Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.06.1985, Qupperneq 40
bein áhrif og völd stjórnmála- manna á starfsemi ríkisbankanna i gegnum bankaráöin? Meöan ríkisviðskiptabankar eru starfræktir verður eigandi þeirra — ríkisvaldið — að setja þeim stjórn. Þetta er sama skipan mála og gildir um aðrar ríkisstofn- anir. Við óbreyttar aðstæður hljóta þvi stjórnmálamenn að hafa með einum eða öðrum hætti áhrif á starfsemi viðskiptabanka. Miðaö við þessar aðstæður þekki ég ekki nokkra raunhæfa leið til að „losa um bein áhrif og völd stjórnmálamanna i gegnum bankaráðin" eins og þú orðar spurningu þina. Hverjar telur þú veigamestu breytingarnar sem lögin hafa í för með sér? Veigamestu breytingarnar hafa einkum tvíþætt markmið. Annars vegar fel þær i sér aukið frjáls- ræði og jöfnun starfsskilyrða. Þróun bankakerfisins mun þvi í framtíöinni ráöast af samkeppni bankanna en ekki sértækum leyf- isveitingum stjórnvalda. Hins vegar er stefnt aö hertu aðhaldi með bankarekstri og auknu ör- yggi fyrir sparifjáreigendur. Fyrrnefnda markmiðið kemur glöggt fram í þeirri breytingu að steypa lögum um viöskiptabanka saman í einn lagabálk og sam- ræma mjög verulega allar starfs- heimildir þeirra. Heimilt verður að stofna hlutafélagsbanka sam- kvæmt almennum reglum og án sérstakrar lagasetningar eins og nú tiðkast. Erlendir bankar munu geta opnað umboðsskrifstofur hér á landi. Stofnun útibúa veröur ekki háð leyfi stjórnvalda eins og nú er. Lögin miða við að frjálsræði í vaxtamálum verði fest i sessi. Loks mætti nefna merk nýmæli sem veitir viðskiptabönkum heimild til að eiga hlut i almenn- ingshlutafélögum. Aö vísu eru þessari heimild settar þröngar skorður í lögunum vegna öryggis- sjónarmiða en það er þó gert með þeim hætti aö viðskiptabankarnir ættu að geta orðiö fjármagns- frekum áhætturekstri i landinu mikil lyftistöng. Hitt markmiðið sem ég vék að áðan er aukið aðhald í banka- rekstri og öryggi sparifjáreig- enda. Það verður betur tryggt en nokkru sinni áður. Lögin hafa aö geyma ákvæði um lágmark eigin fjár viðskiptabanka svo og um stofnun Tryggingarsjóðs við- skiptabanka sem hefur það markmið að tryggja full skil á inn- lánsfé þegar skipta ber búi við- skiptabanka vegna þess að eign- ir hans nægja ekki fyrir skuldum. Þá er gert ráð fyrir að bókfært verð fasteigna sem banki notar til starfsemi sinnar megi ekki nema hærri fjárhæð en 65% af eigin fé bankans. Einnig er gert ráð fyrir að hvert bankaráö setji viöskipta- banka reglur um lánveitingar sem hafa það markmið aö tryggja dreifingu útlánaáhættu. Loks munu allir bankarnir lúta sömu reglum um gerð ársreiknings. Stendur til að leggja fram frum- varp til Seðlabankalaga i haust og er samstaöa um að þau kom- ist í gegn fyrir áramót? Já, frumvarp til laga um Seðla- banka íslands verður lagt fram strax og þing kemur saman i haust. Þingmenn hafa nú haft góðan tima til að kynna sér efni þeirra frumvarpsdraga sem fyrir liggja og ég vænti þess aö frum- varpið fái bæði skjóta og vandaöa meðferð á Alþingi. Er á dagskrá að leggja fram til- lögur um sölu rikisbankanna? Hverjar telurðu líkurnar á að slík- ar hugmyndir nái fram að ganga? Það er á dagskrá að leggja fram tillögur um fækkun og sam- einingu viðskiptabanka. Annaö get ég ekki sagt á þessu stigi. Það verður hins vegar að telja möguleika á að slikar tillögur nái fram að ganga. Annars væri þetta starf varla i gangi. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.