Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Qupperneq 61

Frjáls verslun - 01.04.1980, Qupperneq 61
seldar í verzlanir í Reykjavík og „Aðstaðan til þess er nokkuð hafa reynzt fullkomlega sam- góð", svaraði Tómas. „Síðan keppnisfærar í verði þó fluttar séu Eimskip tók upp fastar ferðir hing- til og frá Reykjavík að mestu flug- að frá útlöndum hefur ástandið leiðis. batnað mikið. Við höfum tollvöru- Lelfur og Tómas sinna störfum á lagernum . Annars treystir fyrirtækið mjög á landflutninga viö vörudreifingu. Á Akureyri er eins konar miðstöð fyrir flutninga með bílum, allt austur í Hornafjörð. Skipaútgerð ríkisins hefur líka verið að bæta aðstöðu sína á Akureyri. En hvernig gengur það almennt að reka innflutningsverzlun og heildsölu á Akureyri, sem þjóna skal á landsvísu? Leðurvörur hf.: geymslu hérna og starfsemi henn- ar er alltaf að aukast. Afgreiðsla í tolli gengur fljótt fyrir sig og bankaafgreiðsla lika, þannig að við teljum okkur jafn vel ef ekki betur setta með þessa þjónustu en starfsbræðurnir í Reykjavík. Eina, sem áhyggjum veldur, er peninga- skorturinn. Við erum alltaf að kaupa vörur, sem kosta stöðugt meiri peninga og dæmið gengur ekki upp. Við verðum hreinlega að kaupa minna inn í einu og fækka vörutegundum." Tómas, sem rekið hefur heild- sölufyrirtæki sitt síðan 1938, sagðist vart minnast jafnerfiðra tíma og nú í sambandi við fjármál verzlunarfyrirtækjanna. ,,Það er alveg óviðunandi, hvernig vaxtamálum er komið í þessu þjóófélagi", sagði Tómas. ,,Það er stöðugt verið að skerða manns eigið fé og ekki er von að vel gangi, þegar menn þurfa að fleyta sér áfram með lánsfé." Nokkur önnur heildsölufyrirtæki eru rekin á Akureyri. í matvöru eru það Heildverzlun Valdemars Baldvinssonar og Heildverzlun Valgarðs Stefánssonar. Valdemar Baldvinsson á sæti í stjórn Félags ísl. stórkaupmanna. Amaro rekur heildverzlun jafnhliða smásölu og leggur aðaláherzlu á búsáhöld og gjafavörur. Birgir Skarphéðins- son, framkvæmdastjóri í Amaro er formaður Kaupmannafélags Akureyrar. Heildverzlunin Eyfjörð sf sérhæfir sig á sviði veiðarfæra. Eysteinn Arnason flytur inn vefn- aðarvörur. Og þá ber og að geta innflutningsverzlunar á vegum Kaupfélags Eyfirðinga. Vilja byggja upp innflutningsverzlun með skófatnað fyrir landsbyggðina „Það er enginn grundvöllur orðinn fyrir svona rekstri“, sagði Bjarni Sveinsson í Leðurvörum og átti þá við skóinnflutninginn, sem hann hefur stundað frá 1960. „Vextirnir hafa hækkað svo hrikalega að það getur ekkert fyrirtæki legið með þær birgðir sem nauðsynlegt væri. Allur tilkostnaður vex þegar við þurfum að útvega vöruna eftir hendinni. Þá fer kostnaður við síma og flutninga upp úr öllu valdi“. Bjarni sagði, að það væri hryggilegt og niðurdrepandi að hætta að flytja inn góðar vörur og taka eitthvað lakara og ódýrara í staðinn vegna óeðlilegra ytri að- stæðna í þjóðfélaginu. Þetta bryti niður alla vöruþekkingu og væri í mótsögn við allt, sem menn hefðu lært af reynslunni í faginu. Hann benti sérstaklega á, að í ákvörðun álagningar yrði að taka meira tillit til útlagðs fjármagns og áhættu. Þetta ætti sérstaklega við um skóverzlunina, þar sem tryggja yrði nauðsynlegt framboð í mis- munandi númerum. Reynslan sýndi aö einstök númer stæðu oft eftir og lentu að síðustu á útsölum. „Afkoman er á því stigi núna að við gerum ekki stórar pantanir. Kostnaðurinn við að nálgast vör- una hefur vaxið svo gífurlega. Framboðið og úrvalið í skófatnaði hefur stórlega minnkað á mark- aðnum almennt af þessum sök- um", sagði Bjarni. Eins og áður segir hafa synir Bjarna, þeir Sveinn og Sigmar nú tekið við rekstri skóbúðar og gjafavöruverzlunar í húsi fjöl- 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.