Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Page 46

Frjáls verslun - 01.09.1985, Page 46
Andrés Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ALPAN hf. i lok ræöu sinnar. Hann sagði frá reynslu sinni viö störf hjá tveimur útflutningsfyrirtækjum, sem nýlega hafa leitað á erlenda markaöi. Þessum fyrirtækjum er það sammerkt að hvorugt byggir á innlendu hráefni. Undirbúning- ur er hafinn frá grunni með könnun á markaði. Þau kaupa tækniþekkingu sem framleiðslan byggir á. Andrés gat þess aö samskipti við lánastofnanir og opinbera aðila heföu verið góð. ENTEK hf„ sem hann starfaöi áöur hjá, hefði í fyrstu reynt fyrir sér á mörgum stöðum viða um heim og lagt mikla vinnu i að afla sambanda sem siöan hefðu reynst ótraust. í Ijós kom aö kröftunum hefði verið dreift of viða. Nú væri kröftunum beint aö fáum afmörkuöum stöðum. Varðandi ALPAN hefði forathug- un farið fram á bandarikjamark- aði, verið væri aö velja leiðir til dreifingar og samiö heföi veriö við markaðsráðgjafa. Taldi Andrés að mér réttum vinnu- brögðum og bættri þekkingu væri unnt að auka útflutning. .Stuöningur stjórnvalda viö út- flutningsleyfi byggir á því að yfirgnæfandi meirihluti fiskfram- leiðenda er fylgjandi þeim“, sagði Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands is- lenskra fiskframleiöenda. Án efa er farsælast að láta að vilja fram- leiðenda i þessu efni, en jafn- framt gæta þess að skerða at- hafnafrelsi einstakra framleið- enda eins litið og kostur er. Taldi Friðrik að það hefði tekist betur en margir halda. Friðrik kom víða við i erindi sínu. Hann taldi að rik- isvaldiö ætti aö gegna þvi lykil- hlutverki að reyna að tryggja landsmönnum greiðan aðgang að mörkuðum og koma i veg fyrir hvers konar viðskiptahindranir. Hann sagöi einnig aö þjóð sem ætti jafn mikið undir utanrikisvið- skiptum komið og íslendingar hlytu að hafa utanríkisviðskipta- ráöuneyti sem viðskiptaráðu- neytiö okkar væri i aðalatriðum. Hvort rétt væri að láta þaö ráðu- neyti fjalla einnig um innanríkis- viðskipti og bankamál mætti sjálfsagt deila um. Ákveðið hefur verið að stefna að nánari samvinnu milli Efna- hagsbandalagsins og EFTA, að þvi er kom fram i máli Sveins Björnssonar skrifstofustjóra. Sagði Sveinn að þessi ákvöröun hefði komiö fram i yfirlýsingu ráðherrafundar sem nýlega var haldinn i Lúxemborg. Áfundinum lýstu ráðherraryfir vilja sinum um samvinnu á sviði umhverfismála, neytendamála, samgöngumála, þróunaraðstoð- ar, orkumála, iðnaðarmála og efnahagsmála. Ráðherrarnir töldu lika áriðandi að standa gegn hvers konar verndarað- gerðum og vinna aö þvi að greiöa fyrir frjálsari viðskiptum meðal annars með niðurfellingu á toll- um og ýmsum hindrunum öðrum. Sveinn vék einnig að GATT viöræðunum sem nú eru nýlega hafnar. Bandarikjamenn sóttu mjög hart að GATT viöræðurnar næðu einnig til þjónustuvið- skipta og var látið að ósk þeirra. Enda eru þjónustuviðskipti orðin þaö stór þáttur heimsviðskipt- anna að nánast er útilokað að ræða viðskiptamál án þess að þau séu á dagskrá. Ætlunin er að taka upp eitt tollskjal fyrir öll efnahagsbanda- lagsríkin. Verið er að vinna að gerð þessa skjals og nefnist það á ensku Single Administrative Document, SAD. EFTA rikjunum hefur verið boðið að taka þátt i þessu. Stefnt er að þvi að eitt og sama tollskjalið muni gilda við flutning á vörum milli allra landa i Efnahagsbandalaginu og i EFTA, ef af þessu verður. Þetta nýja skjal mun einfalda milliríkjavið- skipti. Reiknað er með þvi að EB taki þetta skjal i notkun 1987 eða 1988 en ekki hefur enn ver- ið tekin ákvörðun hjá EFTA. Þessar upplýsingar komu fram i máli Sveins Björnssonar. HEIMAEY KERTAVERKSMHDJA Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. Kerti Islendingum hefur tekist að framleiða gæðakerti. Þau jafnast á við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Kertin eru framleidd úr bestu fáanlegu hrá- efnum undir ströngu eftirliti færustu meistara. Látum hin hreina loga Heimaeyjar- kertanna veita birtu og yl. 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.