Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 34

Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 34
heim þá eða aldrei. Það þótti líka góð regla í Kanada að vera fimm ár í starfi.“ SKÝRRog Háskólinn Eftir að Jón Þór kom heim varð hann sérfræðingur og deildarstjóri við reiknistofu Raunvísindastofnun- ar Háskólans og síðan forstöðumað- ur Reiknistofnunar Háskólans 1976-1977 er hann var ráðinn for- stjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar. „Það var margt við SKÝRR sem heillaði mig“, sagði Jón Þór. „í fyrsta lagi var það stærðin. Þetta var stærsta fyrirtæki á sínu sviði á land- inu. Einnig voru að koma nýir tímar í tæknilegum efnum sem mig langaði til að innleiða. Runuvinnslan var að hverfa en sivinnsla að koma. Það var mjög spennandi að fá að taka þátt í þeirri tækniþróun eða tæknibyltingu í fyrirtæki sem var leiðandi í þessari grein. Þó ég kæmi hingað hef ég ekki slitið sambandinu við Háskólann. Ég hef kennt þar frá því ég kom heim, fyrst í verkfræðideild og síðan í við- skiptadeild þar sem ég er dósent í upplýsingatækni. Starf mitt hjá SKÝRR gefur mér kost á að flytja ýmsa hagnýta reynslu inn í Háskól- ann. Þar með get ég haldið menntun- Jón Þór meö Einari Jónssyni yfirkerfisfræðingi. Allir starfsmenn SKÝRR eru merktir. inni í takt við það sem er að gerast i viðskiptalífinu. Fyrirtækið hefur einnig gagn af því að ég sé að kenna. í kennslunni þarf maður að fylgjast vel með því sem er nýjast á fræðilega sviðinu og þá þekkingu getur maður flutt inn í fyrirtækið. Háskólanem- endur fylgjast ótrúlega vel með nýj- ungum og þeir eru fljótir að sjá þá kennara út sem ekki hafa viðhaldið þekkingu sinni. I fyrstu ætlaði ég ekki að vera lengur en fimm ár í þessu starfi að kanadískum hætti. Eitt af því sem hefur haldið mér svona lengi í starfi er að hér get ég bæði verið í tengslum við viðskipta- lífið og Háskólann og ég vil af hvor- ugu missa.“ Þegar Jón Þór kom til SKÝRR störfuðu þar 70 til 80 manns en í dag starfa þar 130 manns og veltan í ár er áætluð um 300 milljónir króna. SKÝRR eru í eigu ríkisins og Reykja- víkurborgar og 90% viðskiptanna eru við fyrirtæki og stofnanir eig- enda. Hlutverk SKÝRR hefur breyst mjög mikið á 10 árum. Þegar Jón Þór kom þangað var það tölvu- vinnslufyrirtæki en nú er það orðið alhliða upplýsingafyrirtæki auk tölvuvinnslunnar. í samræmi við þessa þróun var stjórnskipulagi SKÝRR breytt árið 1985. Starfsemi SKÝRR var skipt í fimm megin stjórnunarsvið og er hvert svið undir stjórn framkvæmdastjóra. Upplýsingaverk- smiðja „Það má segja að SKÝRR séu ein stór upplýsingaverksmiðja“, sagði Jón Þór. „Sem dæmi um umfangið get ég nefnt að við prentum út 40 milljónir lína á mánuði og um 180 til 200 vinnustaðir eru tengdir um símalínur við SKÝRR. Á degi hverj- um koma um 200 þúsund sendingar, færslur eða uppflettingar, til okkar frá viðskiptavinum, sýsluskrifstof- um, skattstofum eða bifreiðaeftirlit- inu. Við geymum þessar upplýsingar og vinnum úr þeim. Auk þessa sinnum við ýmis konar ráðgjöf á tölvusviðinu. í því starfi leggjum við mikla áherslu á að það eru upplýsingamar sem skipta máli. Við könnum hvaða upplýsingar verða til á viðkomandi stað, hvaða 34

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.