Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 51

Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 51
IÐNAÐUR Starfsmönnum í byggingar- iðnaði hefur farið fækkandi Nýlokiö er atvinnukönnun Landssambands iönaöarmanna í byggingariönaöi. Spurt var um starfsmannafjölda, verkefna- stöðu, helstu verkefni og upp- sagnir fastra starfsmanna. Alls bárust svör frá 108 fyrirtækjum og iðnmeisturum, sem hafa í þjónustu sinni um 2.400 starfs- menn eöa yfir fjóröung þeirra, sem starfa viö byggingariðnaö á vegum einkaaöila. Þessar upplýsingar koma fram i nýjasta fréttabréfi Landssam- bands iðnaöarmanna. Þar segir ennfremur: Niðurstöður könnunarinnar sýna, að starfsmenn í bygging- ariðnaöi á landinu öllu hafi verið um 4% færri í byrjun október en á sama tíma i fyrra. Er það senni- lega minni fækkun en margir höföu vænst. Ástandið er hins vegar talsvert misjafnt eftir landshlutum og einnig eftir þvi, hvers konar starfsemi fyrirtækin stunda. Ef litið er á atvinnuástand og verkefnastöðu eftir þvi, hvaða starfsemi stunduð er, kemur i Ijós, að ástandið er einna verst hjá þeim aðilum, sem hafa sér- hæft sig í framleiðslu ibúðarhús- næðis, og á það bæði við um byggingameistara, sem byggja og selja á heföbundinn hátt, og einingahúsaframleiðendur. Eru ástæðuranr m.a. þær, að sala hefur dregist saman og verð- lækkun orðið á fasteignamark- aðnum, um leið og raunvextir á lána- og verðbréfamarkaði hafa hækkað að mun og útborgun húsnæðislána tafist. Af einstök- um landshlutum er staöan greinilega verst á Norðurlandi eystra, einkum þó á Eyjafjarð- arsvæðinu, en á Norðurlandi eystra fækkaði föstum starfs- mönnum fyrirtækjanna um 11% frá október 1984 til október 1985. Athygli er vakin á, að þessi fækkun er til viðbótar við stöðug- an samdrátt á undanförnum árum. Þannig sýndi athugun, sem Landssamband iðnaðar- manna og Meistarafélag bygg- ingamanna á Norðurlandi geröu á sinum tima, að starfsmönnum i byggingariðnaði á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu fækkaði um 30% frá ársmeöaltali 1980 til fyrsta ársfjórðungs 1984. At- vinnuhorfur í byggingariðnaði á Norðurlandi eystra virðast sömuleiðis ekki góðar, þar sem fyrirtækin i könnuninni gera ráð fyrir 19% fækkun starfsmanna fram í janúar á næsta ári. Könnunin gefur til kynna, að ef frá er talið Norðurland eystra, sé atvinnuástand i byggingariðnaði ennþá víðast hvar viðunandi og sums staðar jafnvel gott. Viða á landinu eru talsvert miklar framkvæmdir i gangi og verkefni fullnægjandi, en hins vegar er fjármögnun þeirra i mörgum til- vikum ótrygg og greiðslugeta húsbyggjenda virðist mjög þverrandi. Auk þess er Ijóst, að það mun fljótt segja til sin í bygg- ingariðnaði, ef langvarandi rekstrarstöðvun og atvinnu- bresturverðurí sjávarútvegi víðs vegar á landinu, eins og nú er því miður talsverö hætta á. Áætlun fyrirtækjanna um starfsmannafjölda i upphafi næsta árs bendir til um 8% fækkunar starfsmanna í bygg- ingariðnaði á timabilinu október 1985 til janúar 1986, og er mestrar fækkunar vænst við 51

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.