Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 39
Opinber umsvif — Ríkisumsvifin hafa verið gagn- rýnd fyrir tvennt að erfitt hefur reynst að spoma við vexti þeirra og engir mælikvarðar séu til að meta hagkvæmni þeirrar þjónustu sem ríkið veitir. „Það em gerðar vaxandi kröfur til hins opinbera um aukna þjónustu og það skiptir jafnt einstaklingana sem atvinnulífið máli að við þeim kröfum verði orðið þó auðvitað verði að stefna að því á hverjum tíma að þjón- ustan sé eins ódýr og framast er unnt. Það er rétt að mjög erfitt er að leggja mat á margt í opinberum rekstri. Það er ekki gott að reikna út framleiðni kennara. Það er erfitt að reikna út afköst heilbrigðiskerfisins. Þetta em erfiðleikar sem verður ekki undan komist. Ég held hins vegar t.d. hvað snertir heilbrigðisreksturinn að það mat sé ekkert auðveldara þó reksturinn sé í höndum einkaaðila. í Bandaríkjunum er það meginrök- semdin fyrir opinberri heilsugæslu að þar með komi meira aðhald að kostnaði einmitt vegna þess að sjúkl- ingurinn einn og sér er ekki í að- stöðu til að leggja mat á þá þjónustu sem hann fær.“ — Nú átt þú sæti í verðlagsráði þar sem ákvarðanir hafa verið teknar um aukið frjálsræði í verðmyndun. Að hve miklu leyti hefur þú tekið þátt í þeim ákvörðunum? „Ég hef í flestum tilvikum greitt atkvæði á móti þeim ákvörðunum þar sem mér finnst hafa verið gengið til þess verks án nægilegs undirbún- ings og á tímum sem veruleg hætta yrði á að þetta frelsi yrði misnotað. Við höfum ekki nægilegt yfirlit til að draga ályktun um hvemig til hefur tekist en ég er fyrir mitt leyti sann- færður um að í ýmsum greinum hef- ur þetta verið misnotað." Stjómmálaþrýstingur — Höfðu stúdentaóeirðimar í Evrópu á námsámm þínum mikil áhrif á pólitíska mótun þína? „Ég var orðinn róttækur áður en það var fínt ef svo má segja. Ég ald- ist upp í róttækni frá blautu bams- beini. Foreldrar mínir innprentuðu mér að það væri réttlátt að allir nytu jafns af lífsins gæðum og þau við- horf hafa fallið mjög vel að minni persónu og fest betur í sessi eftir því sem á hefur liðið.“ — Ertu krati á skandinavíska vísu? „Stjórnmálaskoðanir mínar em til vinstri. Ég er í Alþýðubandalaginu og tel að gmndvallarsjónarmið Al- þýðubandalagsins og mín falli sæmi- lega vel saman. Hins vegar er erfitt að skipa sér í flokk í öðmm löndum. Til þess þarf maður að hafa meiri yfirsýn yfir stjómmálin. Ég þekki að vísu til í Danmörku og ég get ekki svarað því með fullri vissu hvort ég myndi kjósa fremur sósílademókrata eða Socialisk Folkeparti." — Nú hefur verið látið að því liggja að þú sért undir miklum þrýst- ingi frá Alþýðubandalaginu í starfi þínu í verkalýðshreyfingunni. Hvaða áhrif hefur það á þig? „Flestir sem hafa fylgst með mál- um á undanfömum ámm í verka- lýðshreyfingunni hafa verið nokkuð sammála um það að ég hafi tekið ákvarðanir hér út frá því hver staðan hefur verið innan verkalýðshreyfing- arinnar og með hliðsjón af því sem ég teldi verkalýðssamtökunum gagn- ast best á hverjum tíma og ekki beð- ið eftir neinum dagsskipunum af hálfu pólistískra aðila. Það er hins vegar alveg augljóst mál að allir stjórnmálaflokkar reyna að hafa áhrif á það sem gerist í öllum þjóð- málahreyfingum í landinu. Auðvitað er af hálfu stjómmálaflokkanna reynt að hafa meiri áhrif á það sem gerist í verkalýðshreyfingunni en í hestamannafélagi norður í landi. En stjórnmálaflokkamir hafa jafnvel reynt að hafa áhrif á stjómarkjör í slíkum samtökum." Róstursamur friður „Stjómmálaflokkamir reyna auð- vitað að hafa áhrif á það sem gerist á okkar vettvangi. Alþýðubandalagið er ekki eitt um það. Og það sem snýr að okkur sem em í forystu verka- lýðssamtakanna hlýtur að vera að meta málin eins skynsamlega og við getum út frá aðstæðum á hverjum tíma. Við emm ekki í aðstöðu til þess að láta stjómast af tilburðum stjóm- málamanna. Ég er í Alþýðubandalag- inu vegna þess að ég tel að Alþýðu- bandalagið sé sá flokkur sem standi verkalýðshreyfingunni næst og sé sá flokkur sem hafi bestan skilning á baráttumálum hennar. Að því leyti má segja að starf mitt á báðum svið- um falli saman. Það er hins vegar alveg Ijóst að afstaða mín til mála og afstaða helstu forystumanna Alþýðu- bandalagsins hefur ekki alltaf verið sú sama og það er einfaldlega mál sem við búum við í sæmilegum friði.“ — Var sá friður samin eða hefur hann alltaf verið fyrir hendi? „Við getum sagt að sá friður hafi verið misjafnlega róstursamur.“ — Þjóðviljinn, sem blað verkalýðs og stundum málgagn Alþýðubanda- lagsins, hefur þá ekki haldið þennan frið eftir síðustu samninga? 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.