Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 53

Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 53
ar þetta af minni tilkostnaði og auknum viðskiptum og var talið rétt að láta neytendur njóta lækk- unar strax i stað þess að safna í sjóði. Nýta má skrefakvótann ísímtölum til útlanda Utlönd I lokin má siðan hnýta með nokkrum upplýsingum um simtöl til útlanda. Þar hefur minútum fjölgað gifurlega (sjá yfirlit), ekki sist vegna þess hversu þægilegt er orðið aö hringja milli landa. í langflestum tilfellum er hægt að hringja sjálfvirkt og með auknum aö simagjöldin eru í heild jafnari en áður var. Enn i dag er munur- inn samt allt að 25-faldur og simakostnaður á gjaldsvæðunum fjórum er i dag nokkuð í beinu hlutfalli viðfjarlægðir. Hins vegar eru þessi áhrif i þéttbýli kannski minni en sýnast i fljótu bragði. Áður var hægt að hringja eitt simtal fyrir 41 eyri og tala allan daginn fyrir þaö verð. Trúlega eru ekki mörg simtöl af þeirri lengd. Dagtaxtinn i dag í þéttbýli er að meðaltali kr. 1,80 fyrir þriggja minútna simtal, en skrefið er 6 minútur og kostar kr. 1,20. Gera má ráð fyrir að flest símtöl standi ekki mjög margar mínúturog því ætti skrefatalning- in ekki að hafa mikil áhrif i slíkum tilfellum. Verölækkun I leiðinni má minnast á að ný- lega voru simagjöld lækkuð. Af- notagjald lækkaði úr kr. 575 í 530 fyrir ársfjóröunginn og skrefið úr 1,35 i 1,20 kr. Meðaltalslækkun simagjalda er milli 7 og 8%. Staf- samskiptum og betri þjónustu eykst notkunin. Þannig töluðum við árið 1981 i alls 3,5 milljónir minútna til útlanda (bæði hand- virk og sjálfvirk afgreiðsla) og var minútufjöldinn orðinn nærri 5 mill- jónir áriö eftir og 7,35 milljónir áriö 1984. Aukningin er 109,52% frá 1981. Eru þetta kringum 700 þúsund mínútur á mánuði sem fara i simtöl til útlanda. Veröið er mjög misjafnt. Minútan til Norður- landanna kostar kr. 34 eða kr. 37 til Finnlands. Til Bretlands kostar hún kr. 39 og kr. 45 til Þýska- lands og ýmissa landa i Mið- Evrópu og kr. 50 til Spánar og Portúgals svo dæmi séu tekin. Til Bandaríkjanna, Kanada og Grænlands kostar mínútan kr. 82, kr. 98 til Ástralíu og kr. 128 til Asiu- og Afrikulanda. Vekja má athygli á því að noti simnotendur ekki skrefakvótann nýtist hann m.a. i simtölum til út- landa, þannig að hugsanlegt er að þeir sem litið hringja geti hringt til útlanda fyrir lítið sem ekkert aukagjald. Verð á símtölum milli landa hefur farið lækkandi. 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.