Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 14
Bókasafniö býður upp á þessa þjónustu: ÚTLÁNSDEILDIR ERU Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29 a Hofsvallasafn, Hofsvallagotu 16 Bústaðasafn, Bústaðakirkju Sólheimasafn, Sólheimum 27 LESTRARSALUR FYRIR FULLORÐNA er í Þingholts- stræti 27 Nýtt útibú Borgarbóka- safnsins hefur starfsemi í Gerðubergi í Breiðholti í febrúar 1986. • Útlán bóka og lestra raðstöðu fyri r börn ogfullorðna • Aðstoð við bókaval og heimildaöflun • Heimsendingu bóka tilfatlaðra • Sögustundirfyrir börn LESTRARSALIR FYRIR BÖRN eru í Bústaðasafni og Sólheimasafni SÖGUSTUNDIR eru frá 1. október til 30. apríl, í aðalsafni á þriðjudögum kl. 10.30—11.30, í Bústaðasafni á föstu- dögum kl. 10—12 og í Sólheimasafni á miðvikudögum kl. 10-12 SERÚTLÁN: Bækur lánaðar skipum og stofnunum. Afgreiðsla í Þingholtsstræti 29 a BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780. Heimsendingarþjónusta á prentuðum bókum við fatlaða og aldraða. Símatími: Mánudaga og fimmtudaga kl. 10—12. I ár hafa sumir óttast aö þar sem markaöurinn var i nokkru jafnvægi fyrir siðustu jól muni framboðið aukast aftur á ný. I haust var útlit fyrir að i ár kæmi út svipaður fjöldi titla og i fyrra en menn óttast samt sem áður að einhverjir útgefendur kunni að hugsa sem svo að óhætt sé að fjölga titlum úr þvi að þeir séu þó ekki fleiri. Hafa verður í huga að mjög er erfitt á þessu stigi að segja nokkuð nákvæmt um þessi mál. Engin samantekt liggur fyrir á fjölda titla í ár og nýlega er búið að fullvinna skrá Landsbóka- safnsins um útgáfuna á síðasta ári. Reyndar er öll talnaumfjöllun um bækur erfið, útgefendur greina með semingi frá upplagi bóka sinna og veltutölur liggja ekki fyrir. Upplögin minnkandi Flestir útgefendur og prent- smiðjustjórar er rætt var við voru sammála um að upplög bóka hefðu fariö minnkandi siðustu árin. Venjulega eru bækur ís- lenskra höfunda prentaðar í 1200 til 1300 eintökum og í sumum tilvikum i 1600 til 1700. Séu bækurnar prentaðar og seldar í tvö til þrjú þúsund ein- tökum má það teljast gott og aðeins ertalaö um metsölubæk- ur sé upplagið enn stærra. Er- lendir reyfarar eru seldir hér í 1300 til 1500 eintökum og nokkrir hinna þekktari fara yfir tvö þúsund eintök. Ljóðabækur hafa sérstöðu þvi venjulega er upplag þeirra lítiö meira en 500 eintök. Yfirleitt verður bók að seljast í um 1400 eintökum til að geta borið sig og aðeins eftir það má búast við hagnaði. Viða- miklar útgáfur þurfa að sjálf- sögðu miklu meiri sölu og dæmi eru þess aö bækur skili ekki hagnaði fyrr en eftir mörg þús- und eintaka sölu. Má þar helst telja orðabækur og slikar sem krefjast mikillar vinnu löngu áður en kemur að sjálfri prentvinnsl- unni. Árleg sala 500 milljónir? Bókaverðið i ár er milli 800 og 1.000 krónur, þ.e. ódýrari þýddu bækurnar en bækur íslenskra höfunda, t.d. ævisögur eru nokkru dýrari eða upp undir 2 þúsund krónur. Erfitt er að segja nokkuð með vissu um veltu en gera má ráð fyrir að hún sé nokkur hundruð milljónir enda er auglýsingakostnaður á hverja bók kringum 60 til 80 þúsund krónur ef hún er kynnt að ein- hverju ráði í sjónvarpinu. Sölu- skattstekjur af bókum eru í fyrra taldar hafa verið kringum 140 milljónir króna. Eyjólfur Sigurðs- son telur það þó ofætlað og álit- ur að 100 milljónir séu nær lagi. Þar er um að ræða sölu i bóka- búðum. Aðrir söluaðilar eru forlögin sjálf og bókaklúbbar þeirra og því má bæta einhverj- um milljónum við. Gera má þvi ráö fyrir að bækur séu seldar fyrir talsvert yfir 500 milljónir króna. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.