Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.06.1985, Qupperneq 59
Frjáist framtak hefur nú um árabil átt aðild aö samtökum ,tímaritaútgefenda í Banda- ríkjunum. Tilgangurinn með þvi er fyrst og fremst sá aö fá upplýsingar en eins og flest- um mun kunnugt er bandarísk tímaritaútgáfa mjög öflug og fjölskrúðug og á vegum samtaka þeirra fara árlega fram mjög umfangsmiklar og athyglisveröar markaðsrann- sóknir. Þótt íslenskur tímaritamarkaður eigi ef til vill frekar samsvörun í markaönum í Evrópu og þó kannski serstaklega á Norðurlöndum þá veröur þvi ekki á móti mælt aö þegar á meginlínuna er litið gilda sömu lögmálin hvar sem er og því má a.m.k. að hluta heimfæra þær niðurstöður og staðreyndir sem fengist hafa í rannsóknum úgefendanna í Bandaríkjunum á markaöinn á íslandi. Tímaritaútgáfa hefur hvarvetna veriö í mikilli sókn á undanförnum hálfum öðrum áratug. Á þessum tíma hafa lestrarvenjur fólks breyst. Það sem athyglisvert er að rannsóknir leiða ótvírætt í Ijós að lestur minnkar ekki þrátt fyrir mjög mikið framboð annarra fjölmiöla s.s. hljóövarps og sjónvarps. Bókin heldur velli og vel það, dagblaðalestur virðist svipaður frá ári til árs en aðalaukn- ing lesturs hefur verið í tímaritum og þá ekki síst i sérhæfðum ritum. Fólk notar slík rit í vaxandi mæli til þess að fylgjast með á sínu atvinnusviði og til endurmenntunar. Þá sækir fólk afþreyingu til tímaritanna, kjósa að lesa fremur stuttar og myndskreyttar greinar enda Ijóst að samspil mynda og texta gegnir nú vaxandi hlutverki í fjölmiðlun og lestri. Varöandi útbreiðslu og lestur tímaritanna bera allar kannanir að sama brunni. Líftími tímaritanna er langtum meiri og fleiri einstaklingar lesa hvert blaö heldur en t.d. dag- blað. Samkvæmt niðurstöðum kannanna tímaritaútgefenda í Bandaríkjunum má ætla aö 4—6 einstaklingar lesi eöa fari í gegnum hvert timarit. Er það mjög svipuö niður- staða og kom fram i könnun sem Frjálst framtak gerði á lestri tímaritsins Nýtt Líf fyrir nokkru en sú könnun var undirbúin og unnin af mönnum i Félagsfræðideild Háskóla ís- lands sem þaulvanir eru aö framkvæma slíkar kannanir. Því er fjallað um þetta hér að oft hefur verið að því spurt hver sé ástæðan fyrir því að mjög fáir tímaritaútgefendur á íslandi eiga aöild að upplagskönnun Verslunarráðs og auglýsingaskrifstofanna. Eins og það eftirlit er framkvæmt gefur það alls ekki rétta inn- byrðis mynd af lestri dagblaða annars vegar og tímarita hins vegar. Fyrir nokkrum árum gengust auglýsingaskrifstofur fyrir könnun á lestri og útbreiðslu blaða sem unnin var sem bein lesendakönnun. Þar fékkst mun réttari og raunsannari mynd af lestri og útbreiðslu dagblaða og tímarita en upplagseftirlit getur nokkru sinni gefið og er sann- arlega skaði að því að slikum könnunum skuli ekki haldið áfram þar sem þær geta gefið raunsanna mynd ef rett og vel er að þeim staðið eins og var raunar hjá framkvæmda- aðila kannananna á sínum tima. Slíkar kannanir eru algengar erlendis og hafa m.a. farið fram á vegum tímaritaúgefenda í Bandaríkjunum og þar er einnig algengt að lestur ákveðinna tímaritaflokka sé kannaður og samanburður gerður á utbreiðslu tímarita sem keppa á hliðstæðum markaði. Til þessa verks eru fengnar óhlutdrægar stofnanir þannig að sem best verði tryggt að upplýsingarnar sem fást verði sem réttastar. Mun meiri þörf væri á því að koma slíkum könnunum á hérlendis en því að telja eintök sem fara gegnum prentvélarnar og fylgja því síðan ekki eftir hver raunveruleg útbreiðsla og dreifing er eöa hvernig lestur og notkun tímaritanna er. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.