Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 33

Frjáls verslun - 01.06.1987, Side 33
cCQcucaQO$&a trrÆö'o o n CBBSBOOOat U'W» 0 Imil verjar héldu að ég væri Hollendingur og ég leit á það sem hrós. Mig lang- aði til þess að læra ensku og sló því til þegar mér bauðst að fara til háskólans í Edmonton í Alberta í Kanada haustið 1967. Ég var í Ed- monton í eitt ár og hélt áfram þeim rannsóknum sem ég hafði verið að vinna að. Enskukunnáttunni fór þó lítið fram því ég lenti í að vinna með eintómum Spánverjum. Ég flutti mig því til Vancouver i Bresku Kol- umbíu. Þar tók ekki betra við með ensku- námið því flestir vinnufélaganna voru Kínverjar. I Vancouver er ann- að stærsta China Town í Ameríku. Ég var þó feginn því að hafa kynnst Kínverjum því matargerðarlist þeirra og menning tekur flestu öðru fram. Alla tíð síðan hef ég dáðst að Kín- verjum. Þeim var líka margt til lista lagt. Á laugardögum setti einn starfsbróðir minn upp rakarastofu á skrifstofunni okkar og klippti alla Kínverja á staðnum. Hann gat einnig stillt bílinn þinn aðeins með nagla- þjöl. Árið eftir bauðst mér svo kennara- staða við Red Deer College í Alberta þar sem ég var frá 1969 til 1974. Samtímis var ég forstöðumaður reiknistofu skólans. Ég var fenginn til þess að kenna tölvufræði þar sem menntun mín þótti komast næst því sviði af kennurum skólans. Og í kennslunni tókst mér loks að læra ensku. Þegar komið var fram undir miðjan áttunda áratuginn fór fjöl- skyldan að huga að heimferð. Við vorum búin að vera það lengi erlend- is að annaðhvort urðum við að fara 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.