Frjáls verslun - 01.09.1985, Blaðsíða 33
____________SAMTÍÐAMAÐUR______________
Afraksturinn er árangur
af þrotlausri vinnu
—segir Garðar Siggeirsson í Herragarðinum
Texti: Ólafur Jóhannsson Myndir: Loftur Ásgeirsson
„Viö bjóöum gífurlegt úrval góðra merkja," segir Garöar Sig-
geirsson.
SAMTIÐARMAÐUR Frjálsrar
verziunar að þessu sinni er
Garðar Siggeirsson kaupmaöur
í Herragaröinum, en eins og
flestum er kunnugt er það ein
kunnasta herrafataverslun í
borginni.
Garöar Siggeirsson ber
„ábyrgö“ á klæöaburói fjöl-
margra borgarbúa og er viö-
skiptamannahópur hans stór,
enda ekki við öðru aö búast,
þar sem verslunarrekstur hans
hefur gengið vel, allt frá stofn-
un Herragarðsins áriö 1972.
Garðar var alls ekki ókunnugur
slíkum verslunarrekstri þegar
hann stofnaði verslunina, þar
sem hann haföi áöur veriö
verslunarstjóri í herrafatsversl-
unP&Óum árabil.
Það er enginn barlómur i
Garðari og hann lætur vel af af-
komu fyrirtækisins. Þaö er ekki
einasta að hann stækkaði ný-
lega viö sig verslunarrýmið í
húsi Miöbæjarmarkaðarins í
Aöalstræti, heldur keypti hann
300 fermetra verslunarpláss í
hinni nýju stórverslun Hag-
kaups í Nýjum miöbæ og þar
mun hann opna aðra verslun.
Frjáls verslun ræddi viö
Garðar um fyrirtækiö, sögu
þess, framtíöarhorfur og fleira
og fer viðtalið hér á eftir. Hann
var fyrst spurður að því hvernig
hann heföi byrjaö störf sín í
þessari verslunargrein.
„Ég var afgreiöslumaður og
verslunarstjóri hjá herrafata-
verslun P & Ó og vann þar i 12
ár, eöa frá árinu 1960. Þar má
segja aö ég hafi lært þetta. Siö-
an kom þar að, aö ég ákvaö aö
opna verslun sjálfur og stofnaði
ég þá Herragarðinn og hóf sú
verslun starfsemi í Miðbæjar-
markaðinum i Aöalstræti i juni
áriö 1972. Þetta gekk mjög vel
strax i byrjun, en þó ber aö taka
þaö fram aö þaö var bæöi fyrir
geypilega vinnu og einnig vegna
velvilja viðskiptavina minna. Það
má segja aö lífsreynslan hafi
33