Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Page 55

Frjáls verslun - 01.04.1980, Page 55
Forstöðumenn byggingarfyrir- tækja á Akureyri telja, að hús- næðismarkaðurinn sé mettur að því leyti til að nú verði aðeins byggt fyrir beina aukningu í íbúafjöldan- um. Fjölgunin er 300—400 manns á ári, sem þýðir 100 til 120 nýjar íbúöir árlega. Samkvæmt fyrirliggjandi sþám er gert ráð fyrir að Akureyringar verði um 20 þúsund um aldamót en eru'nú um 13 000. Einn af for- ystumönnum í bæjarmálum kvað sárlega vanta nýtt stórfyrirtæki á Akureyri sem virkaði eins og víta- mínssþrauta á íbúaaukninguna. Hann sagði aö bærinn væri núna af mjög erfiðri stærð. Bæjarfélagið væri orðið það stórt, að kröfur væru gerðar til margvíslegrar þjónustu en mannfjöldinn á bakvið þann rekstur væri í rauninni ekki nógur til að standa undir öllu, sem um er að ræða. Uppbyggingin í Glerárhverfi á síðustu árum kallar t.d. nú á byggingu skóla, sund- laugar, íþróttahúss og ýmislegs fleira, sem gerðar eru kröfur til. Spennan á vinnu- markaði horfin Það er tiltölulega auðvelt fyrir fólk að komast í vinnu á Akureyri og spennan, sem hefur verið þar alllengi á vinnumarkaði virðist vera að hverfa. í byggingariðnaði hefur skort vinnuafl síðustu sumur en það ástand hefur nú breytzt þar eö frartikvæmdum við lagningu hita- veitu er að mestu lokið og áfangar, sem ráðizt verður í nú á þessu sumri eru mjög takmarkaðir. Mörg atvinnufyrirtæki bæjarins byggja verulega á vinnuafli kvenna eins og verksmiðjur Sambandsins, Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar og frystihús Útgerðarféalgs Akureyringa. Næg vinna hefur verið hjá þessum aðilum en nokk- ur óvissa ríkir um framtíð niður- suðunnar vegna áfalla, sem verk- smiðjan hefur orðið fyrir upp á síðkastið. Þar hafa unnið allt að 120 manns. Mikil gróska er aftur á móti í framleiðslu frystihússins, sem hefur verið að stækka talsvert við sig aðstöðu og er komið með góða hráefnisöflun. Þar er geysi- lega mikil vinna. Um áramótin var sagt upp öllu starfsfólki í mokkadeild skinna- framleiðslu Sambandsverksmiðj- anna en það mun hafa verið endurráðið mestallt aftur. At- vinnutækifærin eru nægileg en samt finnst mörgum forsvars- mönnum bæjarins að meiri fjöl- breytni vanti í atvinnurekstur og fleiri ný fyrirtæki. Ekki er neitt slíkt á döfinni nema hvað heyrzt hefur um eina og eina verzlun í Reykja- vík, sem hyggist setja upp útibú á Akureyri. Treg sala hjá byggingar- fyrirtækjum Stærstu fyrirtækin í byggingar- iðnaði á Akureyri eru Aðalgeir og Viðar hf., Híbýli hf., Pan hf., Smári hf. og Þinur. Auk þess eru nokkrir meistarar, sem byggja og selja íbúðarhúsnæði. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Smára, sagði í viðtali viö Frjálsa verzlun að verkefnin væru næg eins og sakir stæðu en hins vegar væri greini- legur samdráttur á markaðnum, sem kæmi gleggst fram í því að þessi stærstu byggingarfyrirtæki væru ekki búin að selja nema um 30% af 80 til 100 íbúðum, sem þau ætluðu að fara af stað með í ný- byggingum í vor. Einn byggingar- aðili hefur hætt við að hefja fram- kvæmdir nú, því að hann hefur ekki selt eina einustu íbúð. Hjá ríki og bæ virðast vera svip- uð verkefni að magni til og verið hefur að undanförnu, ef ráðizt verður í allar framkvæmdir á fjár- lögum og í fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar. Stærstu verkefni eru sjúkrahúsbyggingin og svokallaö svæðisíþróttahús.Byggingarfélag- ið Smári er nú að innrétta kjarnann í sjúkrahúsbyggingunni og á fjár- lögum er gert ráð fyrir að Ijúka þeim áfanga í ár. Á lánsfjáráætlun er síðan heimild til að byggja tengiálmu, sem er nauðsynleg svo að hægt sé að nýta kjarnabygg- inguna. Bærinn veitti aukaframlag á sinni fjárhagsáætlun til þeirrar framkvæmdar. Ekki er alveg Ijóst, hvaða verk- efnum veróur unnið að hjá bænum að öðru leyti. Gert er ráð fyrir að halda verulega áfram við svæðis- íþróttahúsið og varið til þess um 350 milljónum. Sennilegt er að boðin verði út leiguíbúðablokk með 21 íbúð og hugsanlega kyndistöð á vegum hitaveitunnar. Byggjendur virðast vera í fjárþröng Miklu hefur verið úthlutað af lóðum á Akureyri, í fyrravor og svo nokkru í vor. Það er hins vegar lítil hreyfing í þeim framkvæmdum og einstaklingar virðast í fjárþröng. Þó þeir hafi fariö af stað virðast þeir ekki geta haldið áfram. Taldi Tryggvi Pálsson að þetta sýndi Ijóslega að fólkið hefði lítið af peningum umleiki sog treysti sér ekki til að taka á sig kvaðir þessara háu vaxtagjalda, sem boðið er upp á í dag. Það mun búið að sjá fyrir lóða- málum af hálfu bæjarins tvö til þrjú ár fram í tímann. Nóg framboð hefur verið og þess vegna hefur líka verið staðið dálítið öðru vísi að byggingarmálum en t.d. í Reykja- vík. Þannig fékk byggingarfélagið Smári úthlutað óskipulögðu svæði í fyrra, þar sem gert er ráð fyrir 120 íbúðum. Byggingarfélagið hefur síðan annazt skipulagið sjálft og er verið að byrja á fyrsta húsinu núna. Svæðið mun endast félag- inu næstu fimm árin til uppbygg- ingar og verða byggð þar fjöl- býlishús af minni gerðunum. Nægilegt framboð hefur einnig verið á lóðum til verzlunar- og iðnaðar. Stærstu framkvæmdir á því sviði er verksmiðjubygging á vegum fyrirtækisins Stuðlafells, sem er að taka í notkun nú á þessu sumri mjög stóra byggingu fyrir framleiðslu steinsteyptra húsein- inga. Þá er byggingarfélagið Smári aö reisa verzlunarmiöstöð við Sunnuhlíð og er fjallað sér- staklega um þá framkvæmd á öðrum stað í blaðinu. Við byggingariðnað á Akureyri hafa að jafnaöi starfað allt að 500 fagmenn. Fyrirtækin hafa lagt áherzlu á að halda sama mann- skap á grundvelli jafnrar vinnu í greininni. 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.