Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 45

Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 45
REKSTRARVANDI Frá áramdtum hafa borist 10 beiðnir um greiðslustöðvun Þaö sem af er árinu hafa verið lagðar inn 10 beiðnir um greiöslustöðvanir hjá Borgar- fógetaembættinu í Reykjavík. Árið 1984 voru beiönirnar alls 13 og 20 talsins árið 1983. Ekki má þó draga þá ályktun af þessum tölum aö um umtals- verða aukningu sé aö ræða frá fyrra ári. Samkvæmt upplýsing- um Borgarfógetaembættisins voru beiðnir um greiöslustöðvun orönar 11 eftir fyrstu sex mánuði síðasta árs, en einungis tvær beiðnir bárust seinni hluta árs- ins. Þannig hefur beiönunum fækkað um eina fyrstu sex mán- uði þessa árs miðað við fyrri helming síðasta árs. Engin rök- rétt skýring hefur fundist á því hvers vegna svo miklu fleiri beiðnir berast á fyrra helmingi árs, en ekkert bendir til þess að málum verði öðruvísi háttað nú. Eins og áður sagði hafa borist 10 umsóknir um greiðslustöðvun á þessu ári. Tvær þeirra voru beiðnir um framlengingu, en aðeins hafa verið samþykktar 6 nýjargreiðslustöðvanir. Einni um- sókn var hafnað, en ein var dregin til baka áður en til þingfestingar kom. Þess ber að gæta í þessu sambandi að af 6 nýjum greiðslu- stöðvunum eru þrjár hjá sama fyrirtækinu. Gjaldþrotalög kveða á um til- gang og tilhögun greiðslustöðv- ana. Þar segir meðal annars að skuldara sé óskylt og óheimilt að greiða skuld á meðan á greiöslu- stöðvun stendur og ekki skal hann stofna til verulegra skuld- bindinga á timabilinu sem breyta TOLVU- OG FJARSKIPTA BÚNAÐUR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.