Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 20
ábyrgð íslands á fiskiskipum og Hagtrygging með nokkru lægri ávöxtun en hin félögin. Fjárhagsstaða Eigið fé félaganna hækkaði minna á árinu 1986 en eig- in iðgjöld. Taprekstur hafði einnig neikvæð áhrif á af- komu margra félaga. Önnur virðast hins vegar vera í jafnvægi, en lítið er um að afkoman batni verulega á árinu. Þó er vert að geta þess að eigin iðgjöld hafa hækk- að umtalsvert hjá mörgum félaganna, þannig að ekki er að undra að hlutföll þar sem deilt er með iðgjöldum árs- ins fari hækkandi á meðan. Hér á eftir birtist tafla sem sýnir eigið fé og eigin tryggingasjóð sem hlutfall af eigin iðgjöldum ársins. Með eigin fé er hér átt við bókfært eigið fé að viðbættum áhættusjóði og bundnu óskattlögðu fjármagni. Eigin tryggingasjóður sem hlutfall af eigin iðgjöldum ársins er 138% en var tæp 142% í fyrra, þannig að þetta hlutfall hefur lækkað. Eigið fé sem hlutfall af eigin iðgjöldum er hins vegar 38% en var í fyrra rúm 39%. Tjónin gera ekki boð á undan sér. Þegar þau koma er betra aö vera vel tryggður. Horfur á markaðnum Ef litið er á ýmsar heildartölur virðist sem jafnvægi ríki á markaðnum. Hins vegar má sjá nokkur hættu- merki. Eigið fé hefur ekki vaxið að raunvirði undanfarin ár og eigin tryggingasjóður vex ekki nema sem nemur eigin iðgjöldum. Margt bendir til þess að iðgjöld fari lækkandi að raunvirði vegna aukinnar samkeppni og þrýstings þannig að áhættan vex umfram iðgjaldahækk- anir. Einnig er það mjög líklegt að í svonefndu góðæri í þjóðfélaginu aukist umsvif og framkvæmdir og þar með áhætta. Það er að mínu mati ólíklegt að iðgjöld megi lækka frekar nema með því að ganga á eignir félaganna. Það er hins vegar annað mál hvort ekki megi breyta töxt- um í einstökum greinum. Samkvæmt lögum um trygg- ingarekstur ber hverri grein að standa undir sér, en öll- um er ljóst að svo er ekki nú. í mánuði hverjum berast nýjar tölur um stóraukinn fjölda tjóna í umferðinni. Svo þunglega horfir í bifreiða- tryggingum að mínu mati að líklegast er að hagnaður minnki enn og jafnvel verði tap hjá flestum þeim félögum sem stunda þær. Ef svo heldur sem horfir eru mestar lík- FJÁRHAGSSTAÐA (allar upphæðir í milljónum) 1 2 3 4 bókfœrt elgin eigið fé lágmarks iðgjöld •fb.ósk.fj. gjaldþol eiginn (2/1) (4/1) (2+4)/1 ársins +áhættusj. tr.sj. •100 *100 •100 Ábyrgð 80.6 11.1 16.6 42.5 13.8% 52.7% 66.5% Alm.tr. 226.0 89.0 54.1 280.5 39.4% 124.1% 163.5% B.f. 317.2 178.0 64.9 488.3 56.1% 154.0% 210.1% hagtrygg 47.6 19.3 9.4 39.9 40.4% 83.9% 124.3% Húsatr.r. 46.3 121.2 8.8 1.7 262.1% 3.8% 265.8% fsl.endurt. 87.0 130.6 39.9 232.2 150.1% 266.9% 417.1% Rvk.endurt. 17.2 19.1 4.1 35.6 111.0% 206.7% 317.7% Samáb. 123.2 116.4 19.8 54.3 94.5% 44.1% 138.6% Samv.tr. 600.5 174.3 119.5 677.3 29.0% 112.8% 141.8% Sjóvá 388.0 189.0 121.8 717.5 48.7% 184.9% 233.6% Trygging 138.5 55.9 29.1 163.6 40.4% 118.1% 158.5% Tr.mlðst. 293.0 161.0 75.0 529.8 55.0% 180.8% 235.8% Samtals 2364.9 1264.8 563.0 3263.2 53.5% 138.0% 191.5% ur á því að bókfærð tjón hækki um 40-50% og að sam- bærileg hækkun verði á bótasjóðum. Einnig hafa verið stórtjón í eignatryggingum á árinu. Þótt endurtryggingasamningar séu allajafna þannig að innlendu félögin bera ekki nema hluta af stærstu tjónum, þá bindast í þeim fjármunir a.m.k. tímabundið. Þeir pen- ingar bera þá ekki vexti á meðan. Einnig virðast horfur vera dekkri en áður í slysatryggingum. Flest virðist því benda til þess að árið 1987 verði tryggingafélögunum óhagstæðara en mörg undanfarin ár. Helsta leið félaganna úr því sem komið er virðist vera að efla fræðslustarf og tjónavamir, en á næsta ári verða þau að ná fram viðunandi iðgjaldahækkun í bifreiða- tryggingum. Því fer fjarri að það sé tryggingatökum nokkur hagur að félögin veikist, þvert á móti er það eitt- hvert mesta áfall sem þeir geta orðið fyrir ef tryggingafé- lag getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skýring hugtaka Þar sem hugtök í trygging- arekstri eru ekki öllum töm þykir rétt að skýra nokkur þeirra sem koma fyrir í texta og töflum. Bókfærð iðgjöld er sú upphæð iðgjalda sem færð er á reikningsárinu. Þau samsvara hins vegar ekki áhættu félagsins á árinu, t.d. þarf að greiða tjón sem kunna að verða af bifreiðatrygging- um tvo mánuði af næsta ári þar sem tryggingatímabilið fylgir ekki allta freikningsár- inu. Bókfærð iðgjöld síðasta árs þurfa því að mæta tjónum sem hafa orðið tvo fyrstu mánuði þessa árs. Heildarið- gjaldatekjur umreiknaðar þannig að yfirfærður er á milli ára hluti iðgjaldanna til að samsvara áhættu reiknings- ársins nefnist iðgjöld árs- ins. Eigin iðgjöld eru svo mis- munur innkominna iðgjalda (iðgjöld ársins) og þess sem feilur í hlut endurtryggjenda. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.