Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Side 73

Frjáls verslun - 01.04.1980, Side 73
Sigurjón Sæmundsson prentari og Birgir Ingimarsson, umbrotsmaður, setjari, prentnemi o.fl., o.fl. janúar 1873 og er núverandi sparisjóðsstjóri hans Björn Jónasson. Á rölti okkar blaðamanna um Siglufjörð heyrðum við af honum Sigurjóni Sæmundssyni og prent- smiðjunni hans, Prentsmiðju Siglufjarðar. Okkur var sagt að prentsmiðjan væri ein hin full- komnasta á landinu og eflaust þótt víðar væri leitað. Sigurjón fundum við á jarðhæð í húsi einu. Þarna inni í þrifalegu húsnæðinu voru miklar prent- græjur, sumpart aftur úr fornöld prentlistarinnar, hitt greinilega ný- komið frá framleiöanda, allt á ofurlitlu gólfplássi. Sigurjón viðurkenndi af kurteis- legri hógværð að vélakostur prentsmiðjunnar væri með því allra fullkomnasta sem völ væri á: ,,Ef nánar er að gáð", sagði Sigurjón, ,,þá eru það bestu tækin sem í raun og veru eru hagkvæm- ust, þó þau séu dýrust eða dýrari. Ég vil geta gert allt það sem þarf, allt frá setningu til bókbands, því ef ég þarf að kaupa vinnu annars staðar frá, þá er það yfirleitt öruggt að ég fæ hlutina ekki gerða fyrr en ég hef tapaö stórfé á biðinni." Sigurjón keypti prentsmiðjuna 1935 eftir að hafa numið listina í Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri. Sjálfur er Sigurjón Fljótamaður, „alinn upp á hákarli og harðfiski eins og Óli Jóh." eins og Sigurjón orðaði það. Áætlunarferðum flugfélaga fjölg- ar Til Siglufjaröar fljúga tvö flugfé- lög að staðaldri, Flugfélag Norðurlands og Arnarflug. Frjáls verslun heyrði það á skotsþónum að bæöi þessi flugfélög ætli sér að fljúga daglega til Siglufjarðar í sumar. Arnarflug frá Reykjavík og Flugfélag Norðurlands frá Akur- eyri. Birgir Steindórsson er umboðs- maður Flugfélags Norðurlands á Siglufirði og rekur hann jafnframt einu bókaverslun bæjarins, Aðal- búðina, bókaverslun Hannesar Jónassonar. Verslar hann með rit- föng, bækur, heimilistæki og fleira. Flugfélag Norðurlands flýgur til 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.