Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.01.1981, Qupperneq 29
óra með skatttekjur að vopni nú er, hætti fyrirtækið að vera baggi á skattborgurunum og það muni bjóða mun lægri tarmgjoia en bílarnir geta boðið. Þessi sókn Skipaútgerðarinnar sé því fyllilega réttlætanleg þjóðhagslega. Auk þess séu hinir miklu bílaflutningar baggi á þjóðfélaginu vegna óhæfilega mikils viðhalds á vegum af þeirra völdum. Þá munu neyt- endur einnig hagnast vegna lægra vöruverðs í kjölfar lægri flutnings- gjalds. • Bílarnir unnu á betri þjónustu Er skyggnst er inn í þróun flutn- ingamála hér innanlands undan- farin ár kemur í Ijós að áriö 1945, 15 árum eftir stofnun Skipaút- gerðarinnar, flutti hún liðlega 45 þús. tonn. Síðan lækkaði þessi tala nokkuð og náði ekki sama magni fyrr en 1977. í tillögum og greinargerð milli- þinganefndar um verðjöfnun vöruflutninga frá 1976, er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að bættar samgöngur á landi og í lofti, en mun minni framfarir í sjó- flutningum, svo sem í hraða og vörumeðferð, hafi aukið bíla- og flugflutningana á kostnað sjó- flutninganna. Bætt þjónusta þess- ara aðila, t.d. heimkeyrsla á vörum en um leið léleg aðstaða Skipaút- gerðarinnar til vörumóttöku, ráði þarna einnig nokkru um. • Opinber áróðursher- ferð gegn bílunum hefst Guðmundur Einarsson, núver- andi forstjóri Skipaútgerðarinnai sá um gagnaöflun og úrvinnslu fyrir nefndina og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að öll gjöld til hins opinbera af rekstri vöruflutninga- bíla nemi aðeins um þriðjungi at tilkostnaði hins opinbera við þá vegna vegagerðar og vegavið- halds. Loks vegna aukinna krafa flutningskaupenda um hraða og fljóta afgreiðslu, hneigist þeir til aö velja flutningatæki, sem fljótust eru í förum þótt dýrari séu en önnur. Leggur nefndin til að val flutn- ingatækja skuli vera almenningi frjálst, að svo miklu leyti, sem að- stæður leyfa. Samkeppni skuli vera á milli mismunandi flutninga- tækja við sem jöfnust skilyrði og flutningsgjöld séu í samræmi við raunverulegan kostnað hinna mismunandi flutningatækja. Tvö síðari atriðin virðast ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum nú. Ári seinna eða 1977 gaf Áætl- anadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins út ..Hugleiðingar um úr- bætur samgönguþjónustunnar á íslandi". Þar er leitað skýringa nú- verandi forstjóra Skipaútgerðar- innar á kostum hinna nýju skipa og komist að þeirri niðurstöðu að ef útgerðin fengi skipin (skip eins og Coaster Emmy) myndi það aug- Ijóslega létta svo mikið á flutning- um á vegakerfinu, að vegafé myndi nýtast mun betur vegna minna viðhalds. Eimskip: Huga ekki á frekari aukningu strandferða um vegauppbyggingu þunga í nokkur ár. Niðurstöður úr þeim rannsóknum eru nú notaðar víða um heim með aðlögun á hverj- um stað. Þær leiddu í Ijós að fólksbílar hafa nánast engin áhrif á niðurbrot vega. Síðar eru nagladekk komin til sög- unnar sem að sjálfsögðu hafa áhrif á yfirborðið. Miðað var út frá tíu tonna öxul- þunga, sem dreifðist á 4 hjól og kom þá í Ijós að niðurbrot jókst í mun hærra hlutfaili en viðbótar tonn við þann þunga. Miðað við að 10 tonn á öxli hafi hlutfallstöluna 1, er hún hlaupin upp í 12 við aðeins 2 tonna viðbót, en sé þunginn iækkaður niður í 5 tonn verður hlutfallstalan aðeins 0,13 en ekki 0,5, eins og væri ef tonn og hlutfallstala héldust í hendur. Með niðurbroti er hér átt við skemmdir á undirstöðum vega eða burðarlögum. Þótt engar nákvæmar rannsóknir liggi fyrir hérlendis, taldi Jón engan vafa á því að aukið afl bíla hefði áhrif til hins verra, sérstaklega þegar vegir væru lélegir. Qy) Eimskipafélag islands er eina skipafélagið í einkaeign hér, sem heldur uppi reglubundnum strand- ferðum. Eru það vikulegar ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar, með vikulegri viðkomu á ísafirði og við- komu aðra vikuna á Siglufirði og hina á Húsavík. Þessar ferðir hófust sl. haust, eða í þann mund sem félagið tók í notk- un nýja vöruskemmu og skrifstofu undir sama þaki á Akureyri. Áfram halda svo frystiskipin að sigla um- hverfis landið til að safna frystum fiski, en taka jafnframt aðra vöru í leiðinni og koma um leið með ýmsar vörur. Auk þess býður félagið svo uppá að flytja stóra farma erlendis frá beint á innlendar landsbyggðar- hafnir, svo og beint frá þeim og út. Nýja áætlunarferðin og aðstaðan á Akureyri þýða stóreflda þjónustu félagsins þangað, sem á áðumefnd- ar hafnir og hafa ýmsir séð þar fyrir- boða stórsóknar Eimskips í strand- siglingum. Af viðræðum við stjórnendur félagsins er þó Ijóst að frekari efling strandsiglinga er ekki fyrirhuguð, a.m.k. ekki í náinni framtíð. Með beinum tengslum millilandaflutn- inga sinna við strandferðina norður, telur félagið sig veita yfirgnæfandi meirihluta viðskiptavina sinna 1. flokks þjónustu þar sem varan sé í sömu höndum allt frá seljanda er- lendis og til kaupanda hér, og svo öfugt. Er það megininntak í stefnubreyt- ingu félagsins á síðasta ári: per- sónulegri þjónusta. Var í því sam- bandi tekin upp ný verkaskipting þannig að sami aðili innan fyrirtæk- isins sér um flutning vöru erlendis frá og til ákvörðunarstaðar hvar sem er á landinu, og öfugt. Rök Eimskips fyrir að efla áætlun- arstrandflutninga ekki frekar að sinni eru m.a. að miðað við kostnað af beinum siglingum til staða, þar sem þörfin er ekki nægileg, sé hag- kvæmara fyrir alla aðila að koma vörunni á áfangastað með samvinnu vörufiutningabíla, eigin frystiskipa, eða Skipaútgerðar ríkisins. Hin aukna þjónusta Eimskips byggir verulega á góðri samvinnu við vöru- flutningabílstjóra. 'fv 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.