Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Side 36

Frjáls verslun - 01.04.1980, Side 36
L u x u s Skilgreining á fyrirbærinu lúxusvörum hlýtur alltaf að vera afstæð. Það sem sumir kalla lúxus eru nauðsynlegir hlutir í augum annarra. En í stuttu máli má segja að lúxusnum sleppum við fyrst hendi af þegar harðnar í ári, pen- ingalega séö. Auðvelt er að sýna fram á að lúxusvörur séu afstætt mat hvers og eins. Tökum sem dæmi húsa- kost íslendinga. Ætli kofabúar í Afríku og Asíu myndu ekki kalla húsin okkar lúxus-íbúðir? En viö eigum að sjálfsögðu svar viö þessu dæmi þar sem við þurfum ólíkt betri húsakynni til að hjara hér á endimörkum hins byggilega heims heldur en íbúar sunnar á jörðinni. En svo við spyrjum áfram: hvað með eskimóana? Þá grípum við til siðmenningarinnar og nú- tímaþankagangs. En lítum okkur örlítið nær. Hvað er lúxus í augum (slendinga? Er bað einbýlishús, er það bíll, eru það ferðalög? ,,Nei“ verður svarið víst hjá flestum. Fremur stórt og flott íbúðarhús, dýrir og fallegir bílar og löng ferðalög. Því getum viö slegið því fram að það sem al- menningur hérlendis hefur síður efni á, peninganna vegna, falli undir lúxus-flokkinn. Þróunin á þessu mati breytist mjög ort; það sem var lúxus í gær er ekki lúxus í dag, og það sem er lúxus í dag verður það ekki á morgun, hlýtur að vera eðlilegt að álykta. Er uppþvottavél lúxus? Er vasatölva lúxus? Nei, en báðir þessir hlutir töldust til fína flokks- ins fyrir rúmum áratug eða svo. Svo ekki sé nú minnst á blessað sjónvarpið. íbúar frumstæðari landa hljóta að líta á þessa hluti, sem lúxus og þaö mikinn lúxus. Við skulum þó vona að það viðhorf breytist hið fyrsta. Þegar við hófum að vinna þenn- an lúxus-þátt rákumst við brátt á vegg þar sem ýmsir kaupmenn voru. Það sem við töldum til lúxus töldu þeir vera góða, gegna og — nota bene — nauðsynlega hluti. Og þar af leiðandi voru þeir tregir til að gefa upp verð og slíkt, sem við leituðumst eftir að fá frá þeim. Viðhorf þeirra er kannski mjög skiljanlegt því aö ef þeir gefa okkur upp að þeir séu með lúxus-vöru á boðstólum er ekki ólíklegt að al- menningur sníði hjá verslunum þeirra og segi: Nei, það þýðir lítið að fara þangað, þeir hafa svo dýr- ar og flottar vörur að við höfum ekki efni á slíkum munaði." Það skal því tekið strax fram að þær búðir, sem minnst er á í greininni, bjóða flestar hverjar upp á mikið úrval af vörum á öllum verðum, én dæmin okkar eru aö því leyti af- brigðileg að þau eru hin dýrustu frá viðkomandi aðilum. Viljum við koma á framfæri þökkum til þess- ara aðila fyrir aðstoðina. En hversvegna í ósköpunum að skrifa um lúxus-vörur? Góð spurning, sem ekki er auðvelt að svara. En ástæðurnar voru samt sem áöur aðallega þrjár. í fyrsta lagi er keypt nokkuð af lúxusvör- um á íslandi í dag og því er full ástæða að kynna þennan vöru- flokk (sem tollskráin blessaða nefnir svo). Lúxusvörur eru gæðavörur, því getur enginn neit- að og kannski verður þessi grein hjálp fyrir einhvern þann, sem vill fjárfesta í öruggum gæðavörum. í öðru lagi er alltaf gaman að láta sig dreyma dagdrauma um það, sem maður getur ekki keypt. Og áður en við hellum okkur þá út í dýrðian skulum við athuga hvort við höfum ekki örugglega endurnýjað happ- drættismiðana. Hið opinbera er gjarnt á að ákveöa fyrir okkur hvað sé lúxus og hvað ekki. Sé tollskránni flett kemur í Ijós að ýmsar vörur og hlutir eru vægast sagt furðulega tollaðar, þ.e. tollaðar eins og um lúxusvörur væri að ræða. Lesum aðeins í gegnum þessa umdeildu skrá. Lúxustollur, eins og við vilj- um kalla álagninguna en það orð mun þó aðeins vera til í okkar huga og e.t.v. fleira, er settur m.a. á eft- irfarandi hluti: Búsáhöld, þ.m.t. uppþvottavélar, ísskápa, þvotta- vélar, hreinlætistæki, ryksugur, hrærivélar, hnífapör, o.fl., sjón- vörp, útvörp, barnavagna, gler- augu, úr, hljómplötur, tannbursta, og þannig mætti lengi telja. Það skal tekið fram að við reiknum tollinn lúxustoll fari hann yfir 50%. Framantaldir hlutir verða tæplega taldir til lúxus eða hvað finnst þér, lesandi góöur? En ríkinu finnst tannburstun og að borða með hnífapörum vera lúxus og því eru þau áhöld tolluð sem slík. En hverjir eru ríkið og hverjir ákveða hvað fer í háa tollflokka? Svariö er embættismenn og við svarið við seinni lið spurningar- innar verður að bæta í fjármála- ráðuneytinu. 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.