Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 68

Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 68
a Raunhæfar aðgerðir Það leikur tæpast á tveimur tungum að heildarkjarasamningurinn sem gerður var á dögunum markar á margan hátt tímamót. í fyrsta skipti í meira en hálfan annan áratug er nú gripið til raunhæfra aðgerða til þess að hafa hemil á óðaverðbólgunni sem verið hefur hérlendis. Verðbólgu sem hefur sett þjóðfélagið meira eða minna á annan endann og valdið ómældum spjöllum á íslensku efnahagslífi. Það er mjög athygiisvert að frumkvæðið að slíku kemur frá aðilum vinnumarkaðarins og sýnir mönnum svo ekki verður um villst hve stjórnunarlegt vald þeirra er mikið. Það voru í raun ASI og VSI sem sögðu ríkisstjórninni fyrir verkum og það er kannski dæmi um viðhorf manna til ríkisvaldsins að það þótti blómagjafar virði þegar einn ráð- herrann sýndi frumkvæði og spyrnti við fótum þegar bankarnir ætluðu að hækka þjónustu sína rétt í kjölfar kjarasamninganna. En hvað er það sem veldur því að nú telja menn loks tíma til kominn að freista þess að snúa þeirri öfugþróun sem ríkt hefur hérlendis um langt skeið við? Senni- lega sú reynsla sem fengist hefur að kjarasamningum á þessu tímabili og sú stað- reynd að miklar hækkanir launa í krónutölu hafa ekkert gert annað en að kynda undir verðbólgubálinu. Þær hafa alls ekki fært fólki aukinn kaupmátt nema síður væri. Líklega hefur kollsteypan í kjölfar hins langa verkfalls BSRB á árinu 1984 opnað augu manna endanlega fyrir þessu og má þá segja að það verkfall hafi ekki verið til einskis. Á þeim tíma komu fram hugmyndir í viðræðum ASÍ og VSÍ sem voru í dúr við það sem nú var samið um en því miður náðu þær ekki fram að ganga þá og dýrmætur tími tapaðist og þær fórnir sem launþegar og aðrir voru búnir að færa eftir aðhaldsaðgerðir sem núverandi ríkisstjórn greip til í upphafi valdaferils síns fóru algjörlega fyrir bí. Hérlendis er fólk orðið svo vant að lifa við mikla verðbólgu að það tekur sjálfsagt nokkurn tíma að átta sig á þeirri umbreytingu sem ætlunin er að gera nú. Það munu fylgja því ákveðnir verkir að grípa til svo róttækra aðgerða en tilgangurinn helgar vissulega meðalið og það verður hlutverk þeirra sem stóðu að samningunum að fylgja því eftir að markmiðin náist því til þess er stjórnvöldum illa treystandi. Ekki síst þarf að fylgjast með því að opinber þjónusta verði ekki hækkuð en til þess er jafnan rík tilhneiging og slíkar hækkanir fara oft á tíðum ekki hátt. Það hef- ur t.d. verið meira talað um fyrirhugaðar fargjaldahækkanir hjá Flugleiðum en það að hið opinbera stórhækkaði mörg gjöld á því fyrirtæki nú fyrir skömmu. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa líka að fylgja því eftir að skattheimtan verði minnkuð eins og fyrirheit voru gefin um og það virðist nauðsynlegt að þrýstingur komi þaðan á að látið verði af bruðli og óráðsíu í ríkisrekstrinum. Oft hefur verið sagt að samskipti atvinnurekenda og verkalýðsforystunnar einkennist af togstreitu sem eigi pólitísk- ar rætur og sá sem fylgst hefur með átökum þessara aðila efast ekki um að slíkt á oft við rök að styðjast. En að þessu sinni var slíkt greinilega lagt fyrir róða og hagur þjóðarinnar og launþega hafður í fyrirrúmi. Það er ástæða til þess að fagna slíku og það mun koma hverjum einasta íslendingi til góða svo fremi að markmiðin sem sett voru náist. 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.