Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 52

Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 52
____________ÞJÓNUSTA___________ Skrefatalningin hefur ekki bieytt símnotkun landsmanna Skrefatalning var tekin upp hjá Pósti og síma í nóvember áriö 1981 og eflaust muna les- endur eftir þeim miklu umræö- um sem uröu um þaö leyti. Marg- ir fundu henni allt til foráttu, töldu að þá væri stofnunin að lækka langlínusímagjöld á kostnaö símagjalda innan svæöa. En skrefatalningin komst á og þegar frá leiö féll hún i gleymsku. Hefur naumast verið talaö um hana síöan. En hvaöa áhrif hefur hún haft? Er hægt aö mæla þaö og meta? í raun er það erfitt, en hægt er þó aö líta á ýmsar tölur um síma- notkun og gjöld fyrir og eftir breytingu. Mikill munur Forráöamenn Pósts og síma segja aö skrefatalningin hafi ver- iö ákveðin þar sem stjórnvöld hafi viljað minnka þann mun er ríkti milli verös á staðarsímtölum og langlínusimtölum. Hægt var ann- aö hvort aö hækka verö á hverju skrefi jafnframt því að lengja langlinuskref eöa hækka síma- gjöld innan svæöis meö skrefa- talningu. Áöur en skreftalning var tekin upp kostaði 41 eyri á verðlagi þess tima aö tala innan þéttþýlis í 30 minútur aö degi til og 92,66 kr. aö tala í 30 mínútur á dýrasta langlinutaxta. Þrjátíu mínútna langlinusamtal var meö öörum orðum 225 sinnum dýrara en símtaliö innan svæöis. Eftir skrefatalningu hefur þessi munur minnkaö nokkuö: Staðarsímtal í 30 mínútur kostar nú kr. 7,20 á dagtaxta og dýrasta langlínu- símtaliö kostarkr. 181,20. Munur- inn er þvi 25-faldur í dag. Spyrja má hvort slíkur munur eins og hann var fyrir breytingu hafi veriö eðlilegur. Einnig má spyrja hvort réttlæti hafi verið í því aö á einu svæöi var hægt aö hringja í einn staö og tala allan daginn fyrir 41 eyri, en á öörum staö kostaði slikt margfalt meira, mörg hundruö sinnum meira? Litlar breytingar Heildarfjöldi skrefa breytist lítið fyrsta áriö eftir aö skrefatalningin vartekin upp. Áriö 1981 varheild- arfjöldi skrefa (símtöl til útlanda meðtalin) 528 milljónir og áriö 1982 urðu þau 522 milljónir sem er nærri 1% aukning. Séu aðeins talin simtöl innanlands varö þró- unin sú aö skrefafjöldinn minnk- aöi um 5,5%. Virðast menn þvi hafa haft á sér nokkurn hemil í simanotkun. Áriö 1983 er heildar- fjöldi skrefa orðinn 604 milljónir eöa 13,3% aukning frá fyrra ári og til ársins 1984 er aukningin 8,1 %. Á þessum fjórum árum hefur skrefafjöldinn aukist um 23,7%. Fjöldi umframskrefa hefur aukist heldur meira þessi árin eöa um 31,9% frá 1981 til 1984 og sé aðeins litið á umframskrefin inn- anlands er aukningin 14,2% í heildina. Fyrst fækkaöi umfram- skrefum verulega, en fjölgaöi svo aö sama skapi aftur á ööru ári eft- ir aö skrefatalningin var tekin upp. Svo sem fyrr er greint er erfitt aö sjá bein áhrif skrefatalningar. Hún hlýtur þó aö hafa leitt til þess aö verö á langlinusímtölum hefur hækkaö minna en ella. Hún hlýtur einnig aö hafa leitt til þess aö simtöl í þéttbýli hafa hækkaö og 52

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.