstöku tilfelli hvaða breytingar þurfi á að gera, en almennt talað má segja að stjórnendur hlutafé- laga þurfi að hafa þrennt í huga: 1) Vegna nýju laganna eru ýmis atriöi sem beinlínis er skylt að breyta í gildandi samþykktum eftir nánari athugun á félags- samþykktum viðkomandi hlutafélags. 2) Samkvæmt nýju lögunum eru ýmis atriði sem hlutafélögum er heimilt en ekki skylt að taka upp, og taka þarf afstöðu til, og veröur þá ef til kemur að taka inn í félagssamþykktir bein ákvæöi þar að lútandi. 3) Til viðbótar nauðsynlegum og valkvæðum breytingum á sam- þykktum hlutafélaga kemur svo, aö nýju lögin leggja ýmsar nýjar skyldur á hlutafélög, sem stjórnendur þurfa að þekkja til. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.