Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 51
IÐNAÐUR Starfsmönnum í byggingar- iðnaði hefur farið fækkandi Nýlokiö er atvinnukönnun Landssambands iönaöarmanna í byggingariönaöi. Spurt var um starfsmannafjölda, verkefna- stöðu, helstu verkefni og upp- sagnir fastra starfsmanna. Alls bárust svör frá 108 fyrirtækjum og iðnmeisturum, sem hafa í þjónustu sinni um 2.400 starfs- menn eöa yfir fjóröung þeirra, sem starfa viö byggingariðnaö á vegum einkaaöila. Þessar upplýsingar koma fram i nýjasta fréttabréfi Landssam- bands iðnaöarmanna. Þar segir ennfremur: Niðurstöður könnunarinnar sýna, að starfsmenn í bygging- ariðnaöi á landinu öllu hafi verið um 4% færri í byrjun október en á sama tíma i fyrra. Er það senni- lega minni fækkun en margir höföu vænst. Ástandið er hins vegar talsvert misjafnt eftir landshlutum og einnig eftir þvi, hvers konar starfsemi fyrirtækin stunda. Ef litið er á atvinnuástand og verkefnastöðu eftir þvi, hvaða starfsemi stunduð er, kemur i Ijós, að ástandið er einna verst hjá þeim aðilum, sem hafa sér- hæft sig í framleiðslu ibúðarhús- næðis, og á það bæði við um byggingameistara, sem byggja og selja á heföbundinn hátt, og einingahúsaframleiðendur. Eru ástæðuranr m.a. þær, að sala hefur dregist saman og verð- lækkun orðið á fasteignamark- aðnum, um leið og raunvextir á lána- og verðbréfamarkaði hafa hækkað að mun og útborgun húsnæðislána tafist. Af einstök- um landshlutum er staöan greinilega verst á Norðurlandi eystra, einkum þó á Eyjafjarð- arsvæðinu, en á Norðurlandi eystra fækkaði föstum starfs- mönnum fyrirtækjanna um 11% frá október 1984 til október 1985. Athygli er vakin á, að þessi fækkun er til viðbótar við stöðug- an samdrátt á undanförnum árum. Þannig sýndi athugun, sem Landssamband iðnaðar- manna og Meistarafélag bygg- ingamanna á Norðurlandi geröu á sinum tima, að starfsmönnum i byggingariðnaði á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu fækkaði um 30% frá ársmeöaltali 1980 til fyrsta ársfjórðungs 1984. At- vinnuhorfur í byggingariðnaði á Norðurlandi eystra virðast sömuleiðis ekki góðar, þar sem fyrirtækin i könnuninni gera ráð fyrir 19% fækkun starfsmanna fram í janúar á næsta ári. Könnunin gefur til kynna, að ef frá er talið Norðurland eystra, sé atvinnuástand i byggingariðnaði ennþá víðast hvar viðunandi og sums staðar jafnvel gott. Viða á landinu eru talsvert miklar framkvæmdir i gangi og verkefni fullnægjandi, en hins vegar er fjármögnun þeirra i mörgum til- vikum ótrygg og greiðslugeta húsbyggjenda virðist mjög þverrandi. Auk þess er Ijóst, að það mun fljótt segja til sin í bygg- ingariðnaði, ef langvarandi rekstrarstöðvun og atvinnu- bresturverðurí sjávarútvegi víðs vegar á landinu, eins og nú er því miður talsverö hætta á. Áætlun fyrirtækjanna um starfsmannafjölda i upphafi næsta árs bendir til um 8% fækkunar starfsmanna í bygg- ingariðnaði á timabilinu október 1985 til janúar 1986, og er mestrar fækkunar vænst við 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.