Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Side 10

Frjáls verslun - 01.01.1981, Side 10
R í mál við tölvu Nú virðist vera í uppsigl- ingu málshöfðun einstakl- ings á hendur fyrirtækis vegna tölvuunninna upplýs- inga. Hefur einstaklingur þessi orðið fyrir þeirri leiðu reynslu að vera neitað um afborgunarviðskipti í bygg- ingavöruverslun í Kópavogi á þeirri forsendu að hann eigi að baki vanskil og fjár- málaóreiðu og hafi verið úr- skurðaður gjaldþrota. Vís- aði verslunin til tölvuunn- inna upplýsinga um fjár- hagsstöðu og greiðsluör- yggi fyrirtækja og einstakl- inga, sem hún kaupir í áskrift. Umræddur einstakl- ingur kannast hvorki við vanskil né gjaldþrot, enda um að ræða húsmóður, sem sjaldan hefur verið skráð fyrir fjárskuldbindingum heimilisins. Nafn og nafn- númer í tölvuskránni kom hins vegar heim og saman við umræddan einstakling. Þessar upplýsingar hafa farið víða, því mörg fyrirtæki eru áskrifendur að þeim. Mun konan ekki sætta sig við slíka meðferð á röngum upplýsingum og hyggur á málshöfðun. Flugleiðamenn á foráttuvélum? Sumir flugmenn hjá Flug- leiðum hafa á undanförnum árum verið mjög yfirlýsinga- glaðir um flest öll mál sem snerta flug og flugrekstur. Hafa þeir oft komið öðrum mætum kollegum sínum í bobba með yfirlýsingagleð- inni. Fyrir um það bil ári síðan kvöddu flugmenn sér hljóðs í Tímanum og var tilefnið Twin Otter flugvélar, sem Arnarflug hugðist nota í innanlandsflugi. Fundu flugmenn Otternum flest til foráttu og töldu hann bein- línis hættulegan. Að sjálf- sögðu skein þar í gegn ótti um eiginn hagsmuni, þ.e. að Flugleiðir gripu til Twin Ottera Arnarfluqs til sparn- aðar á fáförnustu leiðunum. Nú bregður svo við að Flugleiðaflugmenn eru sjálfir farnir að fljúga Twin Otter Flugfélags Norður- lands á einstaka leiðum Flugleiða. Skyldu Flugleiðir greiða þeim áhættuþóknun? Birtir af Degi Þegar um þrengist hjá blöð- unum ætlar Dagur að stækka Meðan Reykjavíkurblöðin æmta og skræmta yfir slæmum fjárhag hlýtur það að verkja athygli að blaðið Dagur á Akureyri hyggur á enn frekari stækkun. Blaðið kemur nú tvisvar i viku í 8 síðna broti auk helgarblaðs einu sinni í mánuði. Nú aug- lýsir Dagur eftir vönum blaðamanni, ætlar að fjölga á ritstjórn um 50%, þ.e. úr 2 í 3 blaðamenn og gefa út 3 blöð í viku hverri. Ekki mun afráðið hvenær stækkunin fer fram. Dagur keypti eigi fyrir alls löngu eigið hús- næði og á auk þess ágæta blaðapressu sem er hjá POB þar sem vinnsla blaðsins fer fram. Það hefur heyrst nyrðra aö nú hafi Dagur í hyggju að slíta samstarfinu við POB og stofna eigin prentsmiðju, Prentsmiðju Dags, og aó þaö muni ger- ast alveg á næstunni. Dagur nýtur ekki ríkisstyrkja eins og sum Reykjavíkur blöðin, en stólar aðeins á áskrif- endur og lausasölu. Elías Snæland ritstjóri Tímans Nýlega kunngerði Jón Sigurðsson að hann muni hætta starfi sínu, sem rit- stjóri Tímans. Nú er verið að ganga frá ráðningu eftir- manns Jóns og mun það verða Elías Snæland Jóns- son, rítstjórnarfulltrúi á Vísi. Elías hefur um árabil verið potturinn og pannan í fréttaöflun Vísis og hefur reynst góð kjölfesta á óróa- tímum á ritstjórn blaösins. Margir blaðamenn hefðu viljað sjá Elías í ritstjórastól Vísis, en Elías er framsókn- armaður og er því ekki talinn eiga frekari framamöguleika á þvi blaði. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.