Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 41

Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 41
STOFNANIR Vil gjaman auka hin erlendu samskipti — segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjdri Hagstofa íslands er til húsa í Alþýðuhúsinu í Reykjavík og hefur þar til afnota þrjár hæðir fyrir starfsemi sína. Hún var stofnsett árið 1914 og hafa aöeins þrír menn gegnt starfi hagstofustjóra á þessum rúmu 70 árum. Núverandi hagstofu- stjóri er Hallgrímur Snorrason og tók hann við starfinu um síð- ustu áramót. Hagstofan hefur oft verið álitin einn allsherjar talna- banki, þar sé safnað nánast öllu sem megi koma tölvum yfir, allt geymt vel og engu hent. Það er rétt svo langt sem þaö nær, en þar gerist líka sitthvað fleira. Hallgrímur Snorrason féllst fúslega á að greina frá starfsemi Hagstofunnar og segir hann meginverkefnin vera þessi: „Starfsemi Hagstofunnar má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar er færsla þriggja stórra skráa: Þjóðskrár, fyrirtækja- skrár og nemendaskrár og hins vegar er það almenn vinna með hagtölur hvers konar í mjög víöri merkingu og þar eru verkefnin mýmörg? Margar skrár Hallgrimur er beðinn að lýsa nánarþessum verkefnum: „Þjóðskráin er eiginlega safn margra skráa. Hún hefur að geyma nöfn allra þeirra sem hér eru búsettir og líka islendinga er- lendis ásamt ýmsum upplýsing- um um fólkið svo sem búsetu, þ.e. aðsetur og lögheimili, fæð- ingardag, hjúskaparstétt og trúfélag og ríkisfang. Við flutning 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.