Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Síða 11

Frjáls verslun - 01.04.1980, Síða 11
ordspor Að undanförnu hefur mikið verið rætt um erfiðleika Flugleiða og fækkun ferða á þeirra vegum yfir Norður-Atlantshafið. Hætt er þó við að of fáir geri sér grein fyrir því sem er að gerast á Keflavíkur- flugvelli á sama tíma og samdráttur er hjá Flugleiðum. Erlcnd flugfélög eru sem óðast að hætta að nota völlinn og ís- lenzka ríkið, sem lætur bandaríska her- inn greiða megnið af reksturskostnaði vallarins, hefur ekkert gert til þess að stilla lendingargjöldum og öðrum þjón- ustukostnaði í hóf í því skyni að hvetja erlend flugfélög til þess að auka lending- ar sínar í Kcflavík. „Transit“-farþegar um Keflavíkurflugvöll voru t.d. rúmlega 374 þús. árið 1971 en voru einungis rúm- lega 261 þús. árið 1979. Fækkunin á þessum 8 árum er rúmlega 113 þús. far- þegar. Farþegar Flugleiða eru þarna meðtaldir. Sé litið á þróunina í lending- um erlendra flugfélaga sést m.a. að vélar frá leiguflugfélaginu Pacific Western lentu 137 sinnum á Keflavíkurflugvelli 1971 en 10 sinnum 1979. Félagið Uni- versal lét vélar sínar lenda 114 sinnum á Keflavíkurflugvelli árið 1971, 14 sinnum 1977 en aldrei 1979 • Það mun vera opinbert leyndarmál innan Seðlabankans, að dr. Jóhannes Nordal hœtti innan skamms störfum sem aðal- bankastjóri þeirrar virðulegu fjármála- stofnunar. Er sagt að Jóhannes hafi augastað á mikilvægu embœtti hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, sem honum bjóðist nú. Miklar bollaleggingar eru að sjálfsögðu í gangi um vœntanlegan eftir- mann Jóhannesar og er fyrst og fremst veðjað á Erlend Einarsson, forstjóra Sambandsins. Hann mun lengi hafa haft áhuga á að breyta til eftir langt ogfarsœlt starf íþágu samvinnuhreyfingarinnar. Þá vaknar spurningin um arflaka Erlends, og í samvinnuhreyfingunni er talað um tvo líklegasta, þá Val Arnþórsson, kaitpfé- lagsstjóra hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og Sigttrð Markússon, framkvœmdastjóra sjávarafurðadeildar Sambandsins. Valur mun njóta stuðnings kaupfélagsstjóranna en Sigurður er óskabarn æðstu forvígis- manna innan Sambandsins sjálfs. m Úti í löndum hefur það tíðkazt um langt skeið, að veðurspár væru gerðar til langs tíma, allt upp í einn mánuð eða jafnvel enn lengra fram í ókomna tíð. Ekki hefur þessi háttur verið á hafður í veðurspám hérlendis til þessa en nú mun þó verða nokkur breyting á, að því er óstaðfestar fréttir herma. Hér hefur verið sænskur sérfræðingur að störfum fyrir Veðurstofu íslands og kannað möguleika á að hún gefi út veðurspár til finun sólarhringa í senn. Hefur sá sænski komizt að þeirri niðurstöðu, að ekkert ætti að vera í vegi fyrir slíkum nýjungum hér og er Veður- stofan að vinna að undirbúningi málsins. • Töluverðar hræringar eiga sér nú stað innan Alþýðuflokksins og hafa orðið þar nokkrar breytingar á gengi og áhrifum einstakra foringja. Sagt er að stjarna Vilmundar Gylfasonar hafi farið mjög lœkkandi að undanförnu í innsta hring flokksmanna og sömuleiðis séu uppi há- værar raddir um að Benedikt Gröndal eigi að víkja úr formannssæti. Ekki hafa heyrzt neinar ákveðnar tilnefningar á eft- irmanni en þeir Kjartan Jóhannsson og Eiður Guðnason eru af mörgum taldir heppilegustu leiðtogaefni, sem flokkur á nú völ á. Þá vekur það athygli að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, er ekki lengur í stjórn Alþýöuflokksfélagsins í Reykjavík eftir nýafstaðinn aðalfund. 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.