Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 28
og snæða hádegisverð i leiðinni. Þetta gerir hann einungis af hag- kvæmnisástæðum. „Maður reynir að nýta hverja einustu stund og þess vegna getur verið ágætt að sameina þetta tvennt" — segir Davíð. Hann segist t.d. hafa þennan háttinn á þeg- ar hann situr bankaráðsfundi hjá Iðnaðarbankanum og stjórnarfundi hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. „Business lunch sem slíkan tel ég ekki árangursríkan" — bætir Davíð við. „Aftur á móti getur verið ánægjulegt að fara út með góðum viðskiptavini og snæða kvöldverð eftir að viðskipti hafa farið fram.“ Halldór Einarsson, framkvæmda- stjóri Henson telur það hins vegar vera mjög jákvætt að menn hittist yfir kaffibolla eða málsverði og ræði markaðs- eða viðskiptamál. Hann segir afslappað andrúmsloft í nýju umhverfi geta auðveldað mjög fyrir samningum. Halldór segist oft borða með viðskiptavinum sínum erlendis. Þessar ferðir séu oft mjög skipulagð- ar og þá nýti hann gjarnan tímann á meðan hann snæðir til þess að hitta sína viðskiptamenn. Hann segist þó gera lítið af þessu hér heima — þess í stað hitti hann reglulega vini sína i Félagi íslenskra grjónapunga sem hittast daglega á Torfunni. Gagnkvæmt traust mikilvægt Frjáls verslun hafði samband við Helga Baldursson, kennara við Verslunarskólann sem kennt hefur sölutækni og mannleg samskipti í viðskiptalífinu á námskeiðum fyrir sölumenn, stjórnendur minni fyrir- tækja og annað starfandi fólk í at- vinnulífinu. „Á þessum námskeiðum leggjum við áherslu á mikilvægi þess að „selja sjálfan sig“ fyrst þ.e. kynn- ast viðskiptaaðilanum og vinna upp gagnkvæmt traust“ — segir Helgi og telur það eitt að breyta um umhverfi geti auðveldað þessi samskipti og því sé hádegis- eða kvöldverður á veitingahúsi kjörinn vettvangur til þess að kynnast eða styrkja þá stöðu sem áunnist hefur. Blaðið leitaði einnig álits sálfræð- inga á gildi þess að skipta um um- hverfi, loka skrifstofunni og fara út og borða í hádeginu. Voru þeir sam- mála um að allar breytingar á hinum hversdagslegu venjum væru til góðs. Mörg störf væru leiðigjörn og vana- bundin og því ekki einungis líkamleg hvíld að breyta til — hvíldin væri ekki síður andleg. Þrátt fyrir að menn séu ekki á eitt sáttir um gagnsemi þess að snæða málsverð á veitingahúsi á rúmhelg- um degi — þá geta allir verið sam- mála um að óneitanlega hlýtur það að teljast tilbreyting frá grámyglu hversdagsleikans og þörf hvíld frá samlokunni eða pylsunni. Frjáls verslun fór á stúfana og hitti að máli tvo hópa sem koma reglulega saman í hádeginu. Ekki kváðust meðlimir þessara hópa ræða viðskiptamál — heldur væri tilgang- urinn annar og skemmtilegri. „Léttruglaðar umræður“ Undir þakskeggi veitingahússins Torfunnar hittu blaðamaður og ljós- myndari Frjálsrar verslunar sjö eld- hressa félaga. Þeir kváðust vera fé- lagar í samtökum sem nefna sig „Fé- lag íslenskra grjónapunga" og voru frekari skýringar á nafngiftinni ekki gefnar. Bergur Guðnason var í for- svari fyrir hópinn og sagði kjarnann í félagsskapnum vera Valsara sem fyrst hefðu komið saman á Tröð sál- ugu. Þegar Tröðin hætti var þeim gefið borðið sem þeir sátu jafnan við og fluttu þeir það með sér á Torfuna þegar hún hóf starfsemi sína. í milli- tíðinni hefðu þeir flækst á milli veit- ingastaða. Umræðuefnið yfir matn- um? „Það er svona léttruglað um- ræðuefni um allt milli himins og jarð- ar — í rauninni allt annað en við- skipta- og efnahagsmál" — sagði Bergur og hinir tóku undir. Þeir fé- lagar sögðust mæta flesta daga vik- unnar í hédeginu en núna væru þeir fremur fáir en oftast mættu 10-15 manns. „Hér reddum við gærdeginum“ Við hornborð á veitingahúsinu Óðinsvé eða gamla Brauðbæ hittum við annan hressan hóp fastra við- skiptavina. Forsvarsmaður hópsins Sævar Baldursson verslunarmaður í Plaza kvaðst hafa verið fastagestur í hartnær 20 ár og eins og hjá Grjóna- pungunum væri kjarninn 10 manns. Allir væru þeir á einhvern hátt tengdir verslun eða viðskiptum en umræðan yfir matnum væri þó allt önnur. „Hér reddum við gærdegin- um“ — sagði Sævarviðmikinn fögn- uð viðstaddra. „Ásgeir Kristinsson er formaður og hefur 10 atkvæði um þau málefni sem rædd eru. Vara- forðmaðurinn hefur 9 atkvæði en við hinir bara eitt. Nei annars taktu ekki mark á okkur“ — sagði Sævar þetta er allt í gamni — alvaran fær ekki rúm í hádeginu." ALEX er veitingahús með fjölbreyttan matseðil en umfram allt þœgilegt umhverfi þar sem þú getur slakað á, notið góðs matar og notalegrar þjónustu hvenær dags sem er, frá morgni til miðnættis. /1111 v/Hlemm SÍMI24631 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.