Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 29
Bíll fyrir forstjórann
í framhaldi af umfjölluninni um bíla, hér að framan hafði Frjáls verslun samband við
nokkur bílaumboð til að forvitnast eilítið um „forstjórabíla“ sem í boði eru. Þetta er langt frá
því að vera vísindaleg athugun hjá okkur enda frekar um leik en alvöru að ræða. Leitað var
til fjögurra bílaumboða, Heklu hf., Veltis, Ingvars Helgasonar og Bílvangs.
Hjá Heklu hf. áttu menn í erfiðleikum með að nefna
„forstjórabílinn," því fleiri en einn kom til greina. Marinó
Björnsson sölustjóri nefndi Pajero bílinn sem hægt er að
fá frá 1100 þúsund krónum og Range Rover Voge, sjálf-
skiptan átta strokka bíl með öllu sem kostar 1746 þús-
und. En mestu vonir batt hann þó við Audi 80 sem hann
sagði nýjan og vinsælan bíl. Hann er sjálfskiptur, með
rafstýrðar rúður, litað gler og vandaðri innréttingu. Bíll-
inn kostar frá 900 þúsund krónum.
Smári Hreiðarsson hjá Ingvari Helgasyni gat ómögu-
lega gert upp á milli tveggja jeppa sem báðir eru frá
Nissan. Fyrst nefndi hann Nissan Patrol Rescue Unit,
sex strokka bíl með 3.3 turbo disel vél. Hann er á breið-
um dekkjum, með alfstýri, spili að framan, með grind fyr-
ir varadekk og eldsneytisgeymi að aftan. Bílinn tekur sjö
manns í sæti, er með sjálfvirkri hraðastillingu og kostar
1420 þúsund. Hinn bíllinn sem Smári nefndi heitir
Nissan Pathfinder og er litill jeppi. Hann er sex strokka
og hefur verið kosinn bíll ársins í Bandaríkjunum og
Kanada í flokki fjórhjóla drifs bíla. Hann kostar 1100
þúsund krónur.
Hjá Bílvangi nefndi Bjarni Ólafsson Chevrolet Blazer
sem verðugan „forstjórabíl," þótt þeir væru reyndar með
fleiri jeppa sem hæglega gætu tilheyrt þessum flokki bíla.
Bjarni sagði Blazerinn kosta frá 1150 þúsundum en vel
búinn bíll kostar að sögn Bjarna 1340 þúsund. Það er
verið að tala um sex strokka sparneytin bíl sem sameinar
kosti jeppa og fólksbíla. Bíllinn er með vökvastýri, sjálf-
virkri hraðastillingu og það sem skiptir einna mestu máli
er að hann er byggður á heilli grind.
Ólafur Friðsteinsson hjá Velti sagði Volvo 760 flagg-
skipið í flotanum og tvímælalaust forstjórabíllinn frá
Volvo. Bíllinn er „einn með öllu,“ eins og Ólafur sagði.
Hann er með lituðu gleri, plus áklæðum, rafdrifnum rúð-
um og speglum. f bílnum er ECC miðstöð en hún virkar
þanni gað með hitastilli er hægt að ákveða hitastigið í
bílnum og með hjálp skynjara sér miðstöðin um að halda
hitastiginu stöðugu. Auk þessa er bílinn á sport felgum
og með öðrum ótöldum lúxusbúnaði. Bíllinn kostar 1577
þúsund krónur.
29