Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 22
síðan. Til að hefja framleiðslu lyfja þarf í fyrsta lagi sérstaklega vel útbúið húsnæöi og tæki og gera yfirvöld þar um strangar kröfur. Lyfjafræðingar skulu sjá um og bera ábyrgð á allri fram- leiðslunni en áður en nokkur framleiðsla er leyfð skulu þeir hafa sýnt fram á að lyfin virki eins og til er ætlast. Hér á landi hafa einkum verið framleiddar svonefndar eftirlik- ingar. Er um að ræða eftirlíkingu erlendra sérlyfja sem komið hafa á markað og hlotið viður- kenningu. Erlendu fyrirtækin hafa einkaleyfi á framleiösluað- ferö efnanna en geti menn fram- leitt þau með öðrum hætti og öðrum aðferðum er ekkert þvi til fyrirstöðu að likja eftir allri sam- setningu lyfsins og hefja fram- leiöslu. Hins vegar kann svo aö fara að þessum reglum verði breytt og að fyrirtækjunum, frumframleiðandanum verði gef- inn kostur á einkaleyfi á efninu sjálfu i nokkur ár eftir að það kemur fyrst fram. Myndi það seinka verulega öllum eftirlíking- um. Velja söluvænleg lyf islenskir lyfjaframleiðendur fylgjast vel með þvi sem fram kemur á erlendum markaði og hvað af þvi fæst skráð hérlendis. Þegar nýtt erlent lyf hefur verið á markaði hér i tvö til þrjú ár er séð hvort það er söluvara eða ekki og þannig má segja að islenskir framleiðendur velji úr nokkrum liklegum og söluhæstu lyfjunum hverju sinni til aö hefja fram- leiðslu á. Hefja þau tilraunir sin- ar og þurfa siðan að sækja um leyfi til heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins til að mega prófa lyfin á fólki. Fjallar lyfja- nefnd um þær umsóknir. Sé umbeðið leyfi veitt greiðir fyrir- tækið kostnaöinn en prófanir all- ar fara fram undir eftirliti sér- fræðinga, lækna og lyfjafræð- inga. Það sem lyfjaframleiðandinn veröur að sýna fram á með þessu prófi er hvort efni lyfsins skilar sér i blóðinu, eins og til er ætlast og hvort áhrif lyfsins séu eins og þau eiga að vera. Að þeim niðurstöðum fengnum sækir framleiðandinn um skrán- ingu hins nýja islenska sérlyfs til lyfjanefndar. Veiti hún samþykki sitt má hefja framleiðslu. Skrán- ingin sjálf kostar 10 þúsund krónur og rannsóknirnar kosta sitt svo og allur annar undirbún- ingur. Það er þvi taliö i mörgum tilfellum kosta kringum eina mill- jón króna að hefja framleiðslu á nýju islensku sérlyfi og þessi undirbúningur allur tekur tvö til þrjú ár. Þetta eru þó smámunir miðað við það sem gerist erlendis. Stóru lyfjafyrirtækin inna af hendi miklar rannsóknir og skoöa kannski allt að 5 þúsund efni áður en þau detta niður á eitt brúklegt. Þar taka rannsókn- ir og tilraunir allt að 10 árum og kosta ekki milljón heldur milljónir og frekar tugi eða hundruð mill- jóna. Það má þvi segja með nokkrum rétti að meðan við is- lendingar framleiðum eftirliking- ar sem útlendingar eru búnir að finna upp fyrir okkur leggjum við lítið á vogarskálina til að efla þekkingarleit og lyfjaleit. Enn er þó talsvert flutt inn af lyfjum og fyrir það greiðum við okkar skerf. Hlutdeild íslenskra lyfja 20% Eins og áður segir er hlutdeild íslenskra framleiðenda á lyfja- markaði kringum 20%. Áður var hún nokkru meiri en datt siðan niður og hefur farið vaxandi á ný. íslenskir framleiðendur telja að þeir geti náð allt að helmingi markaðarins en varla meira. Allt- af muni talsvert af lyfjum verða flutt inn enda borgi sig ekki alltaf f ' OPIÐ virka daga til kl. 19 og alla laugardaga kl. 10 -14 o Lyf og efnavörur O Hjúkrunar- og hreinlætisvörur o Sjúkrakassar O Lyfjakistur í báta, skip og á vinnustaði. Upplýsingar um vaktþjónustu í síma 51600 (símsvari) STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.