Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 19

Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 19
RIKISFYRIRTÆKI Sala Landssmiðjunnar hlýtur að vera hvatning til sölu fleiri ríkisfyrirtækja Landssmiöjan hf. er skólabók- ardæmi um hvaö getur gerst þegar ríkisfyrirtæki í almennum atvinnurekstri er selt einkaaöil- um. Framtakssamir og hug- myndarikir einstaklingar hafa gerbreytt rekstri fyrirtækisins og rekið burtu þann doöa sem einkennir atvinnurekstur í rikis- eign. Hallarekstur hefur verið stöövaöur og hafin er ný sókn til uppbyggingar. Sala Lands- smiðjunnar hlýtur aö vera hvatn- ing til frekari aögeröa í þessa veru. lönaöarráöherra, Sverrir Her- mannsson, hefur staðiö fremst i flokki i áformum um sölu ríkisfyr- irtækja, en litið sem ekkert hefur heyrst frá öörum ráðuneytum. Ekki eru öll rikisfyrirtæki undir umsjá iönaöarráöuneytisins og full ástæöa er til aögeröa i öörum málaflokkum. Hjá Halldóri J. Kristjánssyni, lögfræöingi í iðnaðarráðuneytinu, fengust upplýsingar um áætlanir ráðuneytisins og þaö sem þegar hefur veriö gert i breytingum á aðild ríkisins i atvinnurekstri. Hér fer á eftir listi yfir helstu aögeröir á þessu sviöi undanfarin tvö ár og áætlanir ráöuneytisins. Siglósíld var seld i hendur einkaaöilum, sem tóku við rekstri fyrirtækisins frá og með 1. janúar 1984. Um mitt ár 1984 voru seld öll hlutabréf ríkisisins i Iðnaöar- bankanum, alls 27% allra hluta- bréfai bankanum. Þann 1. janúar 1985 tóku starfsmenn Landssmiöjunnar viö rekstri hennar meö þeim breyt- ingum og árangri sem lýst er ann- ars staðar i blaðinu. Nýlega var búnaöur Raf- magnsveitna ríkisins á Suöur- nesjum seldurtil Hitaveitu Suöur- nesja. Orkudreifing á þvi svæöi er þvi aö öllu leyti komin i hendur heimamanna sjálfra. Nú standa yfir samningavið- ræöur um Þörungavinnsluna. Samningsaöilareru rikisvaldið og heimamenn, sem hyggjast kaupa verksmiðjuna ellegar taka hana á leigu. Eins og kunnugt er fara nú fram viðræður um sölu Kröfluvirkjunar i hendur Landsvirkjun. Ekki er niöurstaöa komin úr þeim viö- ræöum enn. Á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins fara fram viöræður um stofnun hlutfélagsins Jarðboranir hf., sem taka eiga viö eignum Jarðborana ríkisins. Fyrirhug- aö er aö selja hlutafé rikisins í fyr- irtækinu þegar þaö hefur veriö sett á laggirnar. Þá var lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um aö breyta Sem- entsverksmiðjunni i hlutafélag, en frumvarpið var fellt eins og kunnugt er. Margvísleg rök mæla meö því aö rikisfyrirtækjum sé breytt i hlutafélög sem yröu aö lúta sömu lögum og önnur hluta- félög i landinu. Uppi eru svipuð áform varöandi rikisprentsmiðjuna Gutenberg, þ.e. aö breyta henni i hlutfélag og selja hluta hlutabréfa i rikiseign aö því loknu. Nú stendur yfir athugun á end- urskipulagningu Jarövarma- veitna ríkisins, en of snemmt er enn aö spá um niðurstöður. Vitaö er aö fyrirtækiö er illa statt fjár- hagslega og nema heildarskuldir þess nú um150 milljónum króna. Tvö atvinnufyrirtæki eru aö stærstum hluta i eigu Fram- kvæmdasjóös íslands, en þaö eru Álafoss hf. og Norðurstjarnan hf. i Hafnarfirði. Aö sögn Guðmundar Malmquist, lögfræöings Fram- kvæmdasjóös, hefur veriö veitt heimild til sölu allt að 20% hluta- bréfa i Álafossi. Starfsmenn eru aö einhverju leyti byrjaöir aö kaupa sig inn i félagið, þótt i litlum mæli se enn sem komiö er. Á síöasta aöalfundi Noröur- stjörnunnar var samþykkt aö afnema höft á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Nú er verið að ganga endanlega frá hlutabréfunum, sem gætu farið á almennan hlutabréfamarkað aö fengnu leyfi stjórnar Framkvæmdasjóös. Sjóöurinn á 65% hlutabréfa í fyr- irtækinu, en rikiö beint um 25%. I sumar voru sett á Alþingi ný lög um Framkvæmdasjóð islands og ekki er búið aö skipa nýja stjórn eftir setningu þeirra laga. Þegar þaö hefur veriö gert má búast við hreyfingu á málinu. 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.