Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Síða 78

Frjáls verslun - 01.04.1980, Síða 78
tH umrædu Á forseti að selja fisk? — eftir Markús Örn Antonsson Margt vitlegt er skeggrætt um hlutverk forseta fs- lands og eðli embættis hans vegna kosninganna, sem framundan eru. Það gefur auga leið að stuðnings- nienn liinna einstöku frambjóðenda, sem þegar hafa lýst yfir þátttöku sinni í kapphlaupinu lil Bessastaða, líta þetta mál meira og minna út frá sínum prívat sjónarhól miðað við þá persónulegu eiginleika. sem þeirra frambjóðandi hefur til að bera. Það hefur vmislegt verið ritað um hina stjórnmálalegu hlið for- setaembættisins og það vald, sem stjórnarskráin ákveður því og er sýnu rneira. en margur virðist halda í fljótu bragði. Ugglaust vill þjóðin i ljósi reynslu sinnar af stjórnmálaþróun hér á landi og víðar i ná- grenni við okkur hin síðustu árin. að forsetinn sýni meira frumkvæði en hún hefur hingað til átt að venjast. og að hann beiti þekkingu sinni á hinum margvíslegu. og á stundum huldu hliðum stjórnmál- anna, til að þjóðinni sé bjargað frá löngum óstjórnar- tímabilum eftir að þjóðkjörnir, pólitískir forvígis- menn hafa vikizt undan þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Náin kvn'ni forsetans af stjórnmálastarfinu í landinu og ekki sízt því fólki persónulega, sem þar hefur valizt til forystu. erákaflega mikilvægur kostur í fari og reynslu þess manns, sem nú verður valinn forseti íslands. Þessi hugleiðing er þó ekki gerð til að kasta rýrð á forvera hans á forsetastóli sakir frum- kvæðisleysis þeirra. Þeir hafa einfaldlega búið við önnur skilyrði í þjóðmálum en við höfum nú gert um skeið og ekki virðast munu breytast til hins betra á allra næstu tímum. Þess vegna er fólkið í landinu búið undir ný vinnubrögð á Bessastöðum og gerir raun- verulega þegjandi kröfu uni þau. En það er annað sem gæti horfl til breyttra vinnu- bragða hjá embætti forseta Islands og vert er að taka til umfjöllunar í þessu samhengi. Segja má að forsetar vorir hafi sctið á friðarstóli og lítt hafi spur/.t um athafnir þeirra ef frá eru taldar opinberar heimsóknir til erlendra kóngahúsa og starfsbræðra eða endur- gjaldsheimsóknir slikra að utan. Allt hefur þetla farið ákaflega vel fram og fulltrúar íslands verið hvarvetna til mikils sóma og stuðlað að mjög jákvæðri land- kynningu. Það er einmitt á þessu sviði sem forsetinn ætti að láta mun meira að sér kveða en tíðkazt hefur. Þá er ekki átt við að farið verði að snikja heimboð úr hinum aðskiljanlegu heimshlutum heldur að hér heima verði unnið sjálfstætt að skipulagi íslenzkra kynningar- og sölumála á erlendum vettvangi, þar sem forsetinn verði virkur aðili og þá að sjálfsögðu innan allra skynsamlegra marka að því er varðar virðingu liins háa embættis. En þá er Iíka vert að hafa í huga að okkur er alveg óhætt að slaka dálítið á böndum formfestunnar, sem forsetaembættið hefur verið í til þessa. Forseti. seni hefur góðan skilning á nauðsyn markaðskynningar og sölu íslenzkra út- flutningsafurða og teldi það hlutverk sitt að vinna með aðilum í útflutningsverzluninni að markaðsöflun og sölustarfsemi. væri gleðilegt tákn breyttra viðhorfa og nýrra tíma. Svíar hafa umgengizt konungdæmi sitt af mátulegri hógværð á undanförnum áratugum. Mér þótti mjög athyglisvert að sjá eitt af virtari blöðum Svíþjóðar fjalla um heimsókn Gústafs Adolfs, þáverandi Svía- konungs til Belgíu fyrir meira en tíu árum. Þá var gamli kóngurinn kvaddur í því blaði með áberandi fyrirsögn: „í söluferð fyrir Svíþjóð hf.“ Sænsk vöru- kynning í Belgíu var tilefni þessarar ferðar. Þátttaka þjóðhöfðingja annarra nágrannalanda í útflutnings- starfsemi þeirra er vel kunn af fréttum. Eins og sam- keppni í milliríkjaverzlun er nú háttað og þeirri við- kvæmu stöðu, sem íslenzkar útflutningsafurðir þurfa að búa við. væri íslenzku þjóðarbúi fengur í að fá á forsetastól þann frambjóðanda. sem gæti og vildi verða virkur sölumaður fyrir ísland hf. 74

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.