Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 11
réttir
Artek gerir sölu-
samning við Lattice
Artek hf. er nú að ganga
frá samningi við banda-
ríska fyrirtækið Lattice
um að það taki að sér
markaðssetningu á ADA
þýðandanum erlendis.
Artek mun þá eingöngu
snúa sér að þróun á hug-
búnaðinum. Jafnframt er
nú unnið að því að auka
hlutafé Arteks til þess að
treysta stöðu fyrirtækis-
ins.
Með þessum samningi
verður gagnger breytinga
á starfsemi Arteks. Fyrir-
tækið er í eigu íslenskrar
forritaþróunar og Frum-
kvæðis og var það stofnað
til að þróa og markaðs-
færa ADA þýðandann.
Þrátt fyrir góðar viðtökur
erlendis reyndist mark-
aðssetningin of kostnað-
arsöm og var því gripið til
þess ráðs að leita til sér-
hæfðra fyrirtækja erlend-
is á þessu sviði. Oll þau
fyrirtæki, sem leitað var
til, sýndu málinu áhuga
en því lauk með samningi
við Lattice.
ADA þýðandinn frá
Artek verður seldur undir
merki Lattis. Samkvæmt
markaðsathugunum er
talið að hægt verði að
selja 30 þúsund ADA
þýðendur fyrir 1990 en
óvíst er hve íslenski þýð-
andinn gæti náð stórum
hlut. Tveir keppinautar
eru á markaðnum en
Lattice er þekktari en þeir.
Nú þegar hafa verið gerð-
ar söluáætlanir og er þar
gert ráð fyrir að auglýsa
ADA þýðandann fyrir
nokkrar milljónir ís-
lenskra króna á mánuði
fyrir utan aðra markaðs-
starfsemi. Það gefur
kannski hugmynd um hve
örðugt það er fyrir lítil
fyrirtæki að ætla sér að
markaðssetja hugbúnað á
alþjóðlegum mörkuðum.
Ætlunin er að auka
hlutafé Arteks um nokkr-
ar milljónir króna og er
söfnun hlutafjár nú hafin.
Miðað við söluáætlanir
Lattice er reiknað með að
Artek geti skilað hluthöf-
um arði þó svo salan verði
í lægri kanti áætlananna.
Ölog gos:
Markaðurinn stækkar enn
Gosmarkaðurinn hefur
stækkað mjög mikið á síð-
ustu árum og ekkert lát
virðist vera á þeim vexti.
Samkvæmt tölum þjóð-
hagsstofnunar um veltu í
öl-og gosdrykkjasölu
samkvæmt söluskatt-
skýrslum var veltan í
þessari grein 731.487
milljónir króna á fyrstu
sex mánuðum ársins en
var 520.402 milljónir
króna á sama tíma árið
1986. Þetta er 40.6%
veltuaukning. Ef verð á
öli og gosdrykkjum hefur
breyst í samræmi við
breytingar á framfærslu-
vísitölu er hér um 25%
raunaukningu að ræða.
Hér þarf þó að taka með í
reikninginn að verð á um-
búðum í dósagosi, sem
notið hefur mikilla vin-
sælda á þessu ári, er inni í
veltutölum en verð á gler-
flöskum ekki. Þetta
skekkir samanburðinn á
milli ára en engu að síður
er ljóst að gróskan er
ótrúlega mikil.
Jón Steinar.
Deilt á
dómara
Látlaus eftirspurn er eftir gosi.
Meðal bóka sem koma út
nú í haust verður bók eftir
Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttarlögmann
og á hún án efa eftir að
vekja mikla athygli og
umtal. Bók Jóns Steinars
mun heita „Deilt á dómar-
ana“ og fjallar hún um
störf Hæstaréttar eða öllu
heldur meðferð Hæsta-
réttar á málum er varða
meint stjómarskrárbrot. I
bók Jóns Steinars kemur
fram mjög harðorð gagn-
rýni á dóma Hæstaréttar í
þessum málum. Telur Jón
að þeir einstaklingar, fyr-
irtæki og félagasamtök,
sem leitað hafi réttar síns
fyrir dómstólunum þegar
stjórnvöld hafa brotið
gegn réttindum þeirra
samkvæmt stjómar-
skránni, hafi of oft ekki
náð að rétta hlut sinn. í
bókinni er farið yfir
nokkra dóma sem renna
stoðum undir skoðanir
höfundar. Jón Steinar er í
hópi virtari lögfræðinga
og hefur mikla reynslu af
málum er varða stjómar-
skrá landsins. Með bók
sinni rýfur Jón Steinar
þögn lögmanna um störf
Hæstaréttar. Það verður
því erfitt fyrir yfirvöld
dómsmála að leiða gagn-
rýni hans hjá sér.
11