Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 26
___________í NÝJUM STÖÐUM________________ íslenska menntakerfið hátt skrifað í Bandaríkjunum —segir Magnús Gylfi Þorsteinsson fyrsti íslenski lögfræðingurinn sem hlýtur réttindi til starfa í Bandaríkjunum Texti og mynd: Karl Birgisson. Magnús Gylfi Þorsteinsson er ungur íslenskur lögfræöingur, nú búsettur í New York í Banda- rikjunum. Hann er fyrstur ís- lenskra lögfræðinga til að öðl- ast lögmannsréttindi þar i landi. Réttindi þessi öölaðist hann sl. vor og hefur hann síöan stund- að lögmannsstörf hjá banda- rískri lögmannsstofu. Hann er reyndar þekktur í Bandaríkjun- um sem Magnus G. Thorstenn, enda breytti hann nafni sínu til samræmis við enska stafsetn- ingu er hann kvæntist þar í sum- ar. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík voriö 1977 og hóf þá nám við lög- fræðideild Háskóla Islands. Hann lauk lögfræðiprófi árið 1983 og var aö þvi loknu skipaö- ur í stööu dómarafulltrúa viö Bæjarfógetaembættiö i Kópa- vogi. Því starfi gegndi hann um hriö, en þá lá leiðin utan til fram- haldsnáms. Þeirri utanför erekki lokiö enn, enda starfar Magnús nú og býr i New York, eins og áöursagöi. Frjáls verslun heimsótti Magn- ús fyrir skömmu og lék hugur á aö fræöast nánar um starf hans og feril. „Ég haföi alltaf hugsað mér aö fara i framhaldsnám aö loknu lögfræöiprófi,“ sagöi Magnús. „Þegar menn koma út út laga- deildinni heima hafa þeir í raun um tvær skýrt markaðar brautir aö velja. Annars vegar geta þeir „praktiseraö" lögmannsstörf, þ.e. fariö út i einkarekstur, en hins vegar geta þeir fariö i „opin- bera geirann" og oröiö dómar- arar. Þessu er aftur öfugt fariö hér í Bandarikjunum. Hér veröa menn aö stunda lögmannsstörf i ákveðinn tima og standa sig vel, áöur en þeir geta gert sér vonir um dómarastöðu. Mér þótti framtiöin heldur of skýrt mörkuö fyrir mig sem dómarafulltrúa, svo ég ákvaö aö standa viö fyrri fyrir- heit um framhaldsnám. Annars var gott aö vinna hjá Bæjarfóget- anum i Kópavogi, gott starfsfólk og reynslan góö sem ég öðlaðist þar.“ „Ég hélt til náms i Austurriki haustiö 1983. Ég hlaut styrk frá austurrisku stjórninni til náms i alþjóðalögum og nam viö tvo háskóla i einu, háskólann i Salz- burg og McGeorge School of Law, sem er bandariskur há- skóli. Þarna var ég i eitt ár og vann auk þess i nokkra mánuöi á lögfræöistofu i Kaupmannahöfn. I Austurriki kynntist ég konunni minni, Susan, sem er bandarísk- ur lögfræöingur, og þá fóru hlut- irnir aö gerast nokkuö hratt. I júli 1984 stóö ég á flugvellinum i 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.