Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Page 7

Frjáls verslun - 01.07.1980, Page 7
\ sem gefin er út af Hagstofu Islands á þriggja mánaða fresti (er frá 1. júní 1828 stig). Þá er yfirleitt ekki um fyrirframgreiðslur að ræða eins og oft tíðkast varðandi útleigu íbúðarhúsnæðis, nema e.t.v. í formi vaxtalausra víxla. Loks skal þess getið, að algengast er, að leigumáli um atvinnuhúsnæði sé gerður til fremur langs tíma í senn, a.m.k. til nokkurra ára. Afgreiðslutími verzlana ( nóvember sl. boðaði Verzlunar- ráðið allstóran hóp félagsmanna til fundar um afgreiðslutíma stofnaria og fyrirtækja. Var meö fundarboði send almenn greinargerð um af- greiðslutíma fyrirtækja og stofn- ana, sem grundvöllur umræðna. Var rætt almennt um fyrirkomulag afgreiðslutíma, einkum banka, opinberra stofnana og verzlana og ræddar hugmyndir um samræm- ingu. Var skrifstofu ráðsins falið að vinna úr þessum hugmyndum og leggja fyrir næsta fund. Á þeim fundi voru samþykkt drög að ályktun um afgreiðslutíma fyrir- tækja og stofnana og settar fram hugmyndir um samræmingu. Voru drögin síðan lögð fyrir stjórn ráðs- ins til afgreiðslu. Niðurstaða stjórnar Verzlunarráðsins var sú, að óeðlilegt væri, að Verzlunarráð- ið, sem beitti sér fyrir frjálsræði í viðskiptum, setti fram ákveðnar forskriftir um afgreiðslutíma fyrir- tækja. (trekaði stjórnin stefnu ráðs- ins á þessu sviði en hún er: 1. Afgreiðslutími fyrirtækja á að vera frjáls. 2. Afgreiðslutímann er óeðlilegt að takmarka í kjarasamningum við stéttarfélög. 3. Geri bæjarfélag samþykktir um afgreiðslutíma sölubúða eiga þær einungis að miða að því að tryggja kyrrð í íbúðahverfum. Jafnframt beindi stjórnin því til skrifstofu ráðsins, að í komandi kjarasamningum yrði innan Kjara- ráðs verzlunarinnar lögð áherzla á að fjarlægja takmarkanir um af- greiðslutíma verzlana úr kjara- samningum við verzlunarmenn. Einnig var skrifstofunni falið að koma þessum sjónarmiðum Verzl- unarráðsins á framfæri við nefnd þá á vegum Reykjavíkurborgar, sem hefur reglur um afgreiðslutíma verzlana til endurskoðunar. Hefur hvort tveggja verið gert, en enn er óljóst um árangur. Hótel Borgarnes Hótel Ðorgarnes er tilvalið til funda- og ráðstefnuhalda. Hótel Borgarnes býður upp á 30 1. flokks gistiherbergi 1,2ja og 3ja manna. Hótel Ðorgarnes getur útvegað: Bátsferðir um Borgarfjörð og vestur með Mýrum. Golfaðstöðu - 9 hola golfvöllur. Lax- og silungsleyfi. Hesta til útreiða. Verið velkomin Hótel Borgarnes Borgarnesi — Sími (93) 7119 og 7219 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.