Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 57
— Hverjir eiga viðskipti við ykk- ur? „Þeir sem selja hlutabréf eru fyrst og fremst einstaklingár, fólk sem til dæmis hefur erft bréf og einnig hafa bréf úr dánarbúum sem eru til skipta verið seld. Kaupenda- hópurinn er hins vegar fjölbreyttari og fámennari, þar sem fleiri kaup eru hjá okkur en sölur. Viðskiptin voru lífleg fyrir jólin því þá þurfa margir að losa peninga sem eru bundnir. Það örvaði sölur að öll félögin á skrá hjá okkur eru í hópi þeirra 14 fyrir- tækja, sem fengið hafa staðfestingu ríkisskattstjóra á því að þau uppfylli skilyrði um skattaívilnanir vegna hlutafjárkaupa. Þessar reglur um skattfrádrátt eru ótvíræð hvatning. Einnig koma hér menn sem eru að fjárfesta án tillits til skattareglna“. Ríkið missir ekki tekjur „Ég vil vekja athygli á því að ríkið missir ekki nauðsynlega tekjur þótt það veiti almenningi skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa. Ef fyrirtæki fá ekki nægilegt eigið fé þurfa þau að nota lánsfé í staðinn og vextir af lán- um koma til frádráttar til skatts. Fé- lög með góða eiginfjárstöðu eru mun líklegri til þess að skila hagnaði og greiða skatta en þau sem eiga í basli vegna skulda". — Hvað ræður vali á þeim hluta- félögum sem þið skráið gengi bréfa hjá? „Við setjum engin sérstök skil- yrði. Við höfum valið félög sem við vitum að eru þekkt meðal þorra al- mennings og hafa aðgengilega árs- reikninga. Val á þessum félögum er einhliða ákvörðun Hlutabréfamark- aðarins og ég á von á því að þessum félögum muni fjölga." — Hvað ræður gengi bréfa? “Engin ein regla er í gildi. Við skoð- um reikninga félagsins, tökum mið af sölum og eigin tilfinningu fyrir því hvaða verð sé eðlilegt að setja upp. Svo þreifum við okkur áfram. Varð- andi bréf Verzlunarbankans var gengið gefið. Bankinn var að auka hlutafé sitt og bauð 20 milljónir á al- mennum markaði á genginu 150. Þá hefur Iðnaðarbankinn keypt eigin hlutabréf eða haft milligöngu um sölu bréfanna. Við mat á þeim hefur verið litið til raunverulegrar stöðu samkvæmt síðasta ársuppgjöri og auk þess greiddir útlánavextir frá uppgjörsdegi til kaupdags. Til að fá viðskiptin viljum við bjóða aðeins betur. í þessu sambandi langar mig að taka fram að Iðnaðarbankinn er til fyrirmyndar í samskiptum við hluthafa að þessu leyti. Enda eykur það tiltrú manna á bankanum og hlutabréf í honum eru eftirsótt". Dreifa áhættunni — Nú hafið þið staðið fyrir hluta- fjárútboði í Hampiðjunni hf. Hver var reynslan af því? „Hún var góð. Öll bréfin seldust að nafnvirði 5.5 milljóna króna. Hinu er ekki að leyna að það urðu mér nokkur von- brigði hvað fáir komu inn af götunni til þess að afla sér upplýsinga. Það má þó segja að ekki hafi verið stílað inn á þá sem vildu nota sér skattfrá- drátt þar sem minnsti hlutur var 100 þúsund krónur, seldur á genginu 110, á sama tíma og hámarks skatt- frádráttur hjóna vegna hlutafjár- kaupa er 68 þúsund krónur". — Hlutabréf hafa tiltölulega litla ávöxtun en mikla áhættu. Hvað veld- ur því að menn vilja kaupa og eiga hlutabréf? „Engin ein skýring er einhlít. Sumir kunna að vera að kaupa sér völd og áhrif. Aðrir eru að dreifa áhættunni. Eru búnir að kaupa spariskírteini ríkissjóðs og vilja ekki hafa öll eggin í sömu körf- unni. Loks getum við ekki slegið því föstu að öll hlutabréf skili lítilli ávöxtun. Mörg dæmi eru um hlutafé- lög sem hafa veitt hluthöfum sínum ríflegan arð.“ Orð og efndir — Hvað þarf að breytast til að hlutafé verði jafnsett öðru sparifé gagnvart skattareglum? „Mikið er rætt um eiginfjárstöðu íslenskra fyr- irtækja um þessar mundir. Forsætis- ráðherra hvatti íslensk fyrirtæki til að bæta eiginfjárstöðuna í áramóta- ávarpi sínu enda er það nauðsyn vegna mikilla erlendra skulda og hárra vaxta. Ég get nefnt sem dæmi að í Belgíu hafa verið settar reglur sem veita þeim fyrirtækjum skattfrá- drátt sem auka eigið fé til að greiða niður erlendar skuldir. Markmið stjórnvalda var að lækka erlendar skuldir og því var hrundið í fram- kvæmd með þessum hætti. Hér þarf í fyrsta lagi að vera vilji fyrir hendi hjá stjórnenduni og eig- endum fyrirtækja á því að opna fyrir- tækin og afla fjár á almennum hluta- bréfamarkaði. Einnig þurfa stjórn- völd að sýna vilja sinn í verki. Það var rétt stefna sem tekin var upp fyr- ir 2 árum að nota skattafrádrátt til að örva kaup almennings á hluta- bréfum en skilyrðin sem sett voru um hlutafélög eru of ströng, því hlut- fallslega mjög fá íslensk atvinnufyr- irtæki uppfylla þau.“ Málin flækt „Skattlagning hlutafjár hefur verið lagfærð undanfarið en ennþá vantar á. Arður er skattfrjáls að vissu marki. Fyrir flesta eru þessar reglur rýmilegar en ekki alla. Það sem verra er að þessar takmarkanir fæla fólk frá því að kaupa hlutabréf því það vill ekki setja sig inn í flóknar reglur. Þarna er því verið að flækja málin að óþörfu. Hægt er að nefna fleiri dæmi. Innistæður í bönkum eru und- anþegnar eignarskatti það er hluta- fjáreign líka að vissu marki. Við rek- um okkur enn á flóknar reglur. Loks má nefna að söluhagnaður vegna sölu hlutabréfa er mjög líklega í flest- um tilvikum skattfrjáls en það getur tekið langan tíma að útskýra í hverju það er fólgið. Ef stjórnvöldum er al- vara með að brýnt sé að íslensk fyrir- tæki bæti eiginfjárstöðu sína verða þau líka að gera það aðlaðandi fyrir fólk að festa fé í atvinnurekstri. Það er mikið í húfi að vel til takist ekki aðeins til að bæta stöðu fyrir- tækjanna heldur einnig vegna þess aðhalds sem fylgir. Með aukinni hlutafjáreign almennings og markaði með hlutabréf, fer fólk að fylgjast betur með frammistöðu fyrirtækj- anna og gengi bréfa í þeim. Það knýr stjórnendur fyrirtækja til að skila betri rekstrarafkomu". — Hvert verður framhaldið á starfsemi Hlutabréfamarkaðarins. Einhverjar nýjungar á döfinni? „Það er ýmislegt á prjónunum sem of snemmt er að segja frá. Við munum halda áfram á sömu braut og vænt- anlega reyna að kynna fyrir fyrir- tækjum þá möguleika sem eru fyrir hendi með því að afla fjár með hluta- fjárútboðum." 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.