Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 69

Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 69
Póst- og símamálastofnunin hefur tekið í notkun X-25 gagnaflutningsnet um landið. Tenging netsins tii útlanda er fyrirhuguð um mitt þetta ár. Aðgangur viðskiptavina að netinu getur verið með fasttengdri línu og mótaldi eða með hringimótaldi í gegnum sjálfvirka símakerfið. Gögn eru send um netið líkt og pakkar með heimilisfangi viðtakanda. í netstöðvum eru gagnapakkarnir lesnir í sundur og sendir áfram í rétta átt. Gjaldskrá fyrir innanlandsnotkun er fyrirliggjandi og verður birt í næstu símaskrá. Fasttengdar línur eru látnar í té gegn greiðslu stofngjalds og afnotagjalds í samræmi við hámarkshraða sendingar. Auk þess er greitt fyrir hvert samband, hverja mínútu í sambandi og magn gagnasendinga. Notandi með hringimótald greiðir skráningargjald í stað stofngjalds, afnota gjald og fyrir notkun samkvæmt mælingu eins og að ofan. Upplýsingar eru fúslega veittar hjá Tæknideild stofnunarinnar. Almenna gagnaflutningsnetið GAGNANETIÐ Nýjasta tilboð Pósts og síma á hagkvæmum, öruggum og ódýrum gagnaflutningi. Bæði innanlands og við útlönd. 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.