Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 46
Andrés Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ALPAN hf. i lok ræöu sinnar. Hann sagði frá reynslu sinni viö störf hjá tveimur útflutningsfyrirtækjum, sem nýlega hafa leitað á erlenda markaöi. Þessum fyrirtækjum er það sammerkt að hvorugt byggir á innlendu hráefni. Undirbúning- ur er hafinn frá grunni með könnun á markaði. Þau kaupa tækniþekkingu sem framleiðslan byggir á. Andrés gat þess aö samskipti við lánastofnanir og opinbera aðila heföu verið góð. ENTEK hf„ sem hann starfaöi áöur hjá, hefði í fyrstu reynt fyrir sér á mörgum stöðum viða um heim og lagt mikla vinnu i að afla sambanda sem siöan hefðu reynst ótraust. í Ijós kom aö kröftunum hefði verið dreift of viða. Nú væri kröftunum beint aö fáum afmörkuöum stöðum. Varðandi ALPAN hefði forathug- un farið fram á bandarikjamark- aði, verið væri aö velja leiðir til dreifingar og samiö heföi veriö við markaðsráðgjafa. Taldi Andrés að mér réttum vinnu- brögðum og bættri þekkingu væri unnt að auka útflutning. .Stuöningur stjórnvalda viö út- flutningsleyfi byggir á því að yfirgnæfandi meirihluti fiskfram- leiðenda er fylgjandi þeim“, sagði Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands is- lenskra fiskframleiöenda. Án efa er farsælast að láta að vilja fram- leiðenda i þessu efni, en jafn- framt gæta þess að skerða at- hafnafrelsi einstakra framleið- enda eins litið og kostur er. Taldi Friðrik að það hefði tekist betur en margir halda. Friðrik kom víða við i erindi sínu. Hann taldi að rik- isvaldiö ætti aö gegna þvi lykil- hlutverki að reyna að tryggja landsmönnum greiðan aðgang að mörkuðum og koma i veg fyrir hvers konar viðskiptahindranir. Hann sagöi einnig aö þjóð sem ætti jafn mikið undir utanrikisvið- skiptum komið og íslendingar hlytu að hafa utanríkisviðskipta- ráöuneyti sem viðskiptaráðu- neytiö okkar væri i aðalatriðum. Hvort rétt væri að láta þaö ráðu- neyti fjalla einnig um innanríkis- viðskipti og bankamál mætti sjálfsagt deila um. Ákveðið hefur verið að stefna að nánari samvinnu milli Efna- hagsbandalagsins og EFTA, að þvi er kom fram i máli Sveins Björnssonar skrifstofustjóra. Sagði Sveinn að þessi ákvöröun hefði komiö fram i yfirlýsingu ráðherrafundar sem nýlega var haldinn i Lúxemborg. Áfundinum lýstu ráðherraryfir vilja sinum um samvinnu á sviði umhverfismála, neytendamála, samgöngumála, þróunaraðstoð- ar, orkumála, iðnaðarmála og efnahagsmála. Ráðherrarnir töldu lika áriðandi að standa gegn hvers konar verndarað- gerðum og vinna aö þvi að greiöa fyrir frjálsari viðskiptum meðal annars með niðurfellingu á toll- um og ýmsum hindrunum öðrum. Sveinn vék einnig að GATT viöræðunum sem nú eru nýlega hafnar. Bandarikjamenn sóttu mjög hart að GATT viöræðurnar næðu einnig til þjónustuvið- skipta og var látið að ósk þeirra. Enda eru þjónustuviðskipti orðin þaö stór þáttur heimsviðskipt- anna að nánast er útilokað að ræða viðskiptamál án þess að þau séu á dagskrá. Ætlunin er að taka upp eitt tollskjal fyrir öll efnahagsbanda- lagsríkin. Verið er að vinna að gerð þessa skjals og nefnist það á ensku Single Administrative Document, SAD. EFTA rikjunum hefur verið boðið að taka þátt i þessu. Stefnt er að þvi að eitt og sama tollskjalið muni gilda við flutning á vörum milli allra landa i Efnahagsbandalaginu og i EFTA, ef af þessu verður. Þetta nýja skjal mun einfalda milliríkjavið- skipti. Reiknað er með þvi að EB taki þetta skjal i notkun 1987 eða 1988 en ekki hefur enn ver- ið tekin ákvörðun hjá EFTA. Þessar upplýsingar komu fram i máli Sveins Björnssonar. HEIMAEY KERTAVERKSMHDJA Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. Kerti Islendingum hefur tekist að framleiða gæðakerti. Þau jafnast á við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Kertin eru framleidd úr bestu fáanlegu hrá- efnum undir ströngu eftirliti færustu meistara. Látum hin hreina loga Heimaeyjar- kertanna veita birtu og yl. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.