Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.01.1981, Qupperneq 10
R í mál við tölvu Nú virðist vera í uppsigl- ingu málshöfðun einstakl- ings á hendur fyrirtækis vegna tölvuunninna upplýs- inga. Hefur einstaklingur þessi orðið fyrir þeirri leiðu reynslu að vera neitað um afborgunarviðskipti í bygg- ingavöruverslun í Kópavogi á þeirri forsendu að hann eigi að baki vanskil og fjár- málaóreiðu og hafi verið úr- skurðaður gjaldþrota. Vís- aði verslunin til tölvuunn- inna upplýsinga um fjár- hagsstöðu og greiðsluör- yggi fyrirtækja og einstakl- inga, sem hún kaupir í áskrift. Umræddur einstakl- ingur kannast hvorki við vanskil né gjaldþrot, enda um að ræða húsmóður, sem sjaldan hefur verið skráð fyrir fjárskuldbindingum heimilisins. Nafn og nafn- númer í tölvuskránni kom hins vegar heim og saman við umræddan einstakling. Þessar upplýsingar hafa farið víða, því mörg fyrirtæki eru áskrifendur að þeim. Mun konan ekki sætta sig við slíka meðferð á röngum upplýsingum og hyggur á málshöfðun. Flugleiðamenn á foráttuvélum? Sumir flugmenn hjá Flug- leiðum hafa á undanförnum árum verið mjög yfirlýsinga- glaðir um flest öll mál sem snerta flug og flugrekstur. Hafa þeir oft komið öðrum mætum kollegum sínum í bobba með yfirlýsingagleð- inni. Fyrir um það bil ári síðan kvöddu flugmenn sér hljóðs í Tímanum og var tilefnið Twin Otter flugvélar, sem Arnarflug hugðist nota í innanlandsflugi. Fundu flugmenn Otternum flest til foráttu og töldu hann bein- línis hættulegan. Að sjálf- sögðu skein þar í gegn ótti um eiginn hagsmuni, þ.e. að Flugleiðir gripu til Twin Ottera Arnarfluqs til sparn- aðar á fáförnustu leiðunum. Nú bregður svo við að Flugleiðaflugmenn eru sjálfir farnir að fljúga Twin Otter Flugfélags Norður- lands á einstaka leiðum Flugleiða. Skyldu Flugleiðir greiða þeim áhættuþóknun? Birtir af Degi Þegar um þrengist hjá blöð- unum ætlar Dagur að stækka Meðan Reykjavíkurblöðin æmta og skræmta yfir slæmum fjárhag hlýtur það að verkja athygli að blaðið Dagur á Akureyri hyggur á enn frekari stækkun. Blaðið kemur nú tvisvar i viku í 8 síðna broti auk helgarblaðs einu sinni í mánuði. Nú aug- lýsir Dagur eftir vönum blaðamanni, ætlar að fjölga á ritstjórn um 50%, þ.e. úr 2 í 3 blaðamenn og gefa út 3 blöð í viku hverri. Ekki mun afráðið hvenær stækkunin fer fram. Dagur keypti eigi fyrir alls löngu eigið hús- næði og á auk þess ágæta blaðapressu sem er hjá POB þar sem vinnsla blaðsins fer fram. Það hefur heyrst nyrðra aö nú hafi Dagur í hyggju að slíta samstarfinu við POB og stofna eigin prentsmiðju, Prentsmiðju Dags, og aó þaö muni ger- ast alveg á næstunni. Dagur nýtur ekki ríkisstyrkja eins og sum Reykjavíkur blöðin, en stólar aðeins á áskrif- endur og lausasölu. Elías Snæland ritstjóri Tímans Nýlega kunngerði Jón Sigurðsson að hann muni hætta starfi sínu, sem rit- stjóri Tímans. Nú er verið að ganga frá ráðningu eftir- manns Jóns og mun það verða Elías Snæland Jóns- son, rítstjórnarfulltrúi á Vísi. Elías hefur um árabil verið potturinn og pannan í fréttaöflun Vísis og hefur reynst góð kjölfesta á óróa- tímum á ritstjórn blaösins. Margir blaðamenn hefðu viljað sjá Elías í ritstjórastól Vísis, en Elías er framsókn- armaður og er því ekki talinn eiga frekari framamöguleika á þvi blaði. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.