Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 37

Frjáls verslun - 01.06.1987, Síða 37
Jón Þór hefur sinn eigin tölvuskjá þar sem hann vinnur mörg verkefna sinna. Meöal annars fara ýmis samskipti viö samstarfsmenn fram í gegnum tölvupóstinn. hluta eftir frammistöðu. Þetta hefur gefist mjög vel og okkur hefur hald- ist sæmilega á fólki síðustu árin. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Ef menn eru ekki ánægðir með það mat sem þeir fá geta þeir áfrýjað til mín. Eins og ég gat um áðan er mikilvægt að sú mynd sem starfs- maðurinn hefur af sér svipi til þeirra hugmynda sem yfirmaðurinn hefur um hann.“ Leikreglur SKÝRR í samræmi við þetta hefur Jón Þór sett á blað leikreglur fyrir SKÝRR- samfélagið. Þær eru þannig: GÓÐ HJÚ GERA GARÐINN FRÆGAN. Orðstír SKÝRR veltur á framgöngu hvers og eins innan fyrir- tækisins. Því er mjög mikilvægt að vel takist til um val á starfsmönnum. SKÝRR ERU FYRIRTÆKI SEM EKKI ER FAST í FORMINU. Starfsmenn geta fyrirvaralaust náð tali af yfirmönnum sínum og leitað til þeirra. Hjá SKÝRR situr einnig hreinskilni í fyrirrúmi. Talað er tæpi- tungulaust um frammistöðu og ár- angur starfsmanna. Jákvæð ummæli viðskiptamanna eiga að berast starfsmönnum til eyma svo og nei- kvæðar yfirlýsingar. Hvorttveggja er lærdómsríkt. UMBUN FER EFTIR ÁRANGRI. Hæfileikar og geta ráða þvi hvemig hverjum og einum vegnar í starfi. — Ertu mikill vinnuhestur? „Ég get ekki sagt að ég sé sjúklega haldinn af vinnu enda bætir það oft ekki að liggja lengi yfir hlutunum. Ég hef mikla trúa 80/20 reglunni þ.e.a.s. að menn nái 80% árangri með 20% áreynslu. Hins vegar kemst ég ekki hjá því að vinna heima þar sem ég þarf að undirbúa kennsluna. Oft flýg ég í gegnum 10 til 20 tímarit á viku til þess að halda mér við í faginu.“ — Hagnaður er venjulega mæli- kvarði á árangur hjá einkafyrirtækj- um. Hvemig getið þið mælt árangur ykkar þannig að þið vitið að þið séuð á réttri leið? „Það er rétt. Okkur vantar þennan mælikvarða. SKÝRR em reknar á núlli. I raun emm við að skipta kostnaði á milli notenda eða eigenda fyrirtækisins. Við tökum gjald fyrir alla þjónustu þannig að menn greiða kostnaðinn í samræmi við notkun. Við höfum aðhald frá samkeppni sem hjálpar okkur að halda kostnaði niðri og gefur okkur hugmynd um hvemig við stöndum okkur. Til dæmis var öll hugbúnaðarvinna unn- in í tímavinnu hér áður fyrr en nú bjóðum við fast verð samkvæmt til- boði í öll verk. I tölvuvinnslunni hef- ur okkur tekist að lækka kostnað um 10-20% að raunvirði á ári hverju sem sýnir að við emm alveg í takt við þróunina annars staðar. Þar fyrir utan segja gæði þjónustunnar til um árangur en það er þáttur sem er allt- af erfitt að meta.“ Tengslin við við- skiptalífið — Kostir og gallar að fá verkfræðing í stjómunarstörf í atvinnulífinu? 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.