Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 66

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 66
Þessi girðing á aö þola 7 metra ölduhæð. Bridgestone girðing fyrir eldi á hafi úti Bridgestone vörumerkið er öllu þekktara á landi en sjó en vera kann að það breytist því nú eru komn- ar á markaðinn Bridge- stone fiskeldisgirðingar, sem ætlaðar eru á opnu hafi. Það er Bílaborg hf. sem flytur þessar girðing- ar inn og nú þegar hefur einni girðingu verið komið fyrir, rétt utan við höfnina í Keflavík. í henni ræktar Sjóeldi hf. regnbogasil- ung. Fiskeldi er ört vaxandi atvinnu- grein í mörgum ríkjum heims. Kvíar- eldi í sjó er mikilvægur þáttur fisk- eldisins en hingað til hefur það ein- gögnu farið fram í innfjörðum, þar sem skjól er fyrir ágangi sjávar. Inn- fjarðareldið getur ekki tekið við vext- inum í þessari grein í sama mæli og áður bæði vegna þess að hentugum stöðum fer fækkandi og mengun gerir vart við sig í lygnum sjó. Kvíareldi á opnu hafi hefur átt erfitt uppvaxtar vegna þess að vant- að hefur nægilega sterkar girðingar til að þola slæm veður og mikla öldu- hæð. Japanska fyrirtækið, Bridge- ston hannaði því sérstaka girðingu til þess að mæta þessum þörfum. Hún var fyrst reynd í Japan árið 1980 og tveimur árum síðar var hún sett á markað. „Tilkoma þessarar girðingar getur skipt sköpum um hvort hægt verður að stunda kvíareldi hér á landi“, sagði Jón Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Sjóeldi hf. í sam- tali við Frjálsa verlsun. „Þar sem nægur hiti er í sjó við suður og vest- ur ströndina er ekki lægi fyrir hefð- bundnar kvíar en í þeim landshlutum þar sem er skjól fyrir kvíarnar er varla nægur hiti fyrir fiskeldi í sjó.“ Girðingin frá Bridgestone á að þola 7 metra ölduhæð og hún er þannig hönnuð að öldurnar brotna ekki á henni. Girðingin hjá Sjóeldi er um 200 metra út frá höfninni í Kefla- vík. Hún er sexhyrnd að lögun, um 10 metra djúp og rúmmálið er um 7 þúsund rúmmetrar. I vetur voru 26 þúsund 140 gramma regnbogasil- ungar í girðingunni og hafa þeir þrif- ist vel þótt ekki hafi verið lögð mikil áhersla á að fóðra þá. Sjóeldi er með svokalla tvískipt eldi. Fyrra árið er silungurinn alinn í húsi en seinna árið úti í girðingum. Hægt er að hafa um 100 tonn af fiski í girðingunni í einu. Jón sagði að girðingin hefði reynst vel það sem af er fyrir utan óhapp er netið í henni rifnaði á 10 metra dýpi. Ovíst er um orsakir þess óhapps en girðingin sjálf hefur þolað átökin við íslenska veðráttu. 66

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.