Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 31
síðan hefur Wang verið stærsti fram-
leiðandi sérhæfðra ritvinnslukerfa í
heiminum. Árið 1978 setti Wang síð-
an á markaðinn Wang VS 80 tölv-
una sem aðrar Wang VS tölvur
byggja að nokkru leyti á í dag. Og á
þessum grunni byggir tölvudeild
Heimilistækja.
Á þessu ári eru liðin tíu ár frá því
Heimilistæki tóku yfir Wang umboð-
ið á íslandi og hefur deildin vaxið og
dafnað á þeim árum sem liðin eru.
Nú starfa sextán manns við tölvu-
deildina og umsvifin eru töluverð.
Starfsemi deildarinnar er skipt í
þrennt; í söludeild, hugbúnaðardeild
og vélbúnaðardeild. Vélbúnaðar-
deildin sér um reglulegt viðhald, út-
köll vegna bilana og um uppsetningu
á nýjum búnaði. Hugbúnaðardeildin
fæst einkum við aðlögun á hugbún-
aði frá Wang og þar fer mestur tím-
inn i þýðingu forrita yfir á íslensku.
Söludeildin sér um sölu á Wang tölv-
um, C.Itoh prenturum og Compu-
graphic setningartölvum fyrir
prentsmiðjur.
Til þessa hefur tölvudeildin verið
eini söluaðili Wang tölva en breyting
er að verða þar á. Að sögn Sveins
Guðmundssonar deildarstjóra tölvu-
deildarinnar hafa Heimilistæki selt
tölvur í alla landshluta og er þeim
þjónað úr Sætúninu. „En við erum í
samstarfi við aðila á ísafirði sem sér
um bráðaþjónustu og stendur til að
koma á samstarfi við fleiri aðila
annars staðar á landinu sem veitt
gætu slíka þjónustu," segir Sveinn
og bætir því við að tölvudeildin sé að
koma sér upp aðstöðu til að prófa og
athuga bilanir og villur í hugbúnaði
gegnum símalínu. Starfsmaður hug-
búnaðardeildarinnar getur þá gert
við villur og sett upp ný forrit án
þess að mæta á staðinn. Þessi aðferð
hefur verið viðhöfð við eldri Wang
tölvur en með nýju VS tölvunum
verður þjónustan mun öflugri.
Söludeildin rekur tölvufræðslu
fyrir viðskiptavini sína þar sem
kennd er öll almenn notkun hugbún-
aðarins. Annars segir Steinar
Viktorsson sölustjóri að einkar auð-
velt sé að umgangast Wang tölvurn-
ar. Wang VS tölvurnar hafa til
dæmis allar sama stýrikerfi hvort
sem þær eru gerðar fyrir einn not-
anda eða upp í 256 notendur. Wang
ritvinnslan er einnig sú sama á öllum
Wang tölvunum hvort sem um er að
ræða Wang PC eða Wang VS. Stein-
ar leggur mikla áherslu á að notkun
Wang tölva sé það þægileg að not-
andinn gleymi ekki hvernig vinna á
við tölvuna eftir að hann er einu
sinni búinn að læra það. „Við bind-
um miklar vonir við VS tölvurnar og
hefur gengið vel að selja þær undan-
farið.“
Helstu nýjungar hjá Wang er ný
útgáfa af PC tölvum sem eru alger-
lega IBM AT samhæfðar og munu
þær tölvur vera á mjög góðu verði og
vel samkeppnisfærar við ódýrari
tölvur frá Taiwan og öðrum austur-
löndum. En sú nýjung Wang sem
einna mest hefur komið á óvart er
Flakkarinn svo kallaði, lítil tölva sem
einungis er sjö kíló að þyngd. Flakk-
arinn er allt í senn, IBM samhæfð PC
tölva með innbyggðum 10 MB hörð-
um diski, góðum skjá og prentara.
Hún þykir kjörin á ferðalögum því
rafhlöður sjá til þess að hægt er að
vinna við hana í biðsölum flughafna
og um borð í flugvélum, svo ekki sé
minnst á hótelherbergi og fundar-
staði. „Salan á Flakkaranum hefur
komið okkur þægilega á óvart, enda
einstök tölva, rétt eins og annar bún-
aður frá Wang,“ sögðu þeir Sveinn
og Steinar að lokum.
vókarinn
forrit
Fjárhagsbókhald
Viðskiptamenn — skuldunautar
Viðskiptamenn — lánadrottnar
Birgðabókhald ________
____o9
IWur
Söluaðilar
EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, Reykjavík, s.: 686933
Rafreiknir hf., Ármúla 40, Reykjavík, s.: 681011
Skrifstofuvélar hf„ Hverfisgötu 33, Reykjavík, s.: 20560
Atlantis, Skúlagötu 51, Reykjavík, s.: 6211B3
Heildi - Níels Karlsson, Steinbergi, Akureyri, s:. 96-25527
Rúnir i
Skólavörðustíg 42,
101 Reykjavík, símar 91-22243 og 26282.
31