Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 32

Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 32
en menn gera sér í hugarlund áðuren á reynir." STARFRÆKSLA ÁL- BRÆÐSLUNNAR í STRAUMSVÍK Ragnar var inntur eftir fyrstu árum ÍSAL. „Vegna góðrar starfsþjálfunar starfsmanna var furðu lítið um byrjunarerfiðleika í framleiðslunni en óneitanlega hefur gengið á ýmsu i 16 ára rekstri fyrirtækisins. Það sem geröi okkur hvað erfiðast fyrir var sölutregða á markaðnum ásamt verðsveiflum árin 1971, 1975 og nú síðast 1983 og orkuskömmt- un var samfleytt i fjögur ár 1979-1982, sem leiddi til sam- dráttar i framleiðslu. Þá höfum viö lent i þvi að súrálið, aðal hráefnið passaði ekki fyrir hreinsitækin og forskaut, hitt aðal hráefnið, reyndust blaut á timabili og gerðu okkur erfitt fyrir. Þegar hreinsi- tækin voru sett upp þurfti að um- þyggja verksmiðjuna án þess að framleiðslan væri stöðvuð, en þvi fylgdu nýir framleiðsluhættir með tilheyrandi röskun. Hins vegar hefur strarfsfólk ÍSAL alltaf getað unnið bug á erfiðleikunum og er rekstur ÍSAL undanfarin misseri einn sá besti i sögu fyrirtækisins. Þegar talað er um þróun mála er ekki hægt að líta framhjá því að sveiflur hafa verið mun meiri á álmarkaöinum en gert var ráö fyr- ir i upphafi. Við erum til að mynda i mikilli verðlægð um þessar mundir. Siðustu árin hefur verið unnið ötullega að því að lægja öldur vegna deilumála og samn- ingar hafa tekist við islensk stjórnvöld um öll deilumál aðila, nú síöast „skattamálin" svoköll- uðu, þannig að framtiöin ætti að geta verið þjört." ÞEIR STÓRU RÁÐA EKKI LENGUR MÖRK- UÐUNUM Varðandi markað fyrir ál sagði Ragnar að mikil þreyting hefði orðið á seinni árum. „Nú er stað- an þannig að „Hinir sex stóru“ sem um langt áraþil réöu mark- aönum að miklu leyti, þar á meöal Alusuisse ráða honum einfald- lega ekki lengur, heldur fyrirtæki sem starfa i krafti rikisrekstrar og styrkja á kostnað skattborgar- anna. Slikt hefur auðvitað gríðar- lega mikið að segja um afkomu álfyrirtækjanna. Verðsveiflur hafa verið mjög miklar og má i þvi sambandi nefna að álverð á heimsmarkaði hefur sveiflast til um nær helming á fáum árum. Var hæst um 1.700 dollarar fyrir tonnið en lægst eitthvað um 800-900 dollarar.“ BATNANDIREKSTUR ÍSAL ISAL hefur átt við mikla rekstr- arerfiðleika að stríða á liðnum árum eins og önnur álfyrirtæki í einkarekstri. Ragnar var spurður um stöðuna nú. „Þvi er ekki að neita, að reksturinn á árunum upp úr 1980 og fram undir síð- asta ár gekk mjög erfiðlega vegna sílækkandi markaðsverð 32

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.