Frjáls verslun - 01.06.1987, Page 32
amtíðarmaður
t
Tölvu-
umræðan
hættulega
neikvæð
- Frjáls verslun ræðir við Dr. Jón
Þór Þórhallsson forstjóra SKÝRR
Texti: Kjartan Stefánsson
Myndir: Grímur Bjarnason
Margir hæfir stjórnend-
ur hafa valið sér starfs-
vettvang hjá hinu opin-
bera þótt stjómendum þar
sé ekki alltaf jafn mikill
gaumur gefinn og stjóm-
endum hjá einkafyrirtækj-
um. Einn þeirra er Dr. Jón
Þór Þórhallsson forstjóri
Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Hann
hefur stýrt SKÝRR í 10 ár
og þykir skipulagður,
ákveðinn og nákvæmur
stjómandi. SKÝRR hafa
tekið miklum stakkaskipt-
um undir hans stjóm og
eru nú stærsta og voldug-
asta fyrirtæki í upplýs-
ingaiðnaði á landinu. Jón
Þór er samtíðarmaður
Frjálsrar verslunar.
„Eiginlega ætlaði ég að verða
húsasmiður eins og faðir minn“,
sagði Jón Þór þegar talið barst að
starfsvalinu. „Fyrsta leikfangið sem
ég fékk var hamar. Auðvitað leið
ekki á löngu þar til ég missti fyrstu
nöglina enda var ég aðeins 3ja ára
en það breytti ekki framtíðaráform-
unum. Þennan hamar á ég enn. A
unglingsárum vann ég við húsasmíð-
ar og var að safna mér tímum og
vantaði ekkert nema Iðnskólann til
að verða fullnuma. Ég fór þó í
Menntaskólann í Reykjavík fyrir
hvatningu foreldra minna. Þar kom á
daginn að ég átti fremur auðvelt með
skólalærdóminn og varð það til þess
að ég fór í háskóla að loknu stúd-
entsprófi 1959. Ég lagði stund á eðl-
isfræði og stærðfræði við þýskan
háskóla í Karlsruhe, og háskóla í
Giessen sem heitir Justus Liebig
Universjtát og útskrifaðist þaðan
1965. Doktorsprófi lauk ég 1967.
Ég hafði alltaf meiri áhuga fyrir
stærðfræði en eðlisfræði vegna þess
að ég hafði ekki þolinmæði til að
gera tilraunir. Ég valdi mér því verk-
efni til doktorsprófs þar sem ég gat
reiknað út hvað myndi gerast við
ákveðnar tilraunir frekar heldur en
standa yfir glösunum. Þessir útreikn-
ingar voru viðameiri en svo að hægt
væri að gera þá í höndunum. Eina
tölvan sem hægt var að komast í og
var nógu afkastamikil var í Reikni-
stofnun í háskólabænum í Darm-
stadt og fékk ég að vinna verkefnið
þar. Þetta var í fyrsta skipti sem ég
kynntist tölvu enda var tölvuvinnsla
þá ekki orðin almenn og námsbrautir
í tölvufræðum ekki komnar í há-
skóla.“
Kennsla í Kanada
— Hvert lá leiðin svo?
„Árið 1967 var ekki sérstaklega
gott ár á Islandi svo ég var ekki
áfjáður í að snúa heim. Eftir átta ár í
Þýskalandi langaði mig þó til að
vinda ofan af Þjóðverjanum i mér.
Ég var reyndar ekki farinn að tala
þýskuna eins og innfæddur en Þjóð-
32