Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 42

Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 42
af landinu eöa andlát fellur fólk af íbúaskrá en þjóöskráin geymir þó áfram upplýsingar um menn. Þaö var byrjaö á þjóöskránni áriö 1952 eftir sérstakt manntal." Hver er megintilgangur þjóö- skrár? „Aðaltilgangur hennar er aö stjórnvöld geti notaö hana sem stjórntæki og grunn til að leggja á skatta og innheimta ýmis gjöld til samfélagsins, einnig má nefna greiöslu almannatrygginga. Stofnanir rikisins sem annast þessa málaflokka hafa sínar eig- in skrár er byggja á þjóöskránni. Þjóöskráin er m.a. undirstaða kjörskráa. I þjóöskrá eru ekki aðrar upplýsingar en þær sem minnst er mögulegt aö komast af meö í þessum tilgangi og vissu- lega ber aö fara mjög varlega í alla upplýsingasöfnun af þessum toga. Fyrirrennari minn í þessu starfi hélt vel á þessum málum og af varkárni og hér hefur þess ver- iö gætt aö beita þessu tæki meö varúð.“ Geymir þjóöskráin nokkur viökvæm mál? „I raun geymir hún aöeins hinar opinberu upplýsingar sem auö- velt er aö afla, þ.e. um búsetu og aldur, hjúskaparstétt og þess háttar. Kannski finnst mönnum viökvæmt og óþarft aö hafa þarna upplýsingar um trúfélög, en þaö er hins vegar nauðsynlegt vegna innheimtu sóknargjalda. Þaö er þvi naumast um leyndar- mál aö ræða aö minu viti, en samt er ekki ástæöa til aö flíka þess- um upplýsingum." Tölvunefndin „Fyrir utan opinberar stofnanir sem þurfa að hafa þessar fram- angreindu upplýsingar á reiðum höndum hafa liknarfélög og ýmis samtök fengiö leyfi til aö fá nafnalista til fjöldadreifinga, en ekki hefur veriö leyft aö aðilar fengju slíka lista i auglýsinga- skyni. Þá má nefna aö fyrir utan þessi atriði er þjóöskránni oft beitt til aö ná úrtaki t.d. vegna skoðana- kannana og hefur Hagvangur t.d. fengið slíkt úrtak og til er einnig aö félög fái aö keyra nafnalista sína saman viö þjóöskrána til aö leiðrétta heimilisföng Eftir aö tölvunefndin svokallaöa tók til starfa eftir lögunum um kerfis- bundna skráningu um einkamál- efni var notkun þjóöskrár í ýms- um tilfellum háö leyfum nefndar- innar og Hagstofan hefur leitaö mjög til hennar um spurningar varöandi þessi atriði enda tel ég mjög gott og nauðsynlegt aö hafa slíkan aöila til aö ráöfæra sig viö. Fyrirtækjaskráin er á sama hátt notuð til opinberra stjórn- sýsluþarfa t.d. vegna skattamála og hún nær yfir félög, stofnanir og fyrirtæki í hinum ýmsu atvinnu- greinum. Siöan er nemendaskrá. Hún tekur til allra nemenda frá síö- asta vetri grunnskóla og út allt skólakerfið, endar á háskóla. Þar er skráö hvar nemendur eru staddir i námi og var byrjað á þessari skráningu veturinn 1966 til 1967. Meö þessari skrá geta menntamálayfirvöld áttaö sig betur á þörfum skólakerfisins og 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.