Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 25
Asgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Veltis. En nú stöndum við á tímamótum. Við lækkun tolla á bílum, 1. mars 1986 lækkuðu bílar í verði um 30% og fyrir vikið stórjókst innflutningur nýrra sem notaðra bíla til landsins og bílaeign landsmanna óx verulega. Meðaltal innfluttra bíla á tíu ára tímabili áranna fyrir tollalækkun var 7700 bílar á ári. En verðlækkunin leiddi af sér verulega aukinn inn- flutning bíla. Samkvæmt upplýsing- um frá Bifreiðaeftirlitinu í Reykjavík voru nýskráningar 13.713 árið 1986 og í þeirri tölu eru nýir bílar og ný bifhjól. Það stefnir í enn fleiri ný- skráningar á þessu ári því sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru fluttir til landsins 8528 fólksbíl- ar, 2450 jeppar og 1711 notaðir bíl- ar, eða 12.689 bílar fyrstu sex mán- uði ársins 1987.Og við jafn mikla aukningu er ekki að furða þótt fólk velti fyrir sér ástæðum og afleiðing- um holskeflunnar. Markaðurinn var sveltur! Þrátt fyrir 30% meðaltalslækkun eru bílar það dýrir að fæstir kaupa þá af nauðsynjalausu. Bíll er nauðsynlegur í íslensku nútímasamfélagi, á því er enginn vafi. Og það sem meira er, hér á landi virðist hafa verið mikil þörf á fleiri bílum á liðnum árum en verðlag virðist hafa komið í veg fyrir að við höfum megnað að fullnægja þörfinni. Það er reyndar ekkert nýtt að bílainnflutningur landsmanna gangi í bylgjum, það hefur oft gerst og yfirleitt vegna utanaðkomandi ástæðna. Við hvarf síldarinnar á árunum upp úr 1967 dróst innflutn- ingur á bílum verulega saman og það sama gerðist við orkukreppuna á árunum 1974 til 1976. Og á árunum fyrir tollalækkun var enn ein lægðin í bílainnflutningi landsmanna og stafaði hún að margra áliti af of háu bílverði, verði sem var langt umfram kaupgetu almennings. Ásgeir Gunnarsson framkvæmda- stjóri Veltis er á þeirri skoðun að innflutningur 7700 bíla á ári að meðaltali siðustu tíu árin fyrir tolla- lækkun hafi verið langt undir eðli- legri þörf íslendinga og bendir hann á stóraukin bílakaup landans sem eðlileg rök máli sínu til stuðnings. „Þjóðin er að bílvæðast, á því er ekki nokkur vafi. Ég tel einnig að stór- aukinn innflutningur bíla í kjölfar tollalækkunarinnar hafi verið eðlileg- ur miðað við þá staðreynd að bila- markaðurinn hafði verið í miklu svelti í þrjú ár fyrir lækkunina. Um þessar mundir eru Islendingar fimmtu í röðinni hvað varðar bíla á einstaklinga, við eigum einn bíl fyr- ir hverja 1.8 einstaklinga sem er mikið stökk. Á árinu 1961 voru 7.7 Islendingar á hverja bifreið í landinu, 3.9 árið 1971 og síðan fer hlutfallið smám saman lækkandi. Það er held- ur engin tilviljun að íslendingar skuli eiga eins marga bíla og raun ber vitni, við þurfum þess einfaldlega. Við erum fámenn þjóð og landið er strjálbýlt. Vegalengdir eru miklar og einkabíllinn er eðlilegt samgöngu- tæki. Þótt við búum vissulega við þéttriðið samgöngunet, bæði í flugi og með Iangferðabílum getum við tæpast borið okkur saman við ná- grannaþjóðirnar hvað samgöngur varðar því hér vantar járnbrautirnar, ódýran ferðamáta og vinsælan. Bíla- eign landsmanna vegur þar upp á móti. Bíllinn er því jafn nauðsynleg- 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.