Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 14

Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 14
ið,“ sagði Sigurður Daníelsson, framkvæmdastjóri Landssmiðj- unnar hf., i samtali við Frjálsa Verslun. Ákveðiö var aö byrja á að flytja alla starfsemi fyrirtækis- ins á tvær neðstu hæðir hússins, en áður voru i notkun fjórar hæðir alls. Verkstæði öll voru flutt á jarðhæð, en skrifstofur og lagerar á 1. hæð. Hluthafar unnu sjálfir að öllum flutningum og innréttingum utan vinnutima og er áætlað að i þá vinnu hafi farið minnst 6000 stundir. Lagerar voru sameinaðir og starfsfólki þannig fækkað, auk þess sem tölvuvæðing jók enn á sparnað i vinnuafli. Að sögn Sig- urðar var þaö erfið ákvörðun að segja upp starfsfólki, enda marg- ir þúnir að vinna hjá fyrirtækinu árum saman. „Það er vitaskuld sársaukafullt og ekki fallið til vin- sælda að taka slikar ákvaröanir, en við verðum að manna fyrir- tækiö eftir þeim verkefnum sem við höfum. Við getum ekki rekið fyrirtækið sem dvalarheimili," sagði Sigurður. Samfara breytingum á hús- næði var ráðist i að endurnýja tölvubúnaö fyrirtækisins. „Árið 1981 var keyptur tölvubúnaður fyrir fyrirtækið, en okkur þótti sýnt að hann væri orðinn úreltur og hentaði ekki starfsemi þessa nýja fyrirtækis eins og við höfð- Haukur Stefánsson verkfræöingur veitir tæknilega ráðgjöf í sölu- og markaösmálum. Þegar Frjals Verslun leit inn voru staddir hjá honum sovéskir viðskiptafulltrúar. Stjórn starfsmanna En hvernig skyldi nú ganga að láta 21 starfsmann fyrirtækis stjórna rekstri þess? Æösta vald i málefnum Landssmiðjunnar Þrír lagerar voru sameinaðir í einn og birgðabókhald sett í tölvu kerfi. Það er Hjalti Jóhannesson sem grúfir sig yfir bókhaldið. um hugsaö okkur hann,“ sagði Sigurður. „Því var ákveðið að kaupa nýjan hugbúnað og nýja tölvu, en það var tilbúið til af- greiðslu um byrjun desember- mánaðar sl. ár. Um áramótin var búið að færa inn stofnupplýsing- ar og prófa búnaðinn, svo að við gátum byrjaö að nota hann þegar í byrjun árs. Þess eru ekki dæmi hér að þetta sé gert á svona stuttum tíma, en það má þakka starfsfólki og dugnaöi þess að þetta tókst. Auk þess hentaði hugbúnaðurinn rekstrinum sér- staklega vel, svo ekki þurfti að gera á honum miklar breytingar." „Nú erfjárhags-, lager-, launa- og verkbókhald komið inn á þetta tölvukerfi. Þótt sparnaður hafi komiö fram i vinnuafli, er ekki sið- ur mikilvægt að nýting rekstrar- fjármuna eykst til muna með til- komu tölvuvæöingar. Útskrift reikninga er mun hraðari og hægt að gera verk upp jafnóðum. Þannig sparast dýrmætur biðtimi og vaxtakostnaður sem áður var þungur baggi á fyrirtækinu. Einn- ig er allt eftirlit með vörubirgðum betra, svo og stjórnun allra þátta rekstrarins." Eins og áður sagði voru rýmdar tvær efstu hæðir hússins við Sölvhólsgötu, samtals 1200 m2, og sparast viö það mikill leigu- kostnaður. Ennfremur var starfs- mönnum fækkað úr 65 í 53 að meöaltali. Öll þessi hagræöing hefur leitt til þess að hallarekstur fyrirtækisins hefur verið stöðvaö- ur. „Það er alveg Ijóst að þessa breytingar hefðu verið ófram- kvæmanlegar undir forsjá rikis- ins,“ sagði Sigurður. 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.