Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Page 40

Frjáls verslun - 01.04.1980, Page 40
V "\ Áhætta, fyrirtæki og fólk Frelsinu fylgir áhætta. Þar sem fólk er frjálst gerða sinna, er engin vissa fyrir því, hvað það gerir eða lætur ógert. Viðskiptavinir geta t.d. keypt framleiðsluvöru fyrirtækisins eða látið þaö ógert. Þeir eru frjálsir gerða sinna. Af þessu leiðir, að fyrirtæki, verða að geta sér til um framtíðarneyzluvenjur viðskiptavina sinna, áður en þau ákveða, hvaða vörur á að framleiða. Síöar kunna þau að komast að því, að viðskiptavinurinn hefur breytt um skoðun. Fyrirtæki í frjálsu þjóðfélagi komast því ekki hjá því að taka áhættu. Sú áhætta getur jafnvel leitt til þess, að fyrirtækið eigi ekki fyrir skuldum, verði gjald- þrota. Óhjákvæmilega taka allir þeir, sem tengjast fyrir- tækjum, áhættu: Z' Starfsmenn fyrirtækisins eiga atvinnu sína undir áframhaidandi starfsemi fyrirtækisins. Lánveitendur eiga á hættu aó það fé, sem þeir hafa lánaó fyrirtækinu, beint eða óbeint, verði ekki endurgreitt. Birgjar fyrirtækis | eiga það ekki i víst, að sú vara og þjónusta, [ sem þeir hafa | selt fyrirtækinu, verði greidd. Þaö er því grundvallarmunur milli fyrstu fjögurra hóp- anna og þess síðast nefnda. Þeir sem lagt hafa fyrirtæk- inu til eigið fé, áhættuféð, eiga þá fyrst rétt á sínum hlut, þegar fyrirtækið hefur fullnægt öllum skuldbindingum sínum við aðra. Með öðrum orðum, áhættunni er þannig skipt, ef illa fer, að eigendurnir eru síöasti hópurinn, sem fær greiðslu fyrir sitt framlag. Áhættu má þó dreifa og takmarka með ýmsu móti. Þrjú dæmi má nefna: • Þeirsem leggja fram áhættufé, geta takmarkað áhættu sína við þá upphæð, sem þeir hafa lagt fram með þvíað mynda hlutafélag, sameignarfélag eða sam- vinnufélag um reksturinn. • Ef hlutabréfamarkaður er starfræktur, þarsem hægt er að verzla með hlutabréf, má kaupa hlutabréf i mismunandi fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum og dreifa þannig áhættunni og draga úr henni. Þannig er afraksturinn jafnaður út með þvíað kaupa hlutabréf í fyrirtækjum, þar sem afkoma gengur á misvíxl eftir efnahagsárferði. Þegar illa gengur í einni atvinnugrein, þá vegnar annarri vel. Einnig má losa sig við hlutabréf í fyrirtæki, efmenn álíta framtíð þess vafasama. • Það fylgir því ávallt áhætta að vera til og vera frjáls. í daglega lífinu takmörkum við þessa áhættu meö þvíað dreifa henni. Með kaupum á tryggingum og með skattgreiðslum reynum við að útiloka fjárhagsleg áföll vegna heilsubrests, atvinnumissis og eignatjóns. Slík áföll, sem geta verið einstaklingum ofviða, eru fjöld- anum léttbær. / Ríki og sveitarfélög byggja starfsemi sína og útgjöld á þeim sköttum, sem fyrirtæki og starfsmenn þeirra greiða. / Loks koma svo eigendur fyrirtækisins, þeir taka mestu áhættuna, þvíað þeir fá einungis sinn skerf og varðveita eignarhlut sinn, ef fyrirtækinu tekst að standa við allar f skuldbindingar sínar við starfsmenn, ■Br lánveitendur, birgja, ■ ríki og sveitarfélög. Áhætta, hagnaður og tap Áhætta er óhjákvæmileg. Jafnvel í hagkerfum, þar sem ríkiö ræður yfir allri atvinnustarfsemi verður að horfast í augu við áhættu. Áhættan er raunverulega í því fólgin, að tekjur og kostn- aður verða oft á annan veg, en gert var ráö fyrir. Áætl- aður hagnaður getur auöveldlega breytzt í tap. HVAÐ ER HAGNAÐUR? Hagnaður er sú afgangsstærð, sem eftir situr, þegar allur kostnaður, sem tekjuöflun fyrirtækisins er samfara hefur verið dreginn frá tekjum. Til þess aö finna raun- verulegan hagnað fyrirtækisins þurfum við þ^kð ganga lengra en gert er í hefðbundnum rekstrarca&nif- tækja, en hann sýnir tekjur þess og kosktói. ' 1 41 á Hagnaður er forsenda nýjunga í vöru og þjónustu Hagnaður örvar hagkvæmni í

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.