Frjáls verslun - 01.06.1987, Qupperneq 38
„Kostimir em fyrst og fremst þeir
að verkfræðingar em vanir að vinna
skipulega, skilja hismið frá kjarnan-
um. Þeir eiga líka yfirleitt auðvelt
með að fylgjast með nýjungum. Þess-
ir eiginleikar nýtast stjórnendum
mjög vel. Gallamir em ef til vill þeir
að gildismat verkfræðinga er oft
takmarkað. Þeir binda sig of mikið
við tæknina. Þeim er því hætt við að
vanrækja sambandið við viðskipta-
vinina og hafa lítinn áhuga á fjármál-
um. Þeir eiga erfitt með að tjá sig við
fólk og em menn formúlanna frekar
en hins talaða orðs. Mannleg sam-
skipti em þeirra veika hlið.
I mínu tilviki er ég það heppinn að
ég hlaut ágætt uppeldi í skólanum í
Kanada sem kom til viðbótar við
verkfræðilega menntun. Ég vann þar
með góðu fólki sem kunni þá list að
sameina fræðilegar og viðskiptaleg-
ar hliðar. Fjárframlög til skólans
vom í því formi að greitt var ákveðið
gjald fyrir hvern nemanda. Við
þurftum því að „selja“ skólann til að
auka tekjurnar. Eftir því sem við
fengum fleiri nemendur stóð fjárhag-
ur skólans á traustari fótum. Þannig
urðum við að innleiða í skólann
ákveðinn hugsunarhátt úr viðskipta-
lífinu sem ég held að hafi verið okkur
til góðs. Ég held að skólakerfið hér
og opinberar stofnanir hefðu gott af
því að vera í snertingu við viðskipta-
lífið.“
— Hefur sambandsleysið við
markaðinn ekki í för með sér að
mannaflinn nýtist illa hjá því opin-
bera?
„Opinberir aðilar hafa ekki sömu
viðmiðun og fyrirtæki á markaðnum
þar sem frammistaða ræður hvort
þau lifa eða deyja. Það hefur lengi
verið viðtekin skoðun að opinber
rekstur sé óhagkvæmur. En það hef-
ur orðið mikil vakning hjá stjórnend-
um í opinberum rekstri á undanförn-
um árum í þá átt að skila meiri
árangri með aukinni hagræðingu og
ganga til verka með sama hugsunar-
hætti og menn í viðskiptalífinu. í
opinbera geiranum eru margir hæfir
stjómendur sem gefa stjómendum
einkafyrirtækja ekkert eftir þó þeir
búi ekki við aðhald markaðarins."
Neikvæð tölvuumræða
— Lengi vel lofsungu menn tölvuna
en nú er komið bakslag í umræðuna.
Menn benda á ýmsar neikvæðar hlið-
ar tölvuvæðingarinnar. Hefur tölvan
ekki leitt til þeirrar hagræðingar sem
menn bjuggust við?
„Þessi óttablandna virðing, sem
menn bám fyrir tölvunni, er að
hverfa og menn spyrja sig hvort þeir
hafi haft erindi sem erfiði með tölvu-
væðingunni. Margir hafa orðið fyrir
vonbrigðum en ég held að nú sé að
koma hættulega neikvæður tónn í
garð tölvunnar í opinbera umræðu.
Þetta stafar af því að tölvan hefur
verið ofseld sem einföld aðferð til að
leysa allan vanda. Hver kannast ekki
við orð sölumannsins: „Þetta er
ekkert mál“. Margir hafa áhuga á að
kynnast tölvum en þeir em færri
sem hafa nennu eða elju til þess að
tileinka sér þær nógu vel til að hafa
verulegt gagn af þeim. Þarna hefur
því farið saman of mikil sölu-
mennska, óskhyggja kaupanda og
áhugaleysi eða vankunnátta á að
nýta tölvuna. Útkoman er vonbrigði
og neikvæð umræða.
Tölvan stendur enn fyrir sínu en
við þurfum að endurmeta afstöðu
okkar til hennar og bæta aðferðir við
tölvuvæðingu. í fyrsta lagi þurfum
við að færa rök fyrir ágæti tölvunn-
ar. Hefur tölvuvæðingin leitt til auk-
ins hagræðis? Til að svara þessu er
best að slökkva á tölvunum og ráða
menn til þess að vinna störf þeirra
jafn vel á jafn skömmum tíma og
bera saman kostnaðinn með og án
tölvu. Ég held að menn geti séð í
hendi sér að tölvan hefur vinninginn.
Auk þess getur tölvan skapað ný
viðskiptatækifæri og bætt sam-
keppnisstöðu. Tölvubankar eru gott
dæmi um það.
Við þurfum hins vegar að gefa
þeim þáttum, sem hafa áhrif á árang-
ur tölvuvæðingar, betur gaum en
verið hefur. Tölvuvæðing hefur
núorðið ósköp lítið með forritun að
gera. Flest nauðsynleg forrit má
kaupa tilbúin út úr búð. Tilbúnum
forritum má beita á fleiri en einn veg
og laga þau þannig að viðfangsefn-
um og vinnuhefðum. Það er mesti
misskilningur að hvert fyrirtæki sé
svo allt öðru vísi en önnur að það
krefjist stórkostlegrar aðlögunar á
forritum. „Við og okkar sérstöku
þarfir" sem margir stjómendur fyrir-
tækja bera oft fyrir sig er ekkert ann-
að en tregða til að breyta úreltum og
stöðnuðum vinnuaðferðum.“
Of trú á tækninni
„Tölvufræðingar eru mjög vel
menntaðir í tækninni en þekkja alltof
lítið til viðfangsefnanna sem unnin
eru á skrifstofum. Þeir eru því ekki
vel í stakk búnir til að takast al-
mennilega á við að koma á sjálf-
virkni á skrifstofum. Við þurfum því
Jón Þór hefur tvo einkaritara í hálfsdags starfi. Hér er önnur þeirra, María
Sigmundsdóttir. Vinnuaöstaöa einkaritaranna var skipulögö þannig aö sem
mest hagræöi væri af enda er allt viö hendina.
38