Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 9

Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 9
réttir Eigendaskipti að Veiðimanninum Eigendaskipti hafa orö- ið að versluninni Veiði- maðurinn i Tryggvagötu í Reykjavík. Albert Erlings- son sem stofnaði verslun- ina árið 1940 seldi hana Paul 0 Keeffe, en Paul er flestum viðskiptavinum versluninarinnar kunnur, þar sem hann hefur starf- að í búðinni nokkur und- anfarin ár. I samtali við Frjálsa verslun sagði Paul að hann hefði keypt Veiði- manninn í byrjun janúar og gengið hafi verið frá kaupunum þann 10. sama mánaðar. Ekki vildi hann gefa upp kaupverð. Paul hefur átt 10% hlut í versl- uninni um nokkurra ára skeið og á síðasta ári keypti hann 10% til við- bótar, þannig að hin 80% voru keypt nú eftir ára- mót. Paul sagði að Albert Erlingssyni hafi þótt kom- inn tími til að hætta versl- unarrekstri eftir nær hálfa öld á því sviði, en Albert Verslað í Veiðimanninum. verður 80 ára á þessu ári. Hann mun hins vegar starfa áfram i versluninni. Paul sagði að Veiðimað- urinn hefði umboð fyrir nokkur velþekkt merki í veiðivörum og myndi verslunin hafa umboð fyr- ir þessar vörur áfram. Af einstökum merkjum nefndi hann Ábu, Hardy og Scientific Anglers, en þau framleiða stangaveiði- tæki, Barbour sem fram- leiðir veiðifatnað og Saavege og Steavens, en það eru framleiðendur skotvopna. Háskólinn kaupir skólahús „Versló” Bolli Héöinsson. Bollitil Varðar Bolli Héðinsson, hag- fræðingur Farmanna-og fiskimannasambandsins hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir Líf- tryggingafélagið Vörður hf. Félagið er nýstofnað og mun hefja starfsemi í byrjun apríl. Það er í eigu sömu aðila og Reykvísk endurtrygging hf. Bolli fær þarna spennandi verkefni því eins og fram kemur hér á síðunum eru líftryggingar lítt plægður akur á Islandi. Bolli er viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands. Hann var fréttamaður hjá Sjón- varpinu að loknu námi en réði sig til Farmanna-og fiskimannasambandsins árið 1982 og hefur starf- að þar síðan. Háskóli íslands er að kaupa skólahús Verslun- arskóla íslands við Þing- holtsstræti, en Háskólinn hefur haft þetta hús til leigu eftir að Verslunar- skólinn flutti í Nýja mið- bæinn. Ekki hafði enn verið gengið frá undir- skrift samninga þegar Frjáls verslun fór í prent- un, en kaupin munu samt vera afráðin. Skólahúsið við Þingholtsstræti er um 900 fermetrar að stærð og verður það notað til al- mennrar kennslu við Há- skólann. Þetta hús er um helmingur eigna Verslun- arrskólans á þessu svæði en skólinn á einnig tvö hús við Grundarstíg. Tal- ið er að mun auðveldara verði að selja þær eignir eftir að skólahúsið við Þingholtsstræti hefur ver- ið selt og liggja þegar fyr- ir tilboð í eignimar. Rætt hefur verið um að Háskól- inn taki á leigu gamla skólahúsið við Grundar- stíginn en þær viðræður eru ekki komnar á neinn rekspöl. Jón kaupir G. Einarsson Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Frum hf. í Sundaborg hefur keypt heildverslunina G. Einarsson & Co hf. en það fyrirtæki er einnig í Sundaborginni. G. Ein- arsson er rótgróið fyrir- tæki og hefur starfað í 34 ár. Það flytur inn barnaföt og ýmsan annan fatnaö. Hjá fyrirtækinu vinna 4 menn. 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.