Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 33

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 33
um sem eru framundan. Við kom- umst meðal annars að þeirri niður- stöðu að ef komast ætti hjá því að festast í verðbólguhringrásinni þá yrði að breyta efnahagsstefnunni. Það yrði að fá ríkisstjórnina til að skipta um stefnu. Við lögðum drög að þeirri stefnubreytingu í samn- ingunum og könnuðum hvort stjórn- völd væru tilbúin til að vinna að slíkri lausn. Svar ríkisstjónarinnar var jákvætt og þar með náðust samn- ingar. Eg held að sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hafi verið skynsam- leg.“ Samleið í báðar áttir — Ertu ánægður með þá upp- byggingu sem er á ASÍ eða viltu hafa hana einhvern veginn öðru vísi? „Ég held að það sé ákaflega erfitt að gefa eina forskrift um hvert sé heppilegasta skipulagið á verkalýðs- hreyfingunni. í nágrannalöndum okkar má segja að þessu sé háttað með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða samtök þar sem að fólk í sömu atvinnugrein er saman í félög- um eða fólk sem vinnur sömu störf þó það sé í sínhvorum atvinnugrein- um er saman í félögum. Hver launa- maður á samleið í báðar þessar áttir. Þú átt samleið með því fólki sem vinnur með þér á vinnustað þínum og þú átt samleið með þeim sem vinna samskonar störf og þú á ein- hverjum öðrum vinnustöðum. Þama togast þessar tvær leiðir að mínu viti óhjákvæmileg á. Ég held að þess vegna sé ekki hægt að gefa einhlítt svar við því hvor aðferðin sé betri og í samningum verðu alltaf að taka til- lit til þessara tveggja þátta. Við höfum byggt íslenska verka- lýðshreyfingu upp eftir þeirri megin- regju að þar er fólk saman í félagi sem vinnur sömu eða sambærileg störf eða hefur sömu eða sambæri- lega menntun. A þessu em þó und- antekningar. í skipulagsmálaumræðunni hjá okkur hefur það sjónarmið verið ráð- andi að eðlilegt sé að tengja þá betur saman sem vinna á sömu vinnustöð- um meðal annars vegna þess að allt félagsstarf verður auðveldara. Nú þegar er farið að semja á nokkmm stærri vinnustöðum en þó ekki þann- ig að það sé gerður heildarsamning- ur sem útiloki samningsgerð ein- stakra félaga. Ef við tökum til dæmis samninginn við álverið þá er hver hópur með sjálfræði í þeirri samn- ingsgerð. Þannig að hvert og eitt fé- lag getur tekið sjálfstæða ákvörðun ef ekki er samkomulag félaganna á milli. Ég held að það sé líka nokkuð mikilvægt mál ef við hugsum um samstöðu um slík vinnubrögð." Of litlir vinnustaðir — Væri til bóta að taka upp beina samninga starfsfólks og vinnuveit- enda á allflestum vinnustöðum? „Ég held að flestir íslenskir vinnu- staðir séu svo litlir að ekki sé hægt að tala um sjálfstæða vinnustaða- samninga. Hópur starfsmanna er of lítil eining til að það sé heppileg vinnuaðferð. Það má líka minna á í leiðinni að ekki gilda neinar reglur um uppsagnir launþega á Islandi þannig að það er tiltölulega auðvelt fyrirt atvinnurekanda að hafa hemil á starfsmönnum sem hefðu sig mikið í frammi í því sambandi. Ég held þess vegna að málið snúist frekar um að tengja saman fólk innan hverrar atvinnugreinar, gera samninga fyrir atvinnugreinar hverja fyrir sig líkt og í samningum við álverið, ríkisverksmiðjurnar og samninga á virkjanasvæðum. Ég tel að það komi fyllilega til greina og væri að mörgu leyti æskilegt að gera slíka samninga víðar.“ — Nú hefur maður á tilfinning- unni að ASÍ sé að styrkjast sem heild á sama tíma og BSRB er að veikjast. Hver er skýringin á þessu? „Ég treysti mér ekki til þess að leggja neitt mat á hvort þær fullyrð- ingar sem koma fram í spurningunni séu réttar eða ekki. BSRB á að sjálf- sögðu í ákveðnum erfiðleikum vegna brottgöngu kennara sem eru mjög stór hluti af opinberum starfsmönn- um. Ég harma að það skuli hafa gerst á þeim vettvangi og mér finnst að sjónarmið kennara, — sem mér sýn- ist nánast vera að útbúa sér kjörorð- ið: Sameinaðir stöndum vér sitt í hvoru lagi — sé ekki sérstaklega vel á rökum reist. Styrkur samtaka eins og ASÍ og BSRB er auðvitað styrkur verkalýðs- félaganna sem mynda samtökin. Það á ef til vill enn frekar við okkar meg- 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.