Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 33

Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 33
erlendis og vinnudeilna hér heima. Hins vegar tókst að snúa dæminu viö á síðasta ári. Það má segja að reksturinn hafi verið stöðugt upp á við eftir að vinnu- deilum lauk i ársbyrjum 1984. Þegar upp var staðið um mitt þetta ár var tæknilegur rekstur hjá ÍSAL sá besti af Alusuisse- álbræðslunum, sem er óneitan- lega ánægjuleg staðreynd. Betur má hins vegar ef duga skal þvi ágóði og tap ráðast af markaös- aðstæðum. Hvorki Alusuisse né ÍSAL ráða við þær. Tæknikunn- átta og þekking eru þvi ekki ein- hlit.“ Á árinu 1984 voru framleidd um 82.400 tonn af fljótandi áli i kerskálum ÍSAL, en það er um 94% af afkastagetu fyrirtækisins. Þá má geta þess aö 7.nóvemþer á síðasta ári var haldið upp á framleiðslu milljónasta áltonns- ins. Steypuskálinn framleiddi um 43.800 tonn af hleifum og um 36.600 tonn af börrum eða sam- tals um 80.400 tonn af fram- leiðslu til sölu. Heildarsala ÍSAL á siðasta ári nam um 78.800 tonn- um. Skipað var út um 79.900 tonnum, þar af voru 73.7% flutt til EBE landa, 24.7% til EFTA landa og 1.6% til annarra landa. Vergar sölutekjur af þessari framleiðslu námu i islenskum krónum um 3.558 milljónum. Hvaö afkomuna almennt varð- ar þá sýndi rekstrarreikningur fyrir árið 1984 tap upp á liðlega 191 milljónir króna. Afskriftir námu liðlega 509 milljónum króna, en heildarlaunakostnaður ÍSAL nam tæpum 398 milljónum króna. i þvi sambandi má geta þess að heildarfjöldi starfsmanna i árslok var 597, þar af 108 við stjórnun og skrifstofustörf, 462 fastráðnir i verksmiðju, 4 nemar og 23 ráðnir tímabundiö. Á sumr- in eru svo ráðnir um 100 manns i afleysingar." STÆKKUN í FRAMTÍÐ- INNI Um framtiðaráform ÍSAL sagði Ragnar. „Ríkisstjórnin og Alu- suisse eru sammála um að æski- legt sé að stækka fyrirtækiö i áföngum um allt að helming. Landsvirkjun þarf nýjan við- skiptavin með tilkomu Blöndu- virkjunar og siðar Fljótsdalsvirkj- unar. Það er hægt að fá mun hagkvæmari rekstur hér i Straumsvik með stærri fram- leiðslueiningu en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir varð- andi tímasetningu stækkunar. Aöalfjárfestingin myndi liggja i fleiri kerskálum, þar sem mest að af annarri aðstöðu er þegar til reiðu. Ég geri mér fyllstu vonir að þessi mál verði farsællega til lykta leidd á næstu árum.“ ÁHUGAMAÐURUM STJÓRNUN Ragnar er löngu kunnur fyrir áhuga sinn á stjórnun. Hann hef- ur veriö mjög virkur i starfi Stjórn- unarfélags íslands og var for- maður félagsins um árabil, eins og áður sagði. Þvi þótti okkur við- eigandi aö spyrja Ragnar hver væri hans stjórnunarstíll. „Ég er nú sjálfsagt ekki besti maðurinn til að dæma um eigin stjórnunar- stil. Samstarfsmenn minir eru betur færir um það. Ég er þeirrar skoðunar að dreifa beri valdi og ábyrgð, enda hefur slikt verið gert hjá ÍSAL. Forstjórar fyrir- tækja ekki síst stærri fyrirtækja hvorki eiga né geta verið að vas- ast i daglegum verkefnum. Hlut- verk þeirra er fyrst og fremst að hafa yfirsýn yfir reksturinn og sinna framtiðarmálum fyrirtækj- anna. Þetta þýðir ekki að ég komi ekki nálægt daglegum rekstri fyr- irtækisins. Ég vil hins vegar að samstarfsmenn minir taki eigin ákvarðanir i sem flestum mál- um,“ sagði Ragnar. SÓTTI MÖRG NÁM- SKEIÐ i samtalinu við Ragnar kom fram að hann hefur sótt mikinn fjölda námskeiða i stórnun. „Ég tel það mjög hollt og gott fyrir menn að sækja námskeið og ráðstefnur um stjórnunarmál. Þar endurnýjast þekking manna og þeir læra meira, að minnsta kosti þar sem þeir kynnast öðrum stjórnendum, fræðast um vanda- mál þeirra og skiptast á reynslu. Það má segja um stjórnun eins og svo margt annað, að svo lengi lærir sem lifir. Reyndar hefur orð- ið talsvert mikil breyting á stjórn- unarháttum í gegnum tíðina. Ólikt er að horfa á stjórnun á islensk- um fyrirtækjum nú á timum eða fyrir 20-30 árum. Nú hafa verið teknir upp mun nýtiskulegri stjórnunarhættir samfara mjög bættri menntun stjórnenda. í þessu sambandi hefur Stjórnun- arfélag Islands verið leiðandi aðili og býður stöðugt upp á fjölbreytt- ari námskeið fyrir stjórnendur fyr- irtækja, bæði i tækni, sálfræði, tungumálakunnáttu og tölvu- notkun og tölvutækni. Þá hefur orðið sú hugarfars- breyting hjá stjórnendum á Is- landi á liönum árum, aö þeir telja eðlilegt og heppilegt að sækja sjálfir námskeið i stjórnun. Fyrr á árum var litið á það sem sjálf- sagðan hlut að forsvarsmenn fyr- irtækja væru nánast fæddir til að stjórna. Meginástæðan fyrir því aö stjórnun íslenskra fyrirtækja var mjög ábótavant mjög viða er sú, að forsvarsmönnum fyrirtækj- anna var hreinlega gert ókleift að beita nýtisku stjórnunaraðferð- um. Viö höfum búið við ýmis kon- ar viðskiptahöft, sviptingar i gengismálum, kollsteypur á vinnumarkaði og ýmislegt annað, sem hefur komið í veg fyrir eðli- legan framgang í fyrirtækjum. Á þessu hefur reyndar orðið veru- leg breyting á síðustu mánuðum og misserum. Tekist hefur að halda verðbólgunni nokkuð i skefjum og liðkað hefur verið til fyrir atvinnurekstri á ýmsum svið- um. Menn geta loks gert áætlanir, sem gera má ráð fyrir að standist eftir kannski sex mánuði. Þegar verst lét voru áætlanir stjórnenda í raun ónýtar áður en tókst að koma þeim á blað. Ég tel að is- lenskir stjórnendur hafi sýnt það og sannað á siðustu misserum að þeireru starfi sinu vaxnir.“ SAMKEPPNIN HEFUR SKILAÐSÉR „Aukin samkeppni hefur skilað árangri hjá íslenskum fyrirtækj- 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.